Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2009, Page 23
Transformers: Revenge of the Fallen
er beint framhald af myndinni Trans-
formers sem kom út árið 2007. Það er
Michael Bay sem er í leikstjórastóln-
um líkt og áður og ungstirnin Shia
LaBeouf og Megan Fox eru mætt aft-
ur sem Sam og Mikaela. Í fyrri mynd-
inni tókst Optimus Prime og félögum
hans Autobots að sigra illa vélmenn-
ið Megatron og félaga hans Decept-
icons.
Sam vill nú lifa eðlilegu lífi og
ætlar í háskóla meðan Optimus og
vélmennafélagar hans skipa sér-
staka sérsveit ásamt mönnum sem
berjast gegn Decepticons sem eru
ekki dauðir úr öllum æðum. Innan
skamms fara fleiri þeirra að láta á sér
bera og lífga við hinn ógurlega Mega-
tron sem er með ill áform í huga.
Líkt og í fyrri myndinni er útlit
myndarinnar nánast óaðfinnanlegt
og hverjar stórorrusturnar reka aðra.
Mögnuð sena þar sem Shanghai er
lögð í rúst og epískur bardagi Opt-
imus Prime við The Decepticons í
skóglendi nokkru eru ógleymanlegar
senur. En það er bara svo og svo mik-
ið af sprengingum og vélmennum að
skipta um ham sem maður nennir að
horfa á.
Þetta á svo við allt í myndinni
Transformers: Revenge of the Fallen.
Það er of mikið af öllu. Það er of mik-
ill hasar, of mikið drama, of mikið af
lélegum húmor, myndin er of löng og
það er farið „over the top“ í nánast
öllu. Þetta væri fín framhaldsmynd
ef fyrsta hálftíma myndarinnari hefði
verið sleppt, foreldrar Sam skrifaðir
út úr myndinni og ef annað hvert vél-
menni léti ekki eins og slakur „comic
relief“-svertingi úr mynd frá tíunda
áratugnum. Þegar Sam heimsækir
svo vélmennahimnaríki langar mann
hreinlega að slá sjálfan sig í rot.
Ég hef alltaf verið tilbúinn að gefa
Michael Bay séns eftir að hann gerði
myndina The Rock með Nichol-
as Cage og Sean Connery. Frábær
spennumynd og Bad Boys á líka allt-
af smá gúddvill hjá manni. Svo komu
myndir eins og Armageddon og
Pearl Harbor sem voru alltof dram-
atískar og amerískar. En Bay topp-
ar allt í þessari. Ég er eiginlega bara
sár því ég hafði mjög gaman af fyrri
myndinni.
Myndin er heilt yfir mjög slök og
ég á erfitt með að trúa því að ein-
hverjum eldri en 14 ára finnist hún
góð. En ótrúlega flott er hún. Það er
bara ekki nóg. Maður er búinn að fá
upp í kok af innihaldslausum tækni-
brelluræmum. Það verður að vera
jafnvægi annars gengur dæmið bara
ekki upp.
Hversu óþolandi er líka að fara í
bíó á Íslandi og þurfa að horfa á aug-
lýsingar í hálftíma áður en myndin
byrjar? Þetta var sérstaklega slæmt
að þessu sinni. Ofan á það bætist
svo korters hlé þannig að þegar upp
er staðið er maður að eyða í kring-
um 40 mínútum í auglýsingaáhorf.
Glatað.
Ásgeir Jónsson
Þriðjudagur 30. júní 2009 21Fókus
á þ r i ð j u d e g i
Vinsæl Vélmenni
Transformers: Revenge of the Fallen kom beint inn í
fyrsta sæti yfir vinsælustu myndir helgarinnar eins og
við var að búast. Frá föstudegi til sunnudags sá rúmlega
6.500 manns myndina sem þénaði tæpar sex milljón-
ir. 12.600 manns hafa séð myndina frá því að hún var
frumsýn en 41.000 hafa séð Hangover sem er í öðru sæti.
