Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Page 16
Benedikt Gunnarsson
myndlistarmaður
Benedikt fæddist að Suðureyri við
Súgandafjörð og ólst þar upp til sjö
ára aldurs, á Akranesi til tólf ára ald-
urs og síðan í Reykjavík. Hann stund-
aði listnám á árunum 1945-55 við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands,
málaradeild Listaháskólans í Kaup-
mannahöfn og teikniskóla P. Rostrup
Bùyesens í Ríkislistasafninu í Kaup-
mannahöfn, auk þess sem hann var
við myndlistarnám við Academie
de la Grande Chaumiere í París og
Madrid. Hann stundaði sjálfstæð-
ar myndfræðilegar rannsóknir við
Louvre- listasafnið í París og Prado-
listasafnið í Madrid og lauk mynd-
listarkennaraprófi frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1964.
Benedikt var kennari við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands frá
1959-68 og kenndi við KÍ og síðan
KHÍ frá 1965-99, varð lektor við KHÍ
1977 og dósent 1998. Hann var skip-
aður prófdómari við MHÍ 1975-77.
Benedikt hefur haldið tuttugu og
fjórar einkasýningar, þar af eina í Par-
ís, og hefur tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum á Íslandi og víða um
heim.
Málverk eftir Benedikt eru í eigu
Listasafns Íslands, ASÍ, margra bæj-
arlistasafna og stofnana hérlend-
is, Stokkhólmsborgar, Ben Gurion
University og The Negev í Ísrael auk
fjölmargra einkasafna, hérlendis og
erlendis. Hann hefur gert stórar vegg-
myndir í nokkrar opinberar bygging-
ar hérlendis sem og steinda glugga í
nokkrar íslenskar kirkjur. Í Háteigs-
kirkju í Reykjavík er fjörutíu fermetra
mósaíkmynd eftir Benedikt en 1986
vann hann samkeppni um altaris-
mynd í kirkjuna.
Benedikt sat í stjórn FÍM 1958-60,
í stjórn Norræna listabandalagsins
1958-61 og í sýningarnefnd FÍM 1965-
72. Hann hefur þegið listamannalaun
ríkisins frá 1955, dvaldi í norræna
listamannabústaðnum í Róm á veg-
um Norræna listbandalagsins, var
staðarlistamaður í Skálholti 2002 og
heiðurslistamaður Kópavogs 2002.
Fjölskylda
Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi
Óskarsdóttur, f. 8.6. 1933, hjúkrunar-
fræðingi. Hún er dóttir Óskars Jóns-
sonar, skrifstofumanns og alþm., og
k.h., Katrínar Ingibergsdóttur hús-
móður sem bæði eru látin.
Börn Benedikts og Ásdísar eru Val-
gerður Benediktsdóttir, f. 29.1. 1965,
bókmenntafræðingur hjá Forlaginu,
búsett í Kópavogi en maður hennar
er Grímur Björnsson jarðeðlisfræð-
ingur og eiga þau tvö börn, Gunnar, f.
12.11. 1993, og Sóleyju, f. 18.3. 1996;
Gunnar Óskar Benediktsson, f. 18.5.
1968, d. 27.9. 1984.
Alsystkini Benedikts: Halldór, f.
1921, nú látinn, húsvörður í Reykja-
vík; Jóhanna, f. 1922, húsmóðir í
Kópavogi; Elí, f. 1923, nú látinn, mál-
arameistari og listmálari í Reykja-
vík; Steinþór Marinó, f. 1925, mál-
arameistari og listmálari í Reykjavík;
Veturliði, f. 1926, nú látinn, listmálari
í Reykjavík; Guðbjartur, f. 1928, fyrrv.
kennari og myndhönnuður; Gunnar
Kristinn, f. 1933, fyrrv. bankastarfs-
maður, fyrrv. forseti Skáksambands
Íslands, fyrrv. Íslands- og Reykjavík-
urmeistari í skák og landsliðsmaður
í knattspyrnu.
