Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Blaðsíða 4
4 þriðjudagur 14. júlí 2009 fréttir Strætóbílstjórinn Jón Guðvarðarson varð fyrir árás á fimmtudaginn. Tveir farþeg- ar voru með skæting og réðust síðan á bílstjórann. Ofbeldismennirnir kýldu hann fjórum sinnum í andlitið. Hann segist ekki vera smeykur og var mættur í vinnuna daginn eftir atvikið. Forstjóri fyrirtækisins segir málið litið alvarlegum augum. FÓLSKULEG ÁRÁS Á STRÆTÓBÍLSTJÓRA „Sem betur fór náði ég að setja höndina fyrir andlitið.“ „Maður verður auðvitað reiður og fær sjokk. Þetta er ekki það sem maður vill fá,“ segir Jón Guðvarð- arson, strætóbílstjóri í Reykjavík. Á fimmtudaginn varð hann fyrir árás er hann keyrði strætó upp í Efra-Breiðholt á ósköp venjuleg- um degi. Þegar hann var að leggja af stað frá Mjóddinni komu tveir menn í annarlegu ástandi upp í vagninn til hans og létu ófriðlega. Ætluðu að borga með barnamiðum Jón segir að þeir hafi strax ver- ið með stæla. „Þeir spurðu mig hvort ég væri að fara upp í Efra- Breiðholt og ég játti því. Þeir borg- uðu þá með barnamiðum. Þetta voru menn á milli tvítugs og þrí- tugs. Ég spurði hvort þeir ætluðu að borga með barnamiðum. Þá byrjuðu lætin. Þeir borguðu með sex barnamiðum og ég ætlaði að láta það nægja og benti þeim á að fara aftur í en þeir héldu áfram að tuða í mér. Ég sagði þá við þá að þeir þyrftu að borga með 8 barna- miðum ef þeir vildu koma með. Þá urðu þeir alveg vitlausir og ég ætlaði að vísa þeim út úr bílnum. Að lokum bætti annar þeirra við tveimur miðum og spurði hvort ég væri ánægður. Með það fóru þeir aftur í.“ Jón ók þá af stað, áleiðis upp í Breiðholt með þó nokkra farþega í vagninum. Kýldu hann fjórum sinnum Þegar vagninn var kominn að Vesturhólum komu farþegarnir með barnamiðana fram í til bíl- stjórans og þeim var mikið niðri fyrir. „Þá sögðu þeir að ég hefði verið að rífa kjaft við þá. Ég sagði þá að þeir hefðu sjálfir verið með kjaft.“ Jón hélt áfram akstrinum og stoppaði við Vesturberg. „Ég hélt að þeir ætluðu að fara út þar. Þá heyrði ég annan þeirra segja: „Láttu hann eiga sig.“ Því næst vissi ég ekki fyrr en ég fékk hnef- ann í andlitið. Það fauk í mig og annar strákurinn sló mig svona fjórum sinnum. Sem betur fór náði ég að setja höndina fyr- ir andlitið og lagðist fram á stýr- ið til að verjast árásinni,“ segir Jón. Mennirnir fóru út úr vagnin- um eftir barsmíðarnar. Lögregl- an kom fljótlega á staðinn og tók skýrslu. Aðrir farþegar í vagnin- um lýstu atburðarásinni fyrir lög- reglunni. Málið litið alvarlegum augum Jón segist hvergi nærri af baki dottinn þrátt fyrir þessa nötur- legu lífsreynslu. Hann var mætt- ur í vinnuna strax daginn eftir. „Ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Sem betur fer slasað- ist ég ekkert alvarlega. Ég er bú- inn að tala svo mikið um þetta og hef enn ekki orðið óörugg- ur eða hræddur,“ segir Jón. Að- spurður um hvernig vinnufélagar hans hafi brugðist við eftir árás- ina segir Jón þá hafa orðið mjög hissa. Hann segist ekki vita hvað mönnum gangi til að gera svona en hann grunar að þeir hafi verið í vímu einhvers konar fíkniefna. Gísli Jens Friðjónsson, for- stjóri Hagvagna sem reka strætó, segir að fyrirtækið líti svona brot mjög alvarlegum augum. „Þetta er sem betur fer ekki algengt en auðvitað getur þetta komið fyrir. Það er tekið á hverju tilviki fyrir sig og það er skoðað rækilega inn- andyra. En að sjálfsögðu lítum við þetta mjög alvarlegum augum.