Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Blaðsíða 6
6 þriðjudagur 14. júlí 2009 fréttir
23 ára karlmaður dæmdur fyrir kynferðisbrot:
Lét 14 ára stúlku fróa sér
Tuttugu og þrigga ára karlmaður var
dæmdur í eins árs skilorðsbundið
fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands
eystra í gær fyrir kynferðisbrot gegn
fjórtán ára stúlku. Brotin áttu sér stað
fyrr á þessu ári eftir að hann kynntist
stúlkunni á samskiptaforriti á inter-
netinu. Í kjölfarið hittust þau og fóru
í bíltúr sem endaði á afviknum stað
og hófust þar gagnkvæm atlot milli
mannsins og stúlkunnar. Hann káf-
aði á rassi stúlkunnar og innanklæða
á brjóstum hennar. Að lokum fróaði
stúlkan manninum. Maðurinn ját-
aði brot sín skýlaust fyrir dómi og var
framburður hans í samræmi við fram-
burð hans hjá lögreglu. Þegar brot-
in áttu sér stað var stúlkan 14 ára og
þriggja mánaða og hann tuttugu og
þriggja ára. Í dómnum segir að báð-
um aðilum hafi verið ljóst um aldur
hvor annars.
Þá segir í dómnum að maður-
inn hafi gerst sekur um kynferðisbrot
gagnvart unglingsstúlku, sem var rétt
liðlega 14 ára þegar atvikin gerðust.
Með háttseminni hafi maðurinn brot-
ið gegn lagaákvæði um kynferðisleg-
an lágmarksaldur sem er miðaður við
15 ár. Refsilágmark vegna brota gegn
þessari málsgrein mun vera eins árs
fangelsi. Brot mannsins eru talin al-
varleg og beindust gegn mikilvægum
hagsmunum, eins og segir í dómnum.
„Það breytir og engu þótt stúlkan hafi
verið fús til að hafa við hann kynferð-
islegt samneyti,“ segir í dómnum.
bodi@dv.is
Eitt ár skilorðs-
bundið Maðurinn var
dæmdur til að greiða
stúlkunni 200 þúsund
krónur í miskabætur.
Mynd tengist fréttinni
ekki beint.
Svindlað með
litaða olíu
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að áætlað er að ríkissjóð-
ur verði af 200 til 250 milljón-
um króna árlega vegna litaðr-
ar olíu. Olían er aðeins ætluð á
vinnutæki en þrátt fyrir það er
aðgangur að henni óheftur og er
hún seld í sjálfsafgreiðslu. Þessu
vill embætti ríkisskattstjóra
breyta og hefur sent tillögur þess
efnis til fjármálaráðuneytisins.
Samkvæmt tillögum ríkisskatt-
stjóra verður aðeins heimilt að
afgreiða litaða olíu á sjálfsaf-
greiðslustöðvum þegar greitt
er með sérstöku viðskiptakorti.
Þeir sem hafi slíkt kort undir
höndum séu þeir einu sem hafi
heimild til að nota olíuna.
Leitað að
mönnum á
Þingvallavatni
Þyrla Landhelgisgæslunn-
ar og björgunarsveitir voru
kallaðar út á laugardag vegna
tveggja manna sem höfðu
í hádeginu farið á bát út á
Þingvallavatn frá landi Mið-
fells. Mennirnir ætluðu að
vera stutta stund en rétt fyrir
klukkan sex hafði ekkert til
þeirra spurst. Stuttu eftir að
hjálparbeiðnin barst komu
mennirnir fram og amaði
ekkert að þeim. Þeim hafði
láðst að láta vita af sér.
Barn féll af
svefnlofti
Barn á öðru ári féll af svefn-
lofti niður á gólf í sumarbústað
í landi Úthlíðar í gærmorgun.
Barnið var flutt með sjúkrabíl á
slysadeild Landspítala til skoð-
unar en það fékk höfuðhögg.