Hálfsystkini Benedikts: Anna Vet-
urliðadóttir, f. 1911, nú látin, hús-
móðir á Ísafirði og í Reykjavík; Helga
Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915: Jón
Veturliðason, f. 1914, nú látinn, mat-
reiðslumeistari í Reykjavík; Helga Jó-
hannesdóttir, f. 1915, nú látin, hús-
móðir í Reykjavík.
Foreldrar Benedikts voru Gunnar
Halldórsson, f. 1898, d. 1964, verka-
maður, og k.h., Sigrún Benediktsdótt-
ir, f. 1891, d. 1982, húsmóðir.
Ætt
Hálfbróðir Gunnars, samfeðra, var
Páll, skólastjóri Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík, faðir Níelsar Dungal
læknaprófessors. Gunnar var sonur
Halldórs, útvegsb. að Seljalandi í Sku-
tulsfirði Halldórssonar, b. að Meira-
Hrauni í Skálavík Guðmundssonar,
húsmanns að Seljalandi Jónssonar.
Móðir Gunnars var Guðrún Jónas-
dóttir.
Sigrún var dóttir Benedikts Gabrí-
els, sjómanns í Bolungarvík Jóns-
sonar, Jónssonar, húsmanns að Ósi
Sumarliðasonar. Systir Jóns yngra
var Margrét, langamma Þorvarðar,
framkvæmdastjóra Krabbameinsfé-
lags Íslands, og Valdimars mennta-
skólakennara Örnólfssona. Móðir
Benedikts var Sigríður Friðriksdótt-
ir, b. á Látrum Halldórssonar, Eiríks-
sonar, Pálssonar. Móðir Sigrúnar var
Valgerður Þórarinsdóttir, b. á Látrum
í Mjóafirði Þórarinssonar, b. þar Sig-
urðssonar, b. þar Narfasonar.
Þorleifur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Breiðholtinu. Hann
var í Breiðholtsskóla, stundaði
nám við MS og Tækniháskólann
(nú HR) og stundar nú nám í raf-
magnstæknifræði við HR.
Þorleifur var tæknimaður hjá
Broadway, Hótel Íslandi, á árun-
um 1997-2002, að hluta til í helg-
ar- og kvöldvinnu en hefur ver-
ið tæknimaður hjá Exton í fullu
starfi frá árinu 2000.
Fjölskylda
Eiginkona Þorleifs er Helga Enea
Símonardóttir, f. 5.5. 1981, leik-
skólakennari.
Albróðir Þorleifs er Snorri
Gíslason, f. 20.6.
1980, suðumað-
ur hjá Orkuveit-
unni.
Hálfsystir
Þorleifs, sam-
mæðra, er
Kristín Berglind
Aðalsteinsdótt-
ir, f. 22.12. 1972, skrifstofumaður
í Reykjavík.
Foreldrar Þorleifs eru Gísli
Kristinn Hauksson, f. 16.3. 1951,
bifreiðastjóri í Reykjavík, og
Hrafnhildur Snorradóttir, f. 27.1.
1949, verslunarmaður í Reykja-
vík.
Þorleifur Gíslason
tæknimaður hjá Exton
Helga Þuríður Magnúsdóttir, sem
starfar á teiknistofunni Eik á Ísa-
firði, er þrítug í dag. Hún ætlar að
fresta afmælinu í nokkra daga enda
upp fyrir haus í dag vegna þriggja
vikna námskeiðs um stefnumótun í
ferðaþjónustu sem haldið er á veg-
um Háskólaseturs Vestfjarða. En
á föstudaginn gerir hún sér daga-
mun:
„Ég hef engan tíma á sjálfan af-
mælisdaginn, enda búin að hlakka
til að komast á þetta námskeið, en
á föstudaginn kemur verð ég með
smá afmælishóf fyrir vini og vanda-
menn í Faktorshúsinu í Hæsta
kaupstað.“
Faktorshúsið er nú enginn slor-
staður!
„Nei, ég held að þetta sé með
skemmtilegri veislusölum sem
hægt er að hugsa sér, sögulegt hús
á fínum stað í bænum, byggt 1788
og gert upp nú fyrir nokkrum árum.
