Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Page 36
föstudagur 3. apríl 200936 Lífsstíll Lanvin-strigaskórnir strigaskórnir í haust-/vetrarlínu lanvin eru að gera það gott. franka tískuhúsið hitti naglann á höfuðið með þessum „urban-chic“ skóm sem koma í alls kyns útgáfum og litum. Áhugamenn um strigaskó ættu að byrja að safna um hæl fyrir einu pari. umsjón: Hanna EIríKsdóttIr, hanna@dv.is skjaLataska nú- tímakonunnar Á tískuvikunni í parís sýndi Karl lagerfeld sína útgáfu af kvenskjala- töskunni fyrir tískurisann Chanel. í raun er þetta einungis einfalt hliðarveski ásamt mikilvægustu aukahlutunum, eins og ilmvatninu, gleraugunum, varalitnum og kinnalitnum. Þessir hlutir eru síðan settir í sérstaka plexiglertösku merkta Chanel. taskan vakti heldur betur athygli á sýningu Chanel og kom í svörtu sem og bleiku. Það væri gaman að sjá konurnar á Wall street með slíka tösku með haustinu. Þær myndu heldur betur vekja athygli. Áberandi axLir í tísku Hvassar og áberandi axlir voru áberandi á sýningapöllunum í parís og mílanó, new York og london. sniðið á öxlunum kom í hinum og þessum útgáfum, allt frá klassísku eitís axlapúðunum yfir í framtíðar star trek-axlir. Og mátti sjá þetta trend hjá öllum helstu hönnuðunum. nú þýðir ekkert annað en að draga fram gömlu dragtirnar hennar mömmu, taka úr þeim axlapúðana og leyfa síðan hugmyndafluginu að taka völdin. jeremy scott fyrir adidas jeremy scott og adidas unnu í fyrsta skipti saman í fyrra við mjög góðar undirtektir. nú er haust 2009-línan komin í hús og að sögn tískuspekúl- anta á hún eftir að slá í gegn. Þessari línu fylgir einnig skólína þar sem mikki mús ræður ríkjum og er útkoman alveg frábær. jeremy scott er einn skemmtilegasti og djarfasti hönnuðurinn sem uppi er í dag. mikið fár verður í kringum allt sem hann gerir og svo virðist sem allt sem hann snertir breytist í gull. móteitur við samviskubiti Tónlistarmaðurinn Eberg gefur í dag út plöt- una Antidote sem er hans þriðja plata. Lögin voru samin í bænum Pescara á Ítalíu og fyrir vikið gætir smá ítalskra áhrifa í lögunum að sögn Ebergs. DV0903271089 Það sem vænta má með haustinu: „Það eru parmaskinku- og rauðvíns- áhrif í lögunum. Svo kom líka ákveð- ið sánd frá þessari ferð sem má alveg kalla ítalskt,“ segir tónlistarmaðurinn Eberg sem í dag sendir frá sér sína þriðju plötu sem hlotið hefur nafnið Antidote. Eberg, sem dags daglega svarar nafninu Einar Tönsberg, fór til Pes- cara á Ítalíu snemma á síðasta ári ásamt Nóa Steini samstarfsmanni sínum til að semja og taka upp grunna fyrir plötuna. Þar dvöldu þeir í góðu yfirlæti í um tíu daga og er Eberg ánægður með útkomuna. „Ég var í skóla í London með dreng sem rekur stúdíó í þessum bæ. Hann er mikill hljóðsnillingur og því var alveg upplagt að taka þetta upp hjá hon- um,“ segir Eberg. „Það er líka bara gaman að komast í burtu og taka smá törn.“ Plastljón þurfa móteitur Antidote þýðir „móteitur“ eftir því sem blaðamaður kemst næst. Spurð- ur hvers vegna þessu nafni hafi ver- ið skellt á plötuna er Eberg fljótur til svars. „Ég held að þetta sé leit að mót- eitri við samviskubiti. Á köflum er ég illa þjakaður af slíku. Svo fannst mér þetta bara virka, það er ekkert flókn- ara en það,“ segir Eberg en eitt laga plötunnar heitir jafnframt þessu nafni. Fyrri tvær plötur Ebergs heita Plastic Lions og Voff Voff. Hvers vegna var ekki haldið áfram með dýraþem- að í plötuheitunum? „Það var bara slys að það væri sameiginlegt með hinum plötutitlun- um. En plastljón er samt fígúra sem þarf móteitur og geltir þannig að þetta tengist allt,“ segir Eberg kíminn. Situr eftir með DVD Eberg lýsir tónlistinni á plötunni sem einyrkjapopptónlist. „Þetta er góður kokkteill. Ég er að fara nýjar leiðir mið- að við gömlu plöturnar að því að leyti að bítin eru minna prógrammeruð. Þetta er þannig aðeins hlýrra.“ Lag Ebergs, Inside Your Head, var notað í iPhone-auglýsingu fyrir nokkr- um misserum, þeirri fyrstu sinnar teg- undar vestanhafs. Auk þess voru lög af Voff Voff notuð í sjónvarpsþáttunum vinsælu The O.C. og Veronica Mars og neitar Eberg því ekki að það hafi kom- ið að gagni. „Það hjálpaði auðvitað mjög mik- ið með dreifingu og við að opna ný markaðssvæði. En þetta breytir ekkert heiminum. Maður verður ekkert ríkur af þessu ef þú ert að spyrja um það. Það er svo mikill kostnaður í kringum þetta fyrir utan að útgáfufyrirtækið tekur sitt kött, einhver umboðsskrifstofa sitt þannig að maður situr eftir með voða- lega lítið, nánast bara DVD-disk,“ seg- ir Eberg og hlær. Spurður hvort falast hafi verið eftir nýju lögunum í auglýs- inga- og sjónvarpsþáttageiranum segir Eberg að verið sé að senda plötuna út til að sjá hvort eitthvað slíkt detti inn. Eberg fagnar útkomu Antidotes með tónleikum síðasta vetrardag, 22. apríl, á Sódóma Reykjavík. Frekari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur. kristjanh@dv.is Eberg segist stundum illa þjakaður af samviskubiti. „antidote“ er móteitrið. Christian dior Balenciaga givenchy rm by roland mouret Vivienne Westwood Yves saint laurent skótískan í París

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.