Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Side 21
Leikurinn sem hnefaleikaunnend-
ur og tölvuleikjaspekingar hafa beð-
ið með gríðarlegri eftirvæntingu
er lentur. Fight Night Round 4 beið
alltaf það erfiða hlutskipti að feta í
fótsport Fight Night Round 3 sem
markaði visst upphaf í yfirburðum
þriðju kynslóðar leikjatölva. Sá leikur
var sá fyrsti sem nýtti sér þá mögu-
leika sem þar lágu og hann var frá-
bær, algjört augnayndi. En langt frá
því að vera fullkominn. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og hvert
tölvuleikjasjónarspilið rekið annað í
tölvuleikjabransanum og með fullri
virðingu fyrir öðrum íþróttaleikjum
er Fight Night Round 4 ekkert minna
en listaverk.
Fyrir það fyrsta skartar leikurinn
nú í fyrsta skipti engum öðrum en
Mike Tyson sem gladdi óneitanlega
undirritaðan sem hnefaleikaáhuga-
mann og áðdáanda Iron Mike. Síð-
an hefur George Foreman bæst í hóp
goðsagnakenndra kappa sem hægt
er að spila og ekki er nú ónýtt að geta
endurskapað Rumble in the Jungle
með Foreman gegn Muhammad Ali.
Aðrar stjörnur á borð við Ricky Hatt-
on, Manny Pacquiao, Sugar Ray Rob-
inson, Joe Frazier og Roy Jones Jr. er
líka að finna í leiknum svo örfáir séu
nefndir í öllum þyngdarflokkum.
Leikurinn hefur fengið algjöra
andlitslyftingu á alla kanta þó í
grunninn sé um sambærilegan leik
að ræða. Leikvélin hefur verið endur-
nýjuð, grafíkin tekin algjörlega í gegn
sem og stjórnkerfið og hraði í spil-
un. Sem dæmi um smáatriðin sem
framleiðendur lögðu mikla áherslu
á voru vöðvahreyfingar boxaranna.
Þegar þú slærð högg sérðu þá vöðva
sem eru í notkun í líkama kappans
spennast og upplifunin er eins og
að horfa á alvöru box í sjónvarpinu.
Grafíkin er fullkomin. Í FNR3 voru
nokkrir gallar sem búið er að leið-
rétta núna. Nú er mögulegt að berj-
ast raunverulega í návígi, það er ekki
hægt að beygja sig bara og með því
láta andstæðingin missa hvert ein-
asta höfuðhögg. Gervigreind leiks-
ins er miklu betri. Beygi andstæðing-
urinn sig getur þú enn slegið hann í
höfuðið svo hann neyðist til að verja
sig öllum stundum eða sveigja sig frá
höggunum.
Búið er að fjarlægja þann leiði-
gjarna fídus úr fyrri leiknum að hægt
var að bera af sér högg andstæð-
inganna þannig að þeir standi eftir
varnarlausir svo þú getir lent þung-
um höggum eða fléttum. Slíkt gerist
ekki í raunveruleikanum og var því
fjarlægt. Núna þarftu að verjast, ann-
aðhvort með því að halda hönskun-
um fyrir andlitinu eða skrokknum og
sveigja þig frá aðvífandi rothöggum.
Takist þér að slá andstæðing-
inn niður færðu ótrúlega flotta end-
ursýningu þar sem sýnt er í hægri
endursýningu hvernig það bar að.
Hanskinn þinn krumpast undan
andliti hans, kinn andstæðingsins
bylgjast undan högginu og sviti, slef
og blóð sullast úr og af honum. Ná-
kvæmlega og raunverulega. Ótrúlega
flott og hefur verið endurbætt frá því
sem var í FNR3.
Í Fight Night Round 4 getur þú
valið um „Fight Now“ þar sem þú
getur keppt við félagana eða tölvuna
í öllum þyngdarflokkum með stór-
stjörnu eða goðsögn að eigin vali.
Búið til þinn eigin boxara eða far-
ið í netspilun. Loks er það „Legacy
Mode“, sem er sambærilegt „Carreer
Mode“ þar sem þú annaðhvort vinn-
ur þig upp sem boxari sem þú býrð
til sjálfur eða byrjar á upphafspunkti
með einhvern af köppunum goð-
sagnakenndu. Takmarkið; að verða
„The Greatest of All Time“. Þú byrjar í
áhugamannamóti og vinnur þig síð-
an upp í atvinnumennskuna og klifr-
ar síðan upp áskorendalistann.
Allt í allt er grafíkin, hljóðið og
spilunin í leiknum svo mergjuð að
það er þess virði að hafa leikinn í
gangi á skjánum í stofunni þegar þú
færð gesti í heimsókn alveg eins og
sumir hafa arineld spilandi á flat-
skjánum síðla kvölds. Þetta er lista-
verk út af fyrir sig. Það er erfitt að lýsa
því í orðum hversu flottur þessi leikur
er, fólk bara verður að prófa og sjá.
