Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Blaðsíða 17
„Verðum góðir – ekki ósigrandi“ Þrátt fyrir að Real Madrid hafi eytt gífur- legum fjárhæðum í leikmenn í sumar gerir það eitt liðið ekki frábært, segir brasilíski snill- ingurinn Kaká sem Real keypti frá AC Milan á 56 milljónir punda. Auk hans hefur Real keypt varnarmanninn Raul Albiol, vængmanninn Cristiano Ronaldo og framherjann Karim Benz- ema. Samtals á 179 milljónir punda, eða 37,6 milljarða íslenskra króna. „Brasilíska landsliðið sem ég var í á HM 2006 var mjög hæfileikaríkt en við vorum slegnir úr keppni í átta liða úrslitum því liðið vantaði svo mikið til þess að sigra. Real er núna með Ronaldo og mig og það er fínt því við erum góðir leikmenn. En nú þurfum við að búa til lið og vinna fyrir því. Real verður ekki ósigrandi bara með því að kaupa okkur,“ segir Kaká. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hef- ur afhent framherjanum Michael Owen sem hann fékk frítt frá New- castle hina goðsagnakenndu treyju númer sjö hjá félaginu. Margar af goðsagnakenndum leikmönnum félagsins hafa borið þetta keppn- isnúmer, samanber George Best, Bryan Robson, David Beckham og nú síðast Cristiano Ronaldo. Um leið og hann tilkynnti þetta sagði sá gamli að hann væri bú- inn að loka veskinu og fleiri leik- menn yrðu ekki keyptir til félags- ins í sumar. Hann hefur fengið til sín tvo leikmenn fyrir utan Owen, vængmennina Antonio Valenc- ia frá Wigan og Gabriel Obertan frá Bordeaux. „Við erum hættir að kaupa þannig að þið getið gleymt öllum þessum sögum um leik- menn sem eru orðaðir við okkur,“ segir Ferguson en nú síðast átti fé- lagið að hafa boðið í Zlatan Ibra- himovic. Ferguson segist ekki ætla að láta tæla sig í að bjóða einhverj- ar brjálaðar fjárhæðir í leikmenn. „Það eru ótrúlegar tölur í gangi, sumar af þeim ekki einu sinni í takt við raunveruleikann. Það er erfitt að fá eitthvað almennilegt fyrir peninginn í dag. Við buðum í Benzema en Lyon vildi of mikið og fékk það sem það vildi hjá Real Madrid. Vel gert hjá þeim,“ segir Sir Alex Ferguson. tomas@dv.is Michael Owen fær sjöuna hjá Manchester United: Ferguson lokar buddunni Þriðja sætið ekki nóg Felipe Massa sem ekur fyrir Ferrari í Formúlu 1 var ánægður með þriðja sætið sem hann náði á Nurburgring- brautinni í Þýskalandi um helgina. Var hann þar á eftir Red Bull- félögunum Mark Webber og Sebastian Vettel en sá fyrrnefndi vann sína fyrstu keppni frá því hann hóf leik í Formúlunni. Massa segir þó þriðja sætið ekki nóg enda fá stig á töflunni hjá honum, Raikkonen félaga hans og liðinu þar af leiðandi. „Bíllinn var góður og hraðinn þokkalegur. Þegar ég var á mjúku dekkjunum í byrjun var ég ekki jafnfljótur og Vettel, Barrichello og Webber, en það var mikið bensín í bílnum. Annar hluti keppninnar var fínn. Þar var ég að elta Vettel alla leið í mark og átti möguleika á að ná honum. Þriðja sætið knýr mig áfram og gefur mér aukinn kraft fyrir seinni hluta mótsins en þetta er of lítið á þessum tímapunkti,“ segir Felipe Massa. real horfir til Moutinhos Real Madrid virðist ekki vera hætt á leikmannamarkaðinum en Sílemanninum við stjórnvölinn, Manuel Pellegrini, finnst enn vanta sterkari miðju. Horfir hann nú til portúgalska landsliðsmannsins Joao Moutinho sem leikur með Sporting frá Lissabon. Moutinho var ein af stjörnum Portúgal á síðasta Evrópumóti landsliða og einn af fáum sem eitthvað gat í því liði sem komst ekki upp úr riðli. Moutinho má yfirgefa félagið bjóði eitthvert lið í hann 22,5 milljónir evra en það er nú bara klink miðað við þær vel ríflega 200 milljónir evra sem Real hefur eytt nú þegar. Moutinho hefur þrátlátlega verið sagður vera á leið frá Sporting síðustu tvö árin, síðast í janúar virtist hann vera kominn hálfa leiða til Bolton en alltaf virðist eitthvað koma í veg fyrir að kaup á honum klárist endanlega. UMSJóN: tóMAS ÞóR ÞóRðARSoN, tomas@dv.is sport 14. júlí 2009 þriðjudagur 17 Verða að Vinna titil Robin van Persie, framherji Arsenal sem skrifaði um daginn undir langtímasamning sem gerir hann að launahæsta leikmanni liðsins, segir liðið verða að fara að lyfta bikar til þess