Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Page 30
föstudagur 3. apríl 200930 Sport Úrslitaeinvígið að hefjast tvö bestu lið landsins í körfubolta, Kr og grindavík, mætast í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla í körfubolta á laugardag- inn klukkan 16.00 í dHl-höll Kr-inga. Þrjá leiki þarf til þess að verða íslandsmeistari en leikur tvö verður næstkomandi mánudag og leikur þrjú á fimmtudaginn eftir það. Ef þarf aukaleiki verður leikur fjögur á laugardaginn eftir viku og komi til oddaleiks verður hann mánudaginn 13. apríl. Kr og grindavík mættust fyrst í haust í úrslitum powerade-bikarsins þar sem nýkrýndir deildar- meistarar Kr sigruðu á flautukörfu. Kr vann svo annan nauman sigur á grindavík í deildinni og annan auðveldan í bikarnum, báða á heimavelli. grindavík sýndi þó að hægt sé að vinna Kr þeg- ar það hafði sigur á Kr-ingum í röstinni en grindavík er eina liðið sem vann Kr í deildinni. umsjón: tómas Þór Þórðarson, tomas@dv.is Kærur á kærur ofan, stigalaus heims- meistari, Ferrari-lið í ruglinu og nýtt nafn á toppnum. Það vantaði alls ekki dramatíkina og spennuna í opnunar- mót ársins í Formúlu 1 í Ástralíu um síðastliðna helgi. Það er eins gott að næsta mót fer fram strax um kom- andi helgi því erfitt væri fyrir For- múluáhugamenn að bíða mikið leng- ur eftir næsta kappakstri. Þrjú lið, Toyota, Brawn og Willi- ams, hafa verið kærð vegna loftdreifis aftan á bílum sínum og bíða eftir að málið verði tekið upp 14. apríl í Par- ís. Lewis Hamilton sýndi ótrúlega takta þegar hann keyrði ömurlegan McLaren-bíl úr 18. í 3. sæti en endaði stigalaus. Sigurvegari helgarinnar var þó nýja liðið sem ber nafn snillings- ins sjálfs, Ross Brawn. Brawn-snilldin Ross Brawn er verkfræðingur að mennt og snillingur í vinnu sinni. Hann á að baki fjölda heimsmeist- aratitla með Benetton og Ferrari en snilldar akstursáætlanir hans hjá Ferrari-liðinu á sínum tíma fengu marga til að segja að hann væri ekki síður mikilvægur liðinu en sjálfur Mi- chael Schumacher. Hann tók sér pásu frá Formúlunni 2007 en kom til baka, þá til Honda í fyrra, og vissi nákvæm- lega hvað hann ætlaði að gera. Honda-liðið var auðvitað ekkert nema farþegi í Formúlu 1 í fyrra en á bakvið tjöldin var Ross Brawn að und- irbúa eitthvað magnað. Hálfu ári á undan öllum hinum hóf hann, ásamt samstarfsmönnum sínum, að hanna bíl fyrir þetta ár og stefndi alltaf að góðum árangri. Babb kom þó í bát- inn. Honda dró sig út úr Formúlunni vegna kreppunnar og stóð Brawn eft- ir með verkfræðisnilld í höndunum en engan kostanda. Hann keypti þá liðið sjálfur og skellti sínu nafni á það. Hann átti það skilið. Branson bíður með aurinn Með eilífðarlúserinn Jenson Button og gamalmennið Rubens Barrichello sem ökuþóra keyrðu þeir hraðast allra alla síðustu helgi á Honda-bíln- um með Mercedes-vélina sem ber nafnið Brawn. Button varð fyrstur, Barrichello annar, og ekki gat nokkur maður stöðvað þá á nær auglýsinga- lausum bílnum sem ber aðeins merki Virgin, félags auðkýfingsins Richards Branson sem var einn þeirra sem orðaður var við kaup á Honda. Fljúgi Brawn-liðar aftur í mark á undan öll- um er erfitt að ímynda sér að Branson verði ekki aðalkostandi liðsins. Og í raun er ekkert annað í spilunum en yfirburðasigur Brawn í næstu mótum þar til önnur lið ná áttum. Branson borgaði þó hálfa milljón dollara til liðsins fyrir síðasta mót og gerir það aftur fyirr Malasíu-kappaksturinn. Íslendingur í Hamilton-málinu McLaren-liðar hafa fúslega viður- kennt að bíllinn þeirra sé allt annað en verkfræðisnilld eins og Brawn-bíll- inn. Heimsmeistarinn Lewis Hamilt- on sagði bílinn vera þann versta sem hann hefur keyrt en samt sýndi hann heimsmeistaratakta og náði fjórða sætinu. Eftir að Jarno Trulli á Toyota var dæmdur niður um sæti fékk Ham- ilton bronsið. Það var þó tekið aftur þegar dómarar vildu ýta málinu al- gjörlega út af borðinu. Íslendingnum Ólafi Guðmundssuni, sem er dómari í Formúlunni, var meira að segja gert að fljúga frá Malasíu til Ástralíu til að klára málið. McLaren-menn viður- kenndu að hafa ekki sagt alveg satt og rétt frá í málinu og dæmdu Ólafur og félagar því öll stigin af Hamilton. Heimsmeistarinn byrjar því eins og Ferrari-liðar, Massa og Raikkonen, án stiga eftir fyrstu keppnina. KERS á beinu brautinni Malasíu-brautin er einstök að því að leyti að á henni eru gífurlega langir beinir kaflar þar sem afl bílsins fær svo sannarlega að njóta sín. Þar gæti KERS-kerfið einnig komið að góð- um notum en það safnar orku sem myndast við hemlun og virkar eins og sex sekúndna innspýting þegar öku- maður ýtir á takka í stýrinu. Þegar bíll með KERS mætir bíl án KERS á beinu brautinni má segja að sá síðarnefndi verði skilinn eftir. Eitt er þó morgunljóst. Það er komið nýtt afl í Formúluna og það nefnist Brawn. Snillingurinn Ross Brawn kann svo sannarlega að setja saman bíla og hvað þá að gera akst- ursáætlanir. Brawn-liðið er það sem önnur þurfa að sigra í Malasíu um helgina. McLaren og Ferrari eru ekki í umræðunni þessa stundina. Það er margt breytt með nýju reglunum, hvort sem það er gott eða vont. © GRAPHIC NEWSHeimild: FIA Myndi: Google Sunway-lónið Pangkor Laut Chicane Beina brautin Keppni 2: 5. apríl Krappa beygjan Hraðabreytingin KLIAKenyir-vatnð Sepang-brautin í Kúala Lúmpúr Race distance: 56 hringir– 310.408km 5.543km km/hGír TímatökusvæðiBeygja1 Lykilstaðir 2 89 1 5 270 42 120 5 5 265 6 4 230 5 260 4 193 7 4 2005 2504 2002 114 3 1703 160 8 15 6 28511 13 14 6 300 6 2902 96 1 2 32 9 10 12 3 Formúla 1 hófst aftur í allri sinni dýrð um síðustu helgi í Ástralíu og heldur áfram í Malasíu um komandi helgi. Það voru ekki McLaren eða Ferrari sem sáu um flugeldasýninguna í opnunarmóti ársins heldur var það verkfræðisnilldin, nýi Brawn-bíllinn. Snillingurinn Brawn TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is aftur á toppinn Endurtekið efni? Verða Brawn-liðsfélagarnir Button og Barrichello aftur fremstir á meðal jafningja? MYND AFP Stigalaust Hamilton varð fjórði, fékk síðan þriðja sætið en endaði stigalaus. MYND GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.