Meiðsli barnsins eru þó ekki tal-
in alvarleg.
www.nora.is Dalvegi 16a Kóp.
opið: má-fö. 11-18,
laugard. 11-16
Opið: má-fö. 12-18, lau.12-16
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
Fyrir bústaðinn og heimilið
„Ég held að við berum öll ábyrgð á
því. Það er ekki hægt að undanskilja
neinn í því efni,“ sagði Davíð Odds-
son, fyrrverandi seðlabankastjóri,
aðspurður um hvort honum fyndist
hann bera einhverja ábyrgð á efna-
hagshruninu. Davíð var gestur í þætt-
inum Málefnið á Skjá einum í gær-
kvöldi hjá þeim Sölva Tryggvasyni og
Þorbirni Þórðarsyni. „Þetta er dap-
urlegt,“ sagði Davíð um lánið sem
Björgólfsfeðgar fengu hjá Búnaðar-
bankanum til að geta keypt Lands-
bankann. Hann hafi hins vegar ekki
vitað af því.
Útilokar ekki pólitík
„Það kemur allt til greina. Ég er kátur
og hress,“ sagði Davíð um það hvort
hann ætlaði að snúa aftur í póli-
tík. Hann svaraði því hins vegar ekki
hvort það yrði fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Davíð segist hafa tapað þremur
eða fjórum milljónum króna vegna
bankahrunsins. Það hafi verið pen-
ingar í frjálsum lífeyrissparnaði.
Landsbankinn var viðskiptabanki
Davíðs. „Ég átti engin hlutabréf,“
sagði hann. Allir hafi tapað 25 til 30
prósentum af lífeyrissparnaði. „Ég tel
reyndar að þeir hafi brotið reglur þar.
Ég þarf að kanna það,“ sagði Davíð að
lokum.
Engin ríkisábyrgð
á Landsbankanum
„Hafi hann verið seldur fyrir slikk
þá hefði hann verið seldur fyrir ekki
neitt ef honum hefði fylgt ríkisábyrgð,“
sagði Davíð þegar hann ítrekaði að Ís-
lendingar bæru ekki ábyrgð á Icesave.
Davíð sagði að reynt hefði verið að
selja Landsbankann nokkrum sinnum
án árangurs þegar hann var spurður
hvort Landsbankinn hefði ekki verið
seldur fyrir of lága upphæð. Þá sagði
hann að fara ætti með Icesave-málið
fyrir íslenska dómstóla.
Davíð gat valdið bankaáhlaupi
Davíð viðurkennir að hafa sagt við
stjórnendur Landsbankans í upp-
hafi árs að þeir gætu sett Björgólf
Guðmundsson á hausinn og væru
líklega komnir langleiðina með það.
Hins vegar gætu þeir ekki sett ís-
lensku þjóðina á hausinn. „Þeir tóku
því ekkert voðalega vel,“ sagði Davíð
og bætti við að þeir hefðu sagt að ef
viðhorf þeirra yrðu gerð opinber yrði
líklega bankaáhlaup á Icesave-reikn-
ingana. Davíð sagði að þeir Sigurjón
Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson
hefðu túlkað það þannig að það væri
ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum.
„Dettur ykkur í hug að þið getið farið
til Bretlands? Byrjað að safna einum
milljarði breskra punda án þess að
nokkur af íslenskum almenningi viti
um það. Svo tvo milljarða punda og
upp undir fimm milljarða punda. Á
því sé síðan ríkisábyrgð sem Alþingi
Íslendinga þurfi aldrei að samþykkja,“
segir Davíð. Hann segist hafa átt fund
með stjórnendum Landsbankans aft-
ur í júní 2008 og þá hafi þeir tilkynnt
honum að ekkert gengi í því að koma
Icesave-reikningunum undir breskt
dótturfélag.
annas sigmunDsson
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Davíð oddsson sagðist bera ábyrgð á bankahrun-
inu líkt og aðrir í þættinum Málefnið í gærkvöldi.
Hann útilokaði ekki að snúa aftur í pólitík.
Hann segist hafa tapað þremur til fjórum
milljónum króna á bankahruninu vegna
skerðingar á lífeyrissparnaði. Davíð segist
hafa sagt stjórnendum Landsbankans í
febrúar 2008 að það væri ekki íslensk rík-
isábyrgð á Icesave-reikningum í Bretlandi.
Davíð tapaði
milljón m
Útilokar ekki pólitík „Það kemur
allt til greina. Ég er kátur og hress,“
sagði Davíð um það hvort hann
ætlaði að snúa aftur í pólitík.
mYnD siguRÐuR gunnaRsson