Þar er líka fín gistiaðstaða í lítilli
íbúð. Ég er svo heppin að foreldra
mínir starfrækja húsið sem mætti
gjarnan nýta betur til samkomu-
halds hér í bænum. En það stendur
nú vonandi allt til bóta því nú eru að
hefjast endurbætur á öðru gömlu
húsi í Hæsta kaupstað. Ég hef alltaf
haft áhuga á gömlum, sögufrægum
húsum og ég held einmitt að það
sé mjög mikilvægt að halda vel við
gömlum húsum og finna þeim nýtt
hlutverk í bæjarlífinu. Saga og sér-
kenni eru t.d. afar mikilvægir þætt-
ir í allri ferðaþjónustu.“
30 ára í dag 30 ára í dag
Ísfirsk afmælismær:
mEð afmælispartí í faktorshúsinu
30 ára
n Petra Martinkovicová Garðsstöðum 52, Reykjavík
n Jóhanna Ósk Friðriksdóttir Háeyrarvöllum 44,
Eyrarbakka
n Ómar Rafn Skúlason Klapparhlíð 18, Mosfellsbæ
n Jón Vignir Steingrímsson Drekavöllum 24b,
Hafnarfirði
n Jón Reynir Sigtryggsson Birkimel 11, Varmahlíð
n Helgi Rúnar Friðbjörnsson Gígjuvöllum 5,
Reykjanesbæ
40 ára
n Hanna Charito Kristjánsson Garðbraut 72, Garði
n Sigurbjörg Hlöðversdóttir Valsheiði 5, Hveragerði
n Steinvör Símonardóttir Hestgerði, Höfn í
Hornafirði
n Bergur Gunnarsson Narfastöðum, Sauðárkróki
n Brynja Sif Skúladóttir Hæðarbyggð 19, Garðabæ
n Jósef H Gunnlaugsson Hlíðarvegi 21, Kópavogi
n Þorbjörg Sandholt Langholtsvegi 62, Reykjavík
n Anna Margrét Hermannsdóttir Drápuhlíð 33,
Reykjavík
n Þórður Örn Erlingsson Svöluási 18, Hafnarfirði
n Guðrún Hilmarsdóttir Fagrahjalla 44, Kópavogi
n Sveinn Stefánsson Laufrima 27, Reykjavík
n Filippía Ingibjörg Elísdóttir Laufásvegi 19,
Reykjavík
n Dagmar Bragadóttir Byggðarholti 12, Mosfellsbæ
n Gunnar Rúnar Ólafsson Urðarbrunni 126,
Reykjavík
50 ára
n Hendrikje Nijeboer Brautarholti 12, Ísafirði
n Somnuk Sigrún Khaipho Engjadal 2, Reykjanesbæ
n Andrzej Aleksander Nosek Strandgötu 19,
Hafnarfirði
n Eugeniusz Maciej Pastwa Kleppsvegi 56, Reykjavík
n Gunnar Guðlaugsson lesugróf 6, Reykjavík
n Guðmundur Ólafsson Jörfabakka 2, Reykjavík
n Guðbjörg Edda Karlsdóttir Torfufelli 35, Reykjavík
n Gunnar Björn Gunnarsson Smáraflöt 51, Garðabæ
n Elísabet Gísladóttir Vættaborgum 75, Reykjavík
n Hildur Salvör Backman Blikahöfða 10, Mosfellsbæ
n Kristinn Jónsson Engjaseli 80, Reykjavík
n Elín Bjarnadóttir Snægili 13, Akureyri
n Magnús Traustason Brálundi 2, Akureyri
n Páll Ingólfsson Vallholti 26, Ólafsvík
n Haraldur Sigurðsson Leirubakka 8, Reykjavík
n Kristín Gunnarsdóttir Nestúni 19, Hellu
n Þórunn Helga Guðmundardóttir Grettisgötu 46,
Reykjavík
n Bryndís Alda Jónsdóttir Presthólum, Kópaskeri
n Ragnar Grönvold Hófgerði 12, Kópavogi
n Bryndís R Tómasson Njálsgötu 3, Reykjavík
60 ára
n Rúnar Sigurðsson Hraunbæ 170, Reykjavík
n Margrét Bjarnadóttir Stekkholti 21, Selfossi
n Katrín Pálsdóttir Víkurströnd 5, Seltjarnarnesi
n Gerður S Sigurðardóttir Fagrahvammi 7,
Hafnarfirði
n Helga Kristjánsdóttir Hæðarbyggð 4, Garðabæ
n Hrönn Óskarsdóttir Miðgarði 6, Reykjanesbæ
n Sigurður P Rögnvaldsson Austurgötu 16, Hofsós
n Erlendur Guðmundsson Arnarhóli, Hvolsvelli
n Kristín Pálsdóttir Hlíðarhjalla 33, Kópavogi
n Mikael Chu Melgerði 18, Kópavogi
70 ára
n Edda Guðrún Gunnarsdóttir Hagamel 53,
Reykjavík
n Birgir Guðnason Hringbraut 46, Reykjanesbæ
n Kristín Arnalds Miklubraut 52, Reykjavík
n Rúnar Guðmannsson Grænuhlíð 17, Reykjavík
n Karl Kristjánsson Miðtúni 40, Reykjavík
75 ára
n Guðrún Jóna Kristjánsdóttir Arnarheiði 7b,
Hveragerði
n Guðmundur Guðmundsson Furugrund 20,
Kópavogi
n Þorsteinn Theódórsson Skeljatanga 24,
Mosfellsbæ
80 ára
n Guðjónína Jóhannesdóttir Nönnugötu 1,
Reykjavík
n Ásta Hróbjartsdóttir Engjavegi 63, Selfossi
n Margrét Jörundsdóttir Hólastekk 5, Reykjavík
n Ólafur Þorsteinsson Kristnibraut 59, Reykjavík
n Karl Þorbergsson Bjarmalandi 14, Sandgerði
85 ára
n Súsanna Kristjánsdóttir Stigahlíð 37, Reykjavík
n Ingveldur Sigurðardóttir Nesbala 7, Seltjarnarnesi
n Jón Gunnar Sigurðsson Kleppsvegi Hrafnistu,
Reykjavík
90 ára
n Jónína Ingunn Blandon Kópavogsbraut 76,
Kópavogi
Til
hamingju
með
afmælið!
80 ára í dag
16 þriðjudagur 14. júlí 2009 ættfræði
Kolbrún fæddist í Neskaupstað en
ólst upp á Laugarbakka. Hún var í
Laugabakkaskóla og lauk prófi sem
tanntæknir frá Heilbrigðisskólan-
um í Ármúla 2007.
Kolbrún vann við málningar-
störf hjá föður sínum á unglings-
árunum. Hún hefur starfað sem
tanntæknir á Tannlæknastofunni,
Flatahrauni 5A í Hafnarfirði frá
2007.
Kolbrún hefur sungið með syst-
ur sinni og föður í Hljómsveit Mar-
inós í nokkur ár.
Fjölskylda
Eiginmaður Kolbrúnar er Davíð
Friðjónsson, f. 22.3. 1978, slökkvi-
liðsmaður.
Börn Kol-
brúnar og Davíðs
eru Aldís Ósk, f.
6.2. 2000; Jóhann
Kári, f. 3.10. 2003;
Arney Sjöfn, f.
8.8. 2008.
Systkini Kol-
brúnar eru Sonja Karen, f. 1.8. 1978,
kennari í Reykjavík; Rúnar Örn, f.
14.9. 1989, nemi í Reykjavík.
Foreldrar Kolbrúnar eru Marinó
Björnsson, f. 28.5. 1951, kennari,
málari og tónlistarmaður í Reykja-
vík, og Jóhanna Oddný Sveinsdótt-
ir, f. 17.11. 1954, kennari í Reykja-
vík.
Kolbrún Sif Marinósdóttir
tanntæknir í hafnarfirði
Helga Þuríður Magnúsdóttir
Heldur upp á afmælið á sögu-
frægum slóðum.