að koma ungliðasveit Arsenes Wenger á bragðið. Það var líka eins gott að Persie skrifaði undir samning því nú virðist sem félagi hans í framlínunni, Emmanuel Adebayor, sé á leiðinni til Man. City. „Við verðum að fara að lyfta bikar,“ segir Persie við Arsenal-sjónvarpið. „Allir í liðinu vita að við verðum að gera þetta saman, sem lið, ég get ekki gert þetta einn. Það getur enginn. Ég bíð eftir því að geta deilt sigurstund með stuðnings- mönnunum og öllum í Arsenal- fjölskyldunni,“ segir Persie. Ferguson Hættur að kaupa í sumar. Michael Owen Fékk sjöuna hjá United. Sjöfaldur sigurvegari Tour de France, Lance Armstrong, er þriðji í Frakklands-hjól- reiðunum, þegar níu áföngum er lokið í þessari langstærstu og virtustu hjólreiða- keppni heims. Hann hefur ekki tekið þátt í keppninni í fjögur ár, eða síðan hann ætlaði að hætta hjólreiðum alfarið. Hann ætlar sér að hafa sigurinn á lokahluta keppninnar. arMstrong hefur ekki gleyMt neinu „Þetta er bara eins og að hjóla, það gleymist aldrei,“ sagði hjólreiðagarp- urinn og sjöfaldur sigurvegari Tour de France, Frakklands-hjólreiðanna, Lance Armstrong, þegar hann til- kynnti í september að hann ætlaði sér að snúa aftur í hjólreiðarnar. Allur hans tími síðan þá hefur miðast við að vera í toppformi fyrir Frakklands- hjólreiðarnar sem hófust fyrr í þess- um mánuði. Þær hefur Armstrong unnið sjö sinnum, það er sjö sinnum í röð, frá árunum 1999-2005, en eng- inn hefur sigrað oftar en hann. Fjögur ár voru frá því að Arms- trong hætti, eða frá því hann sigraði síðast í fjöllunum í Frakklandi. Nú, fjórum árum seinna, er Armstrong aðeins átta sekúndum á eftir fremsta manni þegar níu áföngum er lokið af tuttugu og einum. Armstrong sér fyr- ir sér sigur á lokakafla keppninnar þar sem hún er hvað erfiðust. Alparnir staðurinn Sá sem leiðir hjólreiðarnar eftir níu áfanga er Ítali að nafni Rinaldo Noc- entini. Hann er ekki einu sinni tal- inn líklegur til þess að hampa sigri í keppninni. Annar á undan Arms- trong sem er þriðji situr Spánverj- inn og sigurvegarinn frá 2007 Al- berto Contador, en hann er liðsfélagi Armstrongs. Hjóla þeir báðir fyrir lið- ið Astana sem er með bækistöðvar í Kasakstan. Contador er mikill fjalla- hjólreiðagarpur og hefur unnið urm- ul stórmóta á undanförnu árum. En Armstrong er með plan. „Það á eftir að koma að því að það sést hver er sterkastur. Ég átti ekk- ert í Contador á níunda degi og var því ekkert að elta hann uppi,“ segir Armstrong sem lítur á erfiðan fjalla- hluta keppninnar í Ölpunum sem sinn stað til þess að láta að sér kveða. „Dagarnir sex frá Colmar alla leið upp á Ventoux verða mjög erfiðir og þar mun keppnin ráðast held ég. Svo er erfiðasta fjallið í Frakklandi eigin- lega á lokadeginum, þannig við skul- um bíða og sjá hvað verður,“ segir Armstrong sem hefur vanalega kvatt keppinauta sína þegar kemur í fjöllin og hjólað af miklu öryggi í mark. Rígur innan liðsins Eins og áður segir hjóla Contador og Armstrong báðir fyrir liðið Astana og þó forsvarsmenn liðsins hafi kveðið niður allan orðróm um spennu inn- an liðsins viðurkenndi Armstrong þó annað. „Sannleikurinn er sá að það er spenna innan liðsins. Alberto er sterkur og mjög metnaðargjarn. En ef hann vinnur keppnina er ekk- ert sem ég get gert í því,“ segir Arms- trong. Á síðustu áföngum keppninnar gæti svo farið að annar hvor þeirra verði látinn fara hægar yfir og leyfa þeim sem á meiri möguleika á tit- ilinum að sigra. Sá sem situr þá til baka gerir enga atlögu að hinum heldur reynir að stjórna hraða hinna keppinautanna í öðrum liðum. Þetta eru liðsreglur Astana sem allir í lið- inu, sama þó þeir heiti Lance Arms- trong, verða að fara eftir. Svo mikil- vægt er að hafa sigurvegara Tour de France innanborðs. „Ef svo fer verð ég að hlýða. Það er ekkert sem ég get gert við því. Þetta eru bara liðsregl- urnar,“ segir Lance Armstrong. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ótrúlegur Sjöfaldur sigurvegari Frakk- lands-hjólreiðanna, Lance Armstrong, gerir sig líklegan til þess að vinna áttunda titilinn eftir fjögurra ára hlé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.