“ Að sögn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu er ekki vitað hverjir árásarmennirnir eru. Boði loGason blaðamaður skrifar bodi@dv.is Jón Guðvarðarson Mætti ósmeykur til vinnu daginn eftir að tveir farþegar kýldu hann fjórum sinnum í andlitið. Atvinnuleysi minnkar enn Skráð atvinnuleysi í júní var 8,1 prósent, eða að meðaltali 14.091 manns, og minnkar atvinnuleysi um 3,5 prósent að meðaltali frá maí, eða um 504 manns. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 1,1 prósent. Hjöðnun atvinnuleysis yfir sumarmánuðina skýrist að stærstum hluta af árstíðasveiflu. Búast má við að atvinnuleysi aukist á nýjan leik með haust- inu því þá dregst eftirspurn eftir vinnuafli saman á nýjan leik auk þess sem þá koma til fram- kvæmda hópuppsagnir sem til- kynnt hefur verið um nú í vor. Kvartað undan Valitor Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlits- ins vegna meintra margvíslegra og ítrekaðra brota Valitors á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðast- liðnu ári. Kvörtunin snýr að mis- notkun á markaðsráðandi stöðu, ómálefnalegri beitingu hópað- ildarfyrirkomulags ásamt fleiri þáttum. Slösuðust í bílveltum Tvær jeppabifreiðar ultu með skömmu millibili á Mývatns- öræfum í fyrradag. Tilkynnt var um fyrra slysið um fimmleytið og var fólkið flutt á sjúkrahúsið á Akureyri með meiðsli sem þó eru ekki lífshættuleg. Um það bil fimmtán mínútum síðar var til- kynnt um aðra bílveltu skammt frá fyrri slysstaðnum en kona sem var í bílnum reyndist lítið slösuð. Líklegasta leiðin til þess að samn- ingurinn um ríkisábyrgð á Icesave- samningnum verði samþykktur á Al- þingi er að stjórnarliðar og jafnvel andstæðingar samningsins komi sér saman um fyrirvara sem hnykkir með einhverjum hætti á endurskoðunar- ákvæði hans. Margir stjórnarliðar hallast æ meir að því að þetta geti verið fýsilegt og að fyrirvara megi gera við samning- inn á grundvelli þess að nýjar upp- lýsingar um skuldsetningu og skulda- þol þjóðarinnar hafi komið fram eftir að samningurinn var gerður. Þá hefur einnig verið farið yfir athugasemdir Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmanns sem í Morgunblaðsgrein hefur rök- stutt að útreikningar á heildarkröf- um Hollendinga og Breta og þar með ábyrgðir Íslendinga vegna Icesave séu rangt reiknaðar. Fæstir telja nú orðið að unnt sé að hafna Icesave-samningnum án ein- hverrar útleiðar. Á sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefnd- ar í gær voru lagðir fram útreikningar Seðlabankans á skuldastöðu þjóðar- innar að gefnum mismunandi for- sendum. Lilja Mósesdóttir, VG, sem varað hefur við miklum erlendum heildarskuldum þjóðarinnar sagði í samtali við DV í gær að í raun væri staðan metin á sama hátt og gert hef- ur verið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um. Hún segist jafn sannfærð og fyrr um að skuldastaðan sé við efri þol- mörk, eða um 240 prósent af vergri landsframleiðslu. „Maður spyr sig hvort samningsharkan geti átt ræt- ur í því að menn vita af voldugum lífeyrissjóðum hér á landi og sjái þá sem baktryggingu. Það er grunsam- legt að skuldahlutfall sem AGS taldi ekki sjálbært í nóvember sé talið í lagi nú.“ johannh@dv.is Ekki hægt að hafna Icesave Á Alþingi er nú til athugunar að gera fyrirvara við samninginn: lilja Mósesdóttir VG Skuldastaða Argentínu var aðeins um 140 prósent af vergri landsframleiðslu þegar þjóðin varð gjaldþrota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.