Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Blaðsíða 3
fréttir 14. júlí 2009 þriðjudagur 3 OFSÓTTIR AUÐMENN var skvett, í skjóli nætur, á hús Hann- esar Smárasonar við Fjölnisveg. Þeg- ar upp komst um skemmdarverkin voru tveir málarar umsvifalaust kall- aðir út og máluðu þeir yfir sletturn- ar. Í júní braut hópur hústökufólks sér leið inn í húsið við Fríkirkjuveg 11 og hélt þar til innandyra nokkra stund. Alveg síðan Björgólfur Thor keypti húsið af Reykjavíkurborg hef- ur það staðið tómt. Til stóð að opna safn í húsinu en ekkert er nú vit- að um þau áform. Engar skemmdir voru unnar á húsinu í þetta sinn, en aðfaranótt 20. júní var rauðri máln- ingu skvett á vegg hússins. Rauð málning virðist vera helsta tæki þeirra sem vilja vinna skemmdarverk á eigum fyrir- menna íslensku útrásarinn- ar. 2. júlí var í annað sinn lát- ið til skarar skríða við heimili Hannesar Smárasonar. Þá var rauðri málningu einnig skvett á hús Björgólfs Guðmundssonar og Birnu Einarsdóttur. Birna hef- ur verið mjög umdeild í starfi eftir að upp komst að hún þyrfti ekki að greiða kúlulán sem hún tók til hluta- bréfakaupa í bankanum, vegna mis- taka við skráningu. Öll málin óupplýst Kristján Ólafur Guðnason, hjá lög- reglunni á höfuð- borgarsvæðinu, segir að öll málin séu enn í rann- sókn og óupp- lýst. Hann segir að enginn hafi verið handtek- inn vegna mál- anna, né heldur hafi nokkur verið yfirheyrður. Lög- reglan vill ekki gefa upp hvort hún hafi sama aðilan grunað- an um að standa að skemmd- arverkunum. Ásgeir Frið- geirsson, tals- maður Björg- ólfsfeðga, segir að feðg- arnir hafi ekki kært skemmdar- verkin sem unnin hafa verið á hús- um þeirra til lögreglu. Hróp og köll Það eru ekki aðeins hús auðmanna sem hafa orðið fyrir skemmdarverk- um. Fréttir hafa verið sagðar af því að auðmennirnir sjálfir hafi orðið fyrir ýmiss konar áreiti á götum úti. Þannig var veist með hrópum og köllum að manni, sem heimildir herma að hafi verið Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri Glitnis, á N1-mótinu á Akur- eyri á dögunum. Pálmi Haraldsson í Fons verst nú ásökunum á hendur sér um að hafa fram- ið kynferðisbrot. Dreifimiðum var dreift í stórum stíl í miðbæn- um fyrr í mán- uðinum, þar sem ásakanirn- ar um kyn- ferðisbrot voru bornar á hann. Pálmi hefur fal- ið lögmönnum sínum að gæta rétt- ar síns og vinna í því að fá upptökur úr eftirlitsmyndavélum lögreglunn- ar svo kæra megi þá sem stóðu að því að dreifa miðunum. Þá munu ákveðnir auðmenn hafa margoft lent í því að púað er á þá þegar þeir hafa sést meðal fólks. Mikla athygli vakti svo síðasta vetur þegar ákafur mót- mælandi kastaði snjóbolta í höfuð- ið á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þegar hann var á leið út af fundi. Fjölnisvegur Hannesar Heim- ili Hannesar hefur í tvígang verið útatað með rauðri málningu. Umdeildir feðgar Björgólfur Thor Björgólfsson og faðir hans Björgólfur Guðmundsson hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarverkamönnum. Hústaka Fríkirkjuvegur 11 var tekinn yfir af hústökufólki í júní. Vesturbrún Heimili Björgólfs Guðmundssonar hefur í tvígang verið útatað með málningu. Birna Einarsdóttir Rauðri málningu var slett á heimili hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.