Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Síða 2
2 þriðjudagur 14. júlí 2009 fréttir
Klósettpappírsrúllum var kastað að
heimili Björgólfs Guðmundssonar,
fyrrverandi aðaleiganda Landsbank-
ans, aðfaranótt sunnudags. Greini-
legt var að nokkrum klósettpappírs-
rúllum hafði verið kostað til verksins,
enda mátti að sögn vitna sjá mikið
af klósettpappír á trjám í garðinum,
á þaki hússins og víðar. Þetta er enn
eitt skiptið sem útrásarvíkingar verða
fyrir áreiti í sumar. Á sama tíma um
helgina var rauðri málningu skvett á
heimili Milestone-mannsins Stein-
gríms Wernerssonar í Árlandi í Foss-
vogi. Steingrímur og Björgólfur eru
mjög umdeildir um þessar mundir,
Björgólfur vegna Icesave-ævintýris
Landsbankans sem hart er deilt um
og Steingrímur vegna gruns um stór-
fellda mistnoktun Milestone-manna
á bótasjóði Sjóvár til útrásarverk-
efna.
Áður hefur verið lagt til atlögu við
heimili Hannesar Smárasonar, Björ-
gólfs Guðmundssonar, Birnu Einars-
dóttur og Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar.
„Þetta er rétt að byrja“
Einn mótmælendanna sem hef-
ur unnið skemmdarverk á heim-
ilum auðmanna segir að um sé að
ræða hóp 20 manna sem að vísu sé
óskipulagður, en þekkist innbyrðis
og sé sömu skoðunar. „Þetta er rétt
að byrja, við ætlum að sýna elítunni
að hún er ekki ósnertanleg.“
Aðspurður hvort fólk hafi sam-
viskubit yfir því að ráðast að þess-
um eigum og hvort þessi hópur óttist
ekki að vera dæmdur segir mótmæl-
andinn: „Lögreglan hefur gefið út yf-
irlýsingu um að litið sé á þetta sem
eignaspjöll eða graffiti og við óttumst
það ekki.“
Rauða málningin
Fyrstu skemmdarverkin á húsum
auðmanna, sem vitað er um, voru í
byrjun apríl þegar rauðri málningu
OFSÓTTIR AUÐMENN
Útrásarvíkingar sem áður voru dáðustu synir þjóðarinnar eru nú
skotspónn skemmdarverkamanna. Klósettpappírsrúllum var kast-
að að heimili Björgólfs Guðmundssonar á sama tíma og rauðri
málningu var skvett á heimili Steingríms Wernerssonar um helg-
ina. Heimili Hannesar Smárasonar hefur í tvígang fengið sömu
meðferð og í eitt skipti hafa skemmdarverk verið unnin á heimili
Birnu Einarsdóttur. „Þetta er rétt að byrja,“ segir mótmælandi.
Ásgeir Friðgeirsson,
talsmaður Björgólfs-
feðga, segir að feðg-
arnir hafi ekki kært
skemmdarverkin á hús-
um þeirra til lögreglu.
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is