Þriðjudags-
ganga í Viðey
Íslenski fjallahjólaklúbburinn stend-
ur fyrir fjölskylduferð til Viðeyjar í
dag. Þarna sameinast í eina, þriðju-
dagsgöngur Viðeyjar og þriðjudags-
ferðir Íslenska fjallahjólaklúbbs-
ins. Siglt er frá Skarfabakka klukkan
19.15 í kvöld og er reiknað með því
að það fari um tveir tímar í að hjóla
um eyjuna. Eini kostnaðurinn er
ferjugjaldið sem er 1000 krónur fyrir
fullorðna og 50 fyrir börn yngri en 16
ára. Ferðin er öllum opin.
Álrún í Þjóð-
minjasafninu
Skartgripir Jóns Bjarna Baldurs-
sonar eru til sýnis á sýningunni
Álrún sem nýlega var opnuð í
Þjóðminjasafni Íslands. Álrún er
íslenskt skartgripafyrirtæki sem
vinnur mikið með íslenskar rúnir.
Jón hannaði gripina úr band-
rúnum sem voru notaðar hér á
landi allt frá landnámi fram á 19.
öld. Bandrúnir eru tegund rúna
þar sem ein eða fleiri rúnir eru
dregnar saman í eitt tákn. Sýn-
ingin stendur til 9. ágúst.
amiina og shugo
Japanski tónlistarmaðurinn Shugo
Tokumaru og íslenska strengjasveit-
in Amiina koma fram í Norræna
húsinu á miðvikudagskvöld. Tón-
leikarnir eru partur af menningar-
hátíðinni 101 Tokyo sem stendur yfir
í Norræna húsinu dagana 13. júní
til 13. júní. Tónleikarnir eru sagðir
hápunktur hátíðarinnar en þeir hefj-
ast klukkan 20.00. Hátíðin er núna
hálfnuð en fjölbreytt dagskrá er fram
undan.Shugo hefur gefið út þrjár
breiðskífur en sú síðasta var valin
fjórða besta plata ársins af vefsíð-
unni metacritic.com.
Tónlistarmennirnir KK og Magn-
ús Eiríksson halda í tónleikaferð
um landið í júlímánuði. Þeir félagar
halda eina níu tónleika á ferðalagi
sínu en túrinn hefst í Lindakirkju í
Kópavogi á miðvikudaginn. Linda-
kirkja þykir hinn ákjósanlegasti tón-
leikastaður en þar var meðal annars
sett upp Töfraflautan auk þess sem
Carl Jenkins hélt tónleika þar.
KK og Maggi hafa verið gríðar-
lega vinsælir undanfarin ár en þeir
hafa sent frá sér þrjár plötur saman
með hinum svokölluðu Ferðalögum.
Plöturnar hafa selst í meira en 30.000
eintökum. Fyrir síðustu jól voru disk-
arnir þrír svo gefnir út í einum pakka
sem með fylgir sérstök söngbók með
textum og gítargripum.
Eftir tónleikana í Lindakirkju
halda þeir félagar norður á Akureyri
og halda tónleika á Græna hattinum
2. júlí. Því næst er það hinn sögu-
frægi Kántrýbær í Skagafirði, Bragg-
inn á Hólmavík, Edinborgarhúsið
á Ísafirði, Félagsheimilið á Patreks-
firði, Duushús í Reykjanesbæ, Borg í
Grímsnesi og loks í Úthlíð í Biskups-
tungum.
asgeir@dv.is
Maggi Eiríks og KK í tónleikaferðalag:
Ferðast um landið
Transformers 2 Hittir
engan veginn í mark en
lítur stórkostlega út.
Transformers:
revenge of The fallen
Leikstjóri: Michael Bay
Aðalhlutverk: Shia LaBeouf
og Megan Fox.
kvikmyndir
of mikið
öllu
KK og Maggi Eiríks Fara í
ferðalag með Ferðalögin.
DAgsKráin í júLí
1. júlí – Lindakirkja, Kópavogi
2. júlí – græni hatturinn, akureyri
3. júlí – Kántrýbær, Skagaströnd
4. júlí – Bragginn, Hólmavík
5. júlí – Edinborgarhúsið, ísafirði
9. júlí – Félagsheimilið, Patreksfirði
16. júlí – duushús, reykjanesbæ
17. júlí – Borg í grímsnesi
18. júlí – úthlíð í Biskupstungum