Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 22
föstudagur 3. apríl 200922 Helgarblað Hollywood-stjarnan Lana Christian Eftirminnilegasta sýningin var þeg- ar pabbi hafði lánað upp í Þjóðleik- hús skrifborð mitt og átti að nota það í einhverja leiksýningu. Fyrir afnotin af skrifborðinu fékk ég miða í leikhúsið en sömuleiðis fékk ég lánaða hárkollu sem ég notaði á einni sunnudags- skemmtuninni. Þá tróð ég upp sem Hollywood-stjarnan Lana Christian og talaði mikla ensku, sem var auðvitað bara bull. En Lana Christian sló í gegn hjá litlu krökkunum á litla Reynimel, þau trúðu því í alvöru að þarna væri ljóslifandi Hollywood-stjarna komin. Svo varð ég náttúrlega að skila hárkoll- unni þannig að ferill Lönu Christian varð því miður ekki lengri. Þetta var ákveðin della en mjög skemmtilegt. Og einhverju varð ég að finna upp á til að skemmta blessuðum börnunum. Skömmu seinna fór ég að gefa út blað. Það hét Halló og var handskrif- að í nokkrum eintökum. Ég hafði svo mikið fyrir þessu að mér fannst ekki annað við hæfi en rukka fyrir blöðin og seldi þau á 25 aura stykkið í húsun- um í kring. Þetta blað hefur því miður ekki varðveist en það hætti að koma út þegar framhaldssagan var orðin svo spennandi að ég vissi ekki hvað ætti að gerast næst. Þetta var glæpasaga og í mörg ár á eftir var konan á núm- er 26 sífellt að rukka mig um endinn á sögunni. Hún hafði verið orðin svo spennt. Eða svo sagði hún mér að minnsta kosti, kannski var hún bara að vera næs. Mikið njósnað Hvað við gerðum fleira, krakkarnir? Ja, við vorum alltaf að fara í rannsóknar- ferðir. Bragi var með í því. Við rannsök- uðum umhverfið, fórum niður í fjöru, út í Vatnsmýri, bara út um allt. Og við njósnuðum mikið. Vorum alltaf með vasaljós eins og alvöru njósnarar. Það var verið að byggja Hagana og Skjólin og við njósnuðum þar. Ég er ekki al- veg viss um hvað vakti fyrir okkur með þessum njósnum en í minningunni var þetta voðalega skemmtilegt. Mikið hopp og hí allt saman hjá okkur krökk- unum á litla Reynimel.“ Þetta hljómar allt saman eins og lýsingar á litlu örþorpunum hennar Astrid Lindgren, Ólátagarði, Skarkala- götu ... „Já, ég hugsa að okkur hafi líka liðið svolítið þannig. Þetta var lítill heimur, við vorum samhent, og það var áreið- anlega gaman.“ Fylgdust þið með þjóðmálum? „Já, heilmikið. Pabbi hafði ódrep- andi áhuga á þjóðmálum og það var heilög stund þegar hann hlustaði á fréttirnar í útvarpinu á matmálstím- um. Þá urðum við að steinþegja og þá síaðist margt úr fréttunum inn í okk- ur. Af erlendum vettvangi man ég sér- staklega vel eftir forsetakosningunum í Bandaríkjunum 1948. Þá var ég átta ára. Ég hélt með Harry Truman af því yfirskeggið á Thomas Dewey, keppi- naut hans, fór í taugarnar á mér. Ég var mjög glöð, og við pabbi bæði, þeg- ar Truman vann. Ég efast um að hann hafi átt dyggari stuðningsmenn en okkur pabba, þó hann hefði auðvitað ekki hugmynd um það. Fínar dömur lesa dönsku blöðin Pabbi var sem sagt framsóknarmað- ur. Þar af leiðandi var ég framsóknar- kona. Ég var náttúrlega bara barn; að öðrum kosti mundi ég aldrei segja frá þessu! En hann var aktífur í flokknum og var á tímabili formaður Framsókn- arfélags Reykjavíkur, ef ég man rétt. Jónas frá Hriflu, sem hafði verið helsti frammámaður flokksins, var um þess- ar mundir að einangrast en pabbi var tryggur stuðningsmaður hans. Jónas og konan hans komu mikið í heim- sókn, duttu bara inn eins og fólk gerði þá, ólíkt því sem nú er þegar allir þurfa að gera boð á undan sér með löngum fyrirvara ef fólk ætlar í heimsókn. Það var reyndar gestkvæmt á Reynimel 23, allskonar furðufuglar komu iðulega að heimsækja pabba í bland við stút- ungskarla í samfélaginu. En Jónas var fastur punktur í tilverunni. Þeir pabbi voru miklir vinir. Jónas hringdi svona fjórum sinnum í viku á kvöldin og þeir töluðu saman í svona þrjá tíma. Jú, ég sver það! Þeir kjöftuðu um þjóðmál og pólitík og bara svona daginn og veg- inn. Vináttunni við Jónas fylgdi líka að