Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Page 10
Búðu til og seldu sultur, nýttu þér gengismun, leigðu bílinn
þinn ferðamönnum, fáðu borgað fyrir að smella á
auglýsingar á netinu eða aðstoðaðu námsmenn með prófkvíða. Þó á Íslandi
ríki dýpsta kreppa í 80 ár þýðir ekkert að leggjast í volæði. Með ríku
hugmyndaflugi og dassi af dugnaði geturðu þénað vel. DV
hefur tekið saman 30 ráð um hvernig hægt er að afla sér
tekna. Gætið þess þó í hvívetna að fara að lögum.
Hátíðarmatseðill
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
Steikt Lúðufiðrildi með
hvítlauksristuðum
humarhölum og humarsósu
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Hunangsgljáð andabringa
„Orange” með rusty kartöflum
og ristuðu grænmeti
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Koniaksbætt humarsúpa
Aðalréttur
200 gr. ristaðir humarhalar
með mangó-chilli cous cous,
salat og kartöflubátar
Dessert
Hátíðardessert
Forréttur
Súpa dagsins
Aðalréttur
Glóðuð Nautalundarpiparsteik,
ristaðir humarhalar, grænmeti
og rjómalöguð piparsósa
Dessert
Hátíðardessert
Laugaás 30 ára
25. júní
10 þriðjudagur 14. júlí 2009 neytendur
til að græða
Í kreppunni
1 Notaðu landsins gæði. Nýttu rabarbara, sem víða vex villtur, og tíndu síðan
krækiber og bláber þegar líð-
ur á haustið. Keyptu syk-
ur og búðu til sultur. Ef þú
leggur smá metnað í verk-
ið geturðu auðveldlega
selt sultuna, til dæmis vin-
um og kunningjum á Face-
book. Ef sultan er góð er það
fljótt að spyrjast út.
2 Þeir sem hafa þyngst óhóf-lega, lést umtalsvert eða hafa verið duglegir að kaupa sér föt um ævina eru líklegir til að eiga
hauga af lítið notuðum fatnaði sem safnar ryki. Leigðu þér bás
í Kolaportinu og haltu fatamarkað. Þannig geturðu komið dóti
sem þú notar ekki í verð.
3Svokallaðar strandveiðar hafa verið gefnar frjálsar. Þú getur nýtt góðærisbátinn, eða gamla og ónotaða bátinn hans frænda þíns, til að veiða fisk. Allt sem þú þarft eru
handfærarúllur, haffærisskírteini og leyfi frá sjávarútvegs-
ráðherra.
4Pantaðu þér ódýrasta flugfar sem þú finnur til útlanda. Taktu hálfa milljón króna út úr banka og skiptu því úti. Þú getur nefnilega hagnast á gengismun. Hagnaðurinn
gæti í það minnsta dugað fyrir flugfarinu og þannig færðu í
öllu falli ókeypis sumarfrí.
5Það er gamalt en sígilt ráð að safna dósum. Þú þarft ekki að helga líf þitt dósasöfnun. Með því að safna
aðeins tíu dósum á dag geturðu safnað
3.720 krónum á einum mánuði. Fyrir þann
pening er hægt að kaupa nokkrar máltíðir í
Bónus eða Krónunni.
6Ertu flinkur að prjóna eða sauma? Opnaðu heimasíðu, settu inn myndir og auglýstu hannyrðir til sölu. Net-verslun er ódýrt og þægilegt viðskiptaform. Það er meiri
eftirspurn eftir ullarvörum en þú heldur, sér í lagi þegar inn-
fluttar tískuflíkur hafa hækkað um helming í
verði á einu ári.
7Í kreppunni er mark-aður fyrir gamla bíla í blóma. Þeir
seljast sem aldrei fyrr.
Lagaðu gömlu drusluna og seldu. Það eru margir að leita sér
að kreppubílum í dag.
8Ef bíllinn reynist handónýtur ættirðu að taka hann af númerum og fara með hann á næstu söfnunarstöð Úr-vinnslusjóðs. Þar færðu 15.000 krónur fyrir hræið, auk
þess sem þú verður feginn að losna við hræið úr innkeyrsl-
unni.
9Í Hollywood tíðkast að selja svokölluð „Star maps“ en það eru kort af staðsetningu húsa ríka og fræga fólks-ins. Þetta hefur ekki verið reynt hér heima, svo vitað sé.
Eflaust myndu einhverjir vilja kaupa kort af húsum útrásar-
víkinga á Íslandi eða um allan heim. Slíkt gæti í það minnsta
verið minnisvarði um góðærið.
10Ef þú býrð svo vel að eiga einbýlishús eða góða íbúð með aukaherbergi ertu í góðum málum. Skólarnir byrja í ágúst en þeim fylgir fjöldinn allur af náms-
mönnum sem vantar stað til að búa á. Þú getur
grætt 20 til 40 þúsund krónur á
mánuði ef þú leigir herbergið.
Flestir framhalds- eða háskóla-
nemar eru í skóla vegna þess að
þeir eru fyrirmyndarfólk.
Baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: sérstakar þakkir: Valgeir Örn ragnarsson Blaðamaður.
baldur@dv.is