Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Blaðsíða 48
n Almannatengillinn Ómar R.
Valdimarsson stendur í ströngu á
bloggsíðu sinni, omarr.blog.is. Þar
birti hann mynd af menntaskóla-
kennaranum Björgvini Þórissyni
sem nýverið var dæmdur fyrir
vörslu barnakláms. Í kjölfarið hefur
kennarinn verið leystur frá störf-
um við MK. Það er óhætt að segja
að myndbirtingin hafi fengið sterk
viðbrögð en vart má á
milli sjá hvort fleiri
eru hlynntir eða
andvígir en skoð-
anaskipti eru ansi
hreinskilin. Um
hundrað manns
hafa tjáð sig um
málið.
Verður myndin tekin
upp í kartöflugarðinum
heima?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, fór ótroðnar slóðir þegar
hann brast í söng í miðri ræðu á Alþingi
í gær, fimmtudag. „Við vorum að ræða
möguleika íslenskrar kvikmyndagerð-
ar og íslenskrar listsköpunar,“ segir
Árni aðspurður hvers vegna hann hafi
ákveðið að taka lagið í ræðustól. Hann
segir þetta vera í fyrsta skipti í sögu lýð-
veldisins sem alþingismaður syngur í
ræðustól. Spurður um viðbrögð ann-
arra þingmanna svarar hann: „Ég held
að þeir hafi haft gaman af þessu og það
voru áhorfendur sem hringdu inn og
grétu af gleði.“ Lagið sem Árni tók var
hið fræga karlakórs- og kvartettlag
„Laugardagskvöldið á Gili“.
Árni virti allar helstu kurteisisreglur
Alþingis og sagði hátíðlega „með leyfi
forseta“ áður en hann hóf sönginn.
Að söngnum loknum bætti hann við:
„Þetta yrði ekki leiðinleg kvikmynd,
sem hæfist á þessu erindi.“
Á fimmtudagskvöldið var karpað í
þrjár klukkustundir um frumvarp um
breytingar á lögum um tímabundnar
endurgreiðslur vegna kvikmyndagerð-
ar á Íslandi. Frumvarpið varð þó loks
að lögum um miðnættið.
Sjálfstæðismenn hafa öðrum frem-
ur gagnrýnt núverandi ríkisstjórn fyrir
að eyða óþarfa púðri í önnur mál en
efnahagshrunið. Spurning hvort nokk-
ur þeirra hafi séð eftir þeim þremur
tímum sem fóru í kvikmyndagerðar-
málið eftir „tónleika“ Árna Johnsen.
UmdeildUr
almannatengill
Árni Johnsen brast í söng í ræðustól Alþingis við umræður um kvikmyndagerð:
„ÁhorfendUr grétU af gleði“
n Bylgjan hefur tekið Spurninga-
keppni fjölmiðlanna upp á sína
arma en hún hefur verið fastur liður
á páskadagskrá Ríkisútvarpsins.
RÚV sló keppnina af í sparnaðar-
skyni en hjá Bylgjunni treysta menn
sér til að splæsa í herlegheitin. Logi
Bergmann Eiðsson mun stjórna
keppninni á Bylgjunni enda kom
vart annar til greina á þeim bænum
þar sem Logi er þekktur fyrir brenn-
andi áhuga á spurningakeppnum,
hann hefur til dæmis stjórnað Gettu
betur og Meistaranum. Ævar Örn
Jósepsson hefur haft veg og vanda
af keppninni hjá RÚV en hann verð-
ur nú fjarri góðu gamni. Honum var
einkar lagið að koma keppendum
úr jafnvægi með því að
bera undir þá hin
ýmsu fuglahljóð en
ekki fylgir sögunni
hvort Logi ætli að
halda þeim ósið til
streitu.
dirrindí?
n Söngkonan íðilfagra Jóhanna
Guðrún Jónsdóttir prýðir heilsíðu-
auglýsingu í Morgunblaðinu í gær,
fimmtudag, þar sem próteindrykk-
urinn Promax diet er auglýstur. Jó-
hanna Guðrún býr sig nú af fullum
krafti undir Eurovision-keppnina
sem fram fer í Moskvu í
maí en eins og
greint hefur verið
frá æfir hún nú
af kappi til að
líta sem best
út þegar á
stóra svið-
ið kemur.
Með leyfi forseta árni Johnsen segir
þetta í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins
sem þingmaður syngur í ræðustól.
aUglýsir
próteindrykk