pabbi fyrirleit vitaskuld engan meira en Eystein Jónsson sem var manna fremstur í að ýta Jónasi til hliðar í flokknum. Þess vegna var það erfiður biti fyrir pabba að kyngja þegar ég fór sextán ára að slá mér upp með bróð- ursyni Eysteins, Jökli Jakobssyni. Það vafðist heilmikið fyrir pabba til að byrja með. Þannig að gegnum pabba fylgdist ég töluvert með þjóðmálunum strax á barnsaldri. Mamma hafði vissu- lega áhuga á þjóðmálum og ákveðnar skoðanir, en hún var ekki mikið að flíka þeim. Hins vegar keypti hún dönsku blöðin. Það var sá lúxus sem hún lét eftir sér um þær mundir. Og það hóf hana svolítið upp; það voru bara fín- ar dömur í samfélaginu sem keyptu Familie Journal og Alt for damerne. Pabbi var að lesa Laxness og fylgjast með pólitík en mamma las dönsku blöðin. Þetta segi ég ekki henni til hnjóðs, auðvitað las hún heilmikið líka og fylgdist með, en þetta var svona andrúmsloftið sem fylgdi henni. Hún var dama og þá las hún dönsku blöð- in. Og á mánudögum fór hún í sauma- klúbb á hverju sem gekk. Ástfangin í fyrsta sinn Pabbi var býsna þekktur í samfélag- inu, ekki síst eftir að hann stýrði frægri landbúnaðarsýningu árið 1947. Hún var haldin í Vatnsmýrinni, þar sem Tívolí reis seinna og var algjört afrek. Þarna var sýnt allt sem viðkom land- búnaði bæði að fornu og nýju og pabbi réð mömmu sína, ömmu Sigríði, til að sýna hvernig ull hefði verið unn- in. Hún sat þarna og þæfði ullina og spann á rokk. Og það var búinn til foss utandyra sem þótti alveg ævintýra- legt. Gestir urðu 60.000 en þá bjuggu í hæsta lagi um 50.000 manns í Reykja- vík, ef ég man rétt. Lengi á eftir nutum við Bragi góðs af því hvar sem við kom- um ef fólk uppgötvaði að pabbi okkar væri hann Kristjón framkvæmastjóri landbúnaðarsýningarinnar. Ég fékk líka vinnu á landbúnaðar- sýningunni þó ég væri bara sjö ára. Ég fékk að standa við lúgu og selja miða. Og þá varð ég ástfangin í fyrsta sinn. Hann var með mér í lúgunni að selja miða og hann var með ofboðslega fal- leg gleraugu! Og svo var hann svo vina- legur og hlýr að ég varð virkilega hrifin af honum. Það var slík alvara í þessu að ég ræddi þetta við Braga bróður minn og eftir mikil heilabrot sagði ég pilt- inum sjálfum frá ást minni. Og hann tók því mjög vel. Því miður var hann um tvítugt og annaðhvort trúlofaður eða giftur en hann gerði ekkert grín að mér, svo þetta varð ekkert drama. Erfiðar forsetakosningar Pabbi og mamma voru yfirleitt sam- hent og lögðu sig fram um að deila aldrei fyrir framan okkur börnin. Ég veit reyndar ekki hvort þau deildu yfirleitt mikið en einu sinni man ég að þau rifust um pólitík. Það var fyr- ir forsetakosningarnar 1952. Þá hafði pabbi sagt skilið við Framsóknarflokk- inn og var orðinn sjálfstæðismaður. Það var reyndar sjaldgæft í þá daga að menn skiptu um flokka, en Sjálfstæð- isflokknum þótti mikill fengur í pabba og ég hef sannfrétt að honum hafi ver- ið ætlaður pólitískur frami á vegum flokksins. En þá byrjaði hann á því að ganga í berhögg við eindreginn vilja forystumanna bæði nýja flokksins og líka þess gamla, Framsóknarflokksins, og meira að segja í bága við vilja eigin- konu sinnar líka. Í framboði voru Ásgeir Ásgeirs- son, þingmaður Alþýðuflokksins, og Gísli Sveinsson sýslumaður, og svo séra Bjarni Jónsson sem var yfirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Mamma studdi hann, enda var hún dygg sjálfstæð- ismanneskja, en séra Bjarni var líka heimilisvinur, hafði gift þau pabba og skírt okkur börnin, og var í miklum metum á Reynimel 23. En pabbi og Ásgeir Ásgeirsson voru miklir vinir og pabbi tók þá ákvörðun að styðja hann. Það var ekkert gamanmál fyrir aktíf- an mann í stjórnmálaflokki að ganga í berhögg við vilja flokksins í þá daga, flokksaginn var gríðarsterkur, en pabbi lét sig hvergi þrátt fyrir gríðarlegan áróður til stuðnings séra Bjarna. Pabbi skrifaði meira að segja margar grein- ar í blað sem gefið var út til stuðnings Ásgeiri og hét Forsetakjör. Ein þeirra varð fræg, en hún hét „Í