Ef þú kaupir einn leik í kreppunni
láttu það vera þennan. Fullkomn-
asti hnefaleikaleikur sem komið hef-
ur út og eins nálægt því og þú kemst
að standa í hringnum andspænis Ty-
son og Ali og eiga fræðilegan mögu-
leika á sigri. EA Sports hefur enn á
ný farið fram úr sjálfu sér í að full-
komna íþróttaleikina og bíður mað-
ur bara spenntur eftir að sjá aðra
leiki í íþróttaseríum framleiðandans.
Fight Night er algjört rothögg. Nauð-
synleg kaup!
Sigurður Mikael Jónsson
á þ r i ð j u d e g i
Bruno Bestur
Myndin Bruno var vinsælasta mynd helgarinnar
í bíóhúsum landsins. Tæplega 7.000 manns sáu
myndina yfir helgina en rúmlega 11.000 hafa nú
séð myndina sem hefur þénað rúmar 10 milljónir
króna. Í öðru sæti var Ice Age 3 en í því þriðja var
Hangover sem hefur nú verið 5 vikur í sýningum.
Boëllmann
og Bach
Sólveig Sigríður Einarsdóttir organ-
isti heldur tónleika í Reykholtskirkju
í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 Sólveig er organisti í Akureyr-
arkirkju. Þettu eru þriðju tónleikarn-
ir í tónleikaröð sem Reykholtskirkja
og Félag íslenskra organleikara
standa fyrir. Sólveig mun leika verk
eftir Jan Pieterszoon Sweelinck,
Francois Couperin, Johann Sebasti-
an Bach, Léon Boëllmann og Felix
Mendelssohn Bartholdy svo eitthvað
sé nefnt. Miðaverð er 1500 krónur.
Viðeyjar-
ganga gullu
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leik-
kona mun stjórna göngu um Við-
ey í kvöld þar sem áherslan verð-
ur öll á gleði og kærleika í anda
Húmors og Amors. Guðlaug er
verkefnastjóri Viðeyjar en þema
júlímánaðar í Viðey er einmitt
í anda þeirra bræðra, Húmors
og Amors. Það ætti að reynast
Guðlaugu auðvelt að halda uppi
stuðinu enda ein af færari gam-
anleikkonum landsins. Siglt er frá
Skarfabakka kl. 19.15 og er mið-
að við að gangan taki um tvær
klukkustundir. Miðaverð í ferjuna
er 1000 krónur fyrir fullorðna og
500 fyrir 6 til 18 ára.
Stutt- og heimildamyndahátíð-
in Nordisk Panorama fagnar 20
ára afmæli þegar keppnin verður
haldin dagana 25. til 30. septem-
ber í Reykjavík. Hátíðin er haldin
hér á landi á fimm ára fresti en
þess á milli fer hún fram í Berg-
en í Noregi, Árósum í Danmörku,
Oulu í Finnlandi og Malmö í Sví-
þjóð.
Að þessu sinni voru hvorki
fleiri né færri en 520 myndi send-
ar inn. Af þeim var 21 heimilda-
mynd og 40 stuttmyndir valdar
í aðalkeppnisflokka hátíðarinn-
ar. Þá voru 11 myndir valdar í
keppnisflokkinn Nýjar norrænar
raddir. Auk þess voru 22 verkefni
valin til kynningar á fjármögnun-
armessu hátíðarinnar, Nordisk
Forum.
Þær íslensku myndir sem
urðu fyrir valinu eru heimilda-
myndin Draumalandið eftir Þor-
finn Guðnason og Andra Snæ
Magnason, stuttmyndirnar Epik
Feil eftir Ragnar Agnarsson,
Álagablettir eftir Unu Lorenzen
og Sugarcube eftir Söru Gunn-
arsdóttur. Auk þeirra mun mynd
Rúnars Rúnarssonar, Anna,
keppa til verðlauna en þar sem
hún er útskriftarmynd Rúnars
úr Den Danske Filmskole er hún
skráð undir merkjum Danmerk-
ur. Þau íslensku verkefni sem val-
in voru til kynningar á fjármögn-
unarmessunni eru svo Adequate
Beings í framleiðslu Poppoli Pict-
ures og Reynir the Strong í fram-
leiðslu Zeta Productions ehf.
asgeir@dv.is
Nordisk Panorama stutt- og heimildamyndahátíðin 20 ára:
520 myndir sendar inn
ekkert minna
e listaVerk
Iron Mike Tyson
Brýtur hér andlitið á
andstæðingi sínum.
fókus 14. júlí 2009 þriðjudagur 21
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
Ótrúleg grafík Vöðvahreyfingar eru allar með ólíkindum í FNR4 þökk sé nýrri
grafíkvél í leiknum. Maður sér hreinlega vöðvanda kreppast í átökum.
Fight Night
RouNd 4
Tegund: Boxleikur
Spilast á: PS3, Xbox 360
tölvuleikir
Rúnar Rúnarsson Útskriftarmyndin hans,
Anna, verður skráð sem dönsk.
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið