Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Page 28
FÖSTUDAGUR 3. ApRíl 200928 Sakamál
Myrtur og steiktur Toby Charnaud var ágætlega fjölhæfur.
Hann hafði verið bóndi, en vent sínu kvæði í kross og snúið sér að kráarrekstri.
Hann var einnig ágætlega ritfær og snemma árs 2005 vann hann til verðlauna í
smásagnasamkeppni með sögu um Breta sem var myrtur af elskhuga svikullar
taílenskrar ástkonu. Stór hluti sögunnar endurspeglaði ævi Tobys, en í sögunni
var fórnarlambið skotið en örlög höfundarins áttu eftir að verða mun dramatískari
og hörmulegri. lesið um kráareigandann sem var heilsteiktur í næsta helgarblaði DV.
„Prófaðu sjálfur“
Cyril Koskinas fór ekki líkt og köttur í kringum heitan graut þegar hann ræddi kynlíf við stúlkur. Áhugi
hans fólst aðallega í sadó-masókisma. Hann kærði sig ekki um neitt sem gat talist eðlilegt.
Þrátt fyrir að Cyril Koskinas hafi
ekki farið leynt með hvar áhugi
hans lá þegar kom að kynlífi voru
ekki allar konur fráhverfar nán-
ari kynnum við hann. Koskinas
kærði sig ekki um neitt sem kall-
ast gat eðlilegt og áhugi hans lá í
sjálfspíslum og kvalalosta.
Líkt og fyrr segir voru ekki all-
ar konur fráhverfar kynlífi með
honum, en sumar þeirra fundust
fljótandi í næsta síki, bundnar á
höndum og fótum. Slík urðu ör-
lög Angélique Despote.
Bundin og kefluð
Þegar réttað var yfir Koskinas í
Seine-et-Marne í Melun í Frakk-
landi vegna morðsins á Angél-
ique rifjaði hann upp síðustu
klukkustundir hennar á lífi, eða í
það minnsta hans eigin útgáfu af
þeim, áður en hann myrti hana
19. júlí 2004.
„Ég sótti hana um klukkan
þrjú eftir hádegi,“ sagði Koskin-
as. „Við keyptum sígarettur, síðan
fórum við heim til mín og gömn-
uðum okkur. Alice Caseau, vin-
kona mín, kom og slóst í hópinn
klukkan tíu mínútur yfir fimm og
við sátum öll í svefnherberginu
og létum blíðlega að hvert öðru.
Þá leiddi Alice Angélique inn
í stofuna, keflaði hana og batt
hendur hennar og fætur. Þegar ég
kom seinna inn í stofu var Angél-
ique að kafna því bundið hafði
verið of þétt fyrir munn henn-
ar. Ég losaði um en hún hrærði
sig ekki. Ég reyndi að endurlífga
hana en það gekk ekki.“ Þannig
sagðist Koskians frá, en forseti
réttarins sá ýmislegt athugavert
við frásögnina.
Síðasti kossinn
„Vandamálið við frásögn þína er
að Alice Caseau gæti ekki hafa
verið þarna á þeim tíma sem þú
segir, því samkvæmt vitnisburði
hennar var hún enn í vinnunni,“
sagði forseti réttarins.
Koskinas lét athugasemd
hans ekki slá sig út af laginu en
hélt áfram eins og ekkert hefði
í skorist. „Ég lét lík Angélique í
ruslapoka og bar hann út í bíl. Ég
setti hann í skottið og ók að sík-
inu. Ég kyssti hana hinsta sinni
og fleygði líkinu út í vatnið.“
Síðasti hluti frásagnar Kosk-
inas var í það minnsta sannur
því lík Angélique, enn bundið
á höndum og fótum, fannst við
slússuna í Fresne-sur-Marne.
Engin skilríki fundust á líkinu og
það var ekki fyrr en tveimur dög-
um síðar sem faðir Angélique
fór til lögreglunnar og tilkynnti
að hún væri horfin. Um leið og
lögreglan vissi um hverja var
að ræða gat hún tengt hana við
Koskinas.
Frásögn einnar sem slapp
Um mánuði áður hafði lögregl-
unni borist kvörtun þar sem
nafn Cyrils Koskinas bar á góma.
Sú sem kvartaði var ung kona,
Stéphanie Marchal, og bar hún
vitni við réttarhöldin.
„Koskinas tók mig upp í bílinn
í maí 2004 þar sem ég beið eft-
ir strætó. Hann ók framhjá mér
í þrígang áður en hann stopp-
aði og kynnti sig. Ég var nýkom-
in úr sveitinni og þekkti því ekki
marga á svæðinu. Ég var svolít-
ið barnaleg,“ sagði Stéphanie og
táraðist.
Stéphanie sagði að þau hefðu
haft samfarir fyrstu nóttina, en þá
næstu hafi orðið vart úrkynjunar.
„Hann vildi binda mig. Ég neit-
aði ekki því ég var forvitin. Hann
handjárnaði mig. Mér líkaði það
ekki og sagði honum það,“ sagði
Stéphanie. Að hennar sögn batt
Koskinas hana á höndum og fót-
um við við rúmið. Hún var enn
handjárnuð og kvartaði undan
þeim, en þá tróð hann bolta upp
í munn hennar. Koskinas setti
síðan á hana svefngrímu og full-
nægði sér sjálfur.
Fimm daga martröð
Koskinas hélt Stéphanie Marchal
nauðugri í íbúð sinni í fimm daga,
en á endanum varpaði hann henni
á dyr og farangri hennar fleygði
hann út um gluggann. Stéphanie
fór til lögreglunnar og sagði far-
ir sínar ekki sléttar og nafn Cyrils
Koskinas var skráð niður.
Í ljósi tengsla Koskinas við
Angélique og frásagnar Stéph-
anie taldi lögreglan sig geta farið
nærri um hvað Angélique gekk
í gegnum síðustu klukkustundir
lífs síns, ekki síst eftir að ljóst varð
að hún hafði ekki verið dáin þeg-
ar henni var varpað í síkið. Dag-
inn áður en lík Angélique fannst
hafði lögreglan fundið lík ann-
arrar konu á floti í sömu slússu.
Líkið hafði verið í vatninu í tíu
daga og fórnarlambið hafði ekki
verið dáið þegar því var hent út í.
Í því tilfelli var um að ræða Om-
eyna Bourmani, 26 ára vændis-
konu frá París sem sérhæfði sig í
sadó-masókisma.
Á heimili Koskinas fann lög-
reglan klámkvikmyndir og tíma-
rit sem fjölluðu um sadó-masó-
kisma og tvær ljósmyndir af
Omeyna. Einnig fann lögreglan
brjóstahaldara, en nærbuxurn-
ar við hann höfðu fundist í íbúð
Omeyna. Lífsýni úr Angélique
fannst í brjóstahaldaranum.
Þegar Koskinas var beðinn að út-
skýra það hló hann bara.
Bendlar aðra við ódæðin
Cyril Koskinas reyndi ekki aðeins
að flækja Alice, sem var fyrrverandi
kærasta hans, í málið heldur líka
bróður hennar. Alice hafði gefið
Cyril upp á bátinn þegar hún komst
að því að hann hélt framhjá henni
– með Angélique Despote.
Hvað Omeyna varðaði sagði
Koskinas að Christophe, bróðir Al-
ice, hefði átt hugmyndina að því að
þeir færu með hana í íbúð Koskinas.
„Ég skildi þau þar eftir svo
þau gætu athafnað sig og þegar
ég kom aftur var Omeyna dauð.
Christophe stakk upp á því að við
losuðum okkur við líkið. Ég fór
aftur út og þegar ég kom til baka
var líkið horfið,“ sagði Koskinas.
Christophe bar vitni við rétt-
arhöldin og sagði frásögn Kosk-
inas uppspuna, að hann hefði
ekki séð Koskinas í um það bil
ár. „Ég kunni aldrei við hann eða
að hann væri á föstu með systur
minni. Síðast þegar við hittumst
slógumst við,“ sagði Christophe.
„Prófaðu sjálfur“
Við réttarhöldin kom í ljós að
Koskinas hefði ekki vakið hrifn-
ingu þegar hann var í skóla og
hefði aldrei verið neitt annað en
viðvikamaður. Líf hans snerist að
mestu leyti um kynlíf og þá sér-
staklega sadó-masókisma.
Forseti réttarins var forvit-
inn um af hverju Koskinas hefði
upphaflega hneigst til kvalalosta
og sjálfspíslar. „Kona kynnti mér
þetta. Mér líkaði það og kynnti
öðrum það og allir fengu mikla
ánægju út úr því,“ sagði Koskinas.
„Hvers konar ánægju getur
svona hegðun gefið þér?“ spurði
forseti réttarins, og Koskinas svar-
aði: „Virkilega sóðalega ánægju.
Prófaðu sjálfur – þú myndir njóta
þess.“
Cyril Koskinas var dæmdur í
lífstíðarfangelsi og mun því ekki
fá mörg tækifæri til að níðast
kynferðislega á konum og henda
þeim bundnum í næsta síki – á
lífi.
UmSjón: kolBeinn þoRSTeinSSon, kolbeinn@dv.is
Daginn áður en lík
Angélique fannst
hafði lögreglan fund-
ið lík annarrar konu á
floti í sömu slússu. Lík-
ið hafði verið í vatninu
í tíu daga og fórnar-
lambið hafði ekki ver-
ið dáið þegar því var
hent út í.
„Hann vildi binda mig. Ég neitaði ekki því ég var
forvitin. Hann handjárnaði mig. Mér líkaði það
ekki og sagði honum það,“ sagði Stéphanie.
Cyril Koskinas Sadó-masókismi var hans ær og kýr.