kjörklefanum ertu frjáls“ og vísaði sérstaklega til þess að menn gætu þrátt fyrir allt slitið sig undan flokksvaldinu. Rifist um uppþvottabursta En ég held að þetta frelsi pabba und- an flokksvaldinu hafi síðar leitt til þess að hann fékk ekki þann póli- tíska frama innan Sjálfstæðisflokks- ins sem honum hafði verið lofað. Af því pabbi studdi Ásgeir þá studdi ég Ásgeir, þó mér þætti erfitt að vera á móti mömmu. En þau rif- ust um þetta, sem var óþægilegt fyr- ir okkur börnin. Rifrildið kristallað- ist ekki síst í uppþvottaburstanum, hef ég sagt þér frá honum? Pabbi hafði keypt nýjan uppþvottabursta því hann var alltaf að þvo upp. Hann var mjög duglegur á heimilinu, eld- aði oft mat og þvoði upp sem ekki var algengt um karlmenn í þá daga. Mömmu fannst, man ég, algjör óþarfi að kaupa nýjan uppþvottabursta. Við áttum alveg ágætan uppþvotta- bursta! Svo hlakkaði í henni þegar öll hárin losnuðu úr nýja burstanum eftir fáein skipti. Þá sagði hún: „Þetta er Ásgeir. En gamli burstinn er séra Bjarni. Hann endist þó Ásgeir klikk- aði.“ Og um þetta rifust þau. Þegar kosningarnar fóru fram var ég komin í sveitina að Hjarðar- holti í Dölum og af því þar voru tóm- ir framsóknarmenn sem studdu séra Bjarna, þá hallaðist ég á sveif með honum. En svo vann Ásgeir þrátt fyr- ir allt. Þá gladdist ég pabba vegna. En ég var hrygg fyrir mömmu og kveið því að fara heim því ég var svo hrædd um að þurfa að hlusta á eitthvert rugl milli þeirra, nú þegar Ásgeir var orð- inn forseti. Sem og varð. Þau rif- ust að vísu ekki, en mamma notaði hvert tækifæri til að hnjóða í Ásgeir, hún gat ekki afborið hann sem for- seta, aldrei. Pabbi reyndi að mestu að leiða þetta hjá sér en þau voru stundum að kýta svolítið um þetta.“ Harmleikur á sumardaginn fyrsta Á þessum árum voru aðeins örfá ár síðan Ísland varð að fullu sjálfstætt. Var mikill þjóðerniseldmóður meðal ykkar krakkanna? Var 17. júní mikið mál? „17. júní var mikið mál, já, en í okkar augum fyrst og fremst af því þá fékk maður allt mögulegt sem maður fékk ekki annars. Sælgæti ekki síst; maður fékk ekki sælgæti á hverjum degi þegar ég var krakki. Og við fengum að fara í skrúðgöngu undir blaktandi fánum sem þótti í rauninni voðalega skemmtilegt, hvort sem menn trúa því eða ekki. Sumardagurinn fyrsti var í mín- um augum jafnvel enn skemmti- legri því þá tróðum við Bragi upp með dans á skemmtunum. Flest- ar stelpur lærðu eitthvað í dansi en það var ekki sjálfgefið að strák- um væri haldið að danskennslu. En mamma hafði voðalega gaman af því að dansa en pabbi kunni ekk- ert að dansa, svo mamma ákvað að væntanleg eiginkona Braga skyldi ekki þurfa að líða það sem hún sjálf þurfti að líða. Svo við Bragi fórum samvisku- samlega í mörg ár í danstíma til Rigmor Hansen í Listamannaskál- anum og á sumardaginn fyrsta tróð- um við upp með dansflokki Rigmor í Gamla bíói. Dönsuðum Skógar- mennirnir voru svín, Allt á réttunni, valsa, polka og margt fleira. Þetta var skemmtilegt og eftirminnilegt, en einu sinni lá við harmleik. Ég var svona sjö ára og rétt áður en við átt- um að fara á svið, þá neitaði herr- ann minn að dansa við mig. Hann var ári eldri en ég og hét Birgir. Rig- mor tók hann afsíðis og spurði hann um ástæðuna fyrir þessari fáheyrðu ákvörðun rétt fyrir sýningu, og fékk loks upp úr honum að ég væri alltof stjórnsöm. Ég vildi alltaf stýra hon- um í dansinum en auðvitað ætti herrann að ráða. Þetta leystist að lokum farsæl- lega, ég fékk annan herra og Birgir aðra dömu, en mér varð dálítið mik- ið um þetta, enda hef ég aldrei verið stjórnsöm.“ Fjölskyldan á neðri hæðinni á Reynimel 23 árið 1948 Hjónin Elísabet Engilráð ísleifsdóttir og Kristjón Kristjónsson og börn þeirra, Bragi, Valgerður og Jóhanna sem var 8 ára er myndin var tekin í tilefni af fertugsafmæli föður hennar. „Og í þessum tiltölulega fáu hús- um var alveg ógrynni af börnum Við krakkarnir þurftum heldur varla að fara út fyrir litla reynimel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.