Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Qupperneq 14
Svarthöfði hefur áttað sig á því betur og betur eftir íslenska efnahagshrunið í haust hversu margir af helstu lykilmönn- unum í því minna að mörgu leyti á einn helsta skúrk bókmenntasögu síðustu áratuga: Patrick Bateman úr skáldsögunni American Psycho eftir Bret Easton Ellis, sem gefin var út árið 1990. Bateman þessi er veruleika-firrtur starfsmaður í fjárfest-ingabanka í New York sem hugsar eingöngu um sjálfan sig og eigið útlit. Hann virðist ekki vita hvað hann á að gera í vinnunni en fær samt tugi milljóna króna í laun á ári. Bateman hefur mestan áhuga á rándýrum jakkafötum, flottum nafnspjöldum og veitingahúsum, loftkenndri popptónlist og öfgafullri líkamsrækt, og notar hann þessa efn- islegu hluti til að fylla upp í galtómt líf sitt sem er rúið öllum persónulegum tengslum við aðrar manneskjur. En undir þessu spegilslétta yf-irborði „velgengni“ lúrir bil-uð sál og er Bateman við það að glata þeirri grímu þegar hann er kynntur til leiks í bókinni og hans raunverulega geðsjúka eðli að brjótast fram. Fram að þessu gæti Bateman virst vera hetja í einhverra aug- um - ameríski draumurinn sjálfur holdi klæddur. En að mati Svarthöfða hljóta allir sem lesa bókina að verða sammála um það að hann er í rauninni hinn versti skúrk- ur. Hann nauðgar konum og drepur þær á skelfilegan hátt og tekur sér það alræðisvald, líkt og hann væri Guð, að skera úr um hvaða líf séu þess verð að vera til; öðrum eyðir hann líkt og hann væri að losa heiminn við meindýr eða pest: hann skýtur róna eftir að hafa sagt honum að hann sé ógeðsleg mannvera. Bateman er það sem kallast: sósíópati eða bara pati á íslensku. Hæfileikar hans á mannlega sviðinu eru nán- ast engir og hann hefur enga siðferð- isvitund: allt snýst um ég, um mig, frá mér til mín. Annað fólk hefur ekki tilgang nema það þjóni tilgangi Bate- mans og hann drepur suma félaga sína og kunningja úr bankageiranum sem honum stendur ógn af og Bate- man telur varpa skugga á sig. Bateman er sennilega einhver versti persónuleiki í bók-menntasögunni sem Svart-höfði man eftir og þegar sagt er að íslensku útrásarkóngarnir líkist honum er eingöngu átt við að grunn- hugsunin, það sem drífur þá áfram, og ýmis mikilvæg karaktereinkenni séu svipuð. Segja má að Svarthöfði líti á Bateman sem öfgafulla og geðsjúka útgáfa af útrásarvíkingi. Ástæðan er sú að ekki er vitað til þess að einhver útrásarvíking- urinn hafi gerst sekur um glæpi svipaða þeim sem Bateman framdi, þó nýjustu fregnir sýni fram á að einn þeirra hafi að minnsta kosti verið kærður fyrir slíkt. Útrásarvík- ingarnir kunna þó að hafa marga aðra glæpi á samviskunni, glæpi sem kenndir eru við hvíta flibba hér á landi, en sem eru í raun miklu alvarlegri en margir aðrir glæpir sem samfélagið fordæmir harðar. Ef teknar eru nokkrar af þeim grunnhugmyndum - græðgi, steigurlæti, mikilmennska, egóismi, frekja, ósvífni, mannfyrirlitning - sem einkenna þá mynd sem dregin hefur verið upp af útrásarvíkingunum fyrir Svarthöfða frá hruninu eiga þær allar einnig við um Bateman. Allt eru þetta einkenni sem einu nafni má kenna við siðleysi. Og það versta við þetta allt saman, að mati Svart-höfða, er að þessir íslensku Batemanar fengu íslenskt samfélag nánast að gjöf á silfurfati frá íslenskum stjórnvöldum, fyrst í gegn- um einkavæðingu bankanna og svo með eftirlitsleysi hins opinbera með fjármálamarkaðnum hér á landi sem með réttu mætta kenna við stjórn- leysi, eða villta norðrið. Í kjölfarið, eftir að hafa fengið þessa lykla að íslensku samfélagi upp í hendurnar með svo lítilli fyrirhöfn, brugðust sið- leysingjarnir traustinu og nauðguðu íslensku samfélagi og þjóðinni um leið. Fyrst um sinn voru þeir hetjur í augum fólksins fyrir vikið, því það vissi bara ekki betur, en þegar raun- verulegar afleiðingar gjörða þeirra komu fram í dagsljósið snerist hetju- skapur þeirra upp í andhverfu sína: Íslenski draum- urinn varð að martröð, líkt og gilti um þann bandaríska í til- felli Batemans. Bateman-væðing Íslands Spurningin „Hann tjáir sig bara eins og honum finnst rétt og skylt. Allir eiga rétt á að tjá sig um hluti. Davíð má tjá sig eins og honum lystir mín vegna. Ég ætla ekki að ergja mig á því,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra um það hvort Davíð Oddsson eigi að hætta að tjá sig við fjölmiðla. Á davÍð að hætta að tjÁ sig? Sandkorn n Hrun fjármálalífsins hefur valdið kreppu hjá íþróttafélög- um. Auðmenn voru duglegir að styrkja sín lið en sá tími er að baki. KR naut þess virkilega að eiga Björgólf Guðmunds- son að með sína ótæmandi sjóði, að talið var. En nú er öldin önn- ur og á leik Vals og KR um helg- ina nýttu illa þenkjandi stuðningsmenn Vals sér fall bakhjarlsins og sungu: „Björgólfur er blankur.“ Þetta fór eðlilega illa í KR-inga. n Skuldir Björgólfs Guð- mundssonar og Björgólfs Thors hafa verið mikið til um- ræðu eftir að þeir fóru náð- arsamlegast fram á það að almenningur tæki á sig þrjá milljarða króna af láni sem þeir fengu í Búnaðarbankanum til að kaupa Landsbankann á sín- um tíma. Nokkuð ljóst virðist að Björgólfur eldri sé að sigla inn í stærsta gjaldþrot einstaklings í sögu lýðveldisins. Óljóst er með stöðu sonarins. Vísbend- ingu um blankheit hans er þó að finna í því að Fríkirkjuvegur 11 er veðsettur upp undir rjáfur. Það er vefurinn Hvítbók sem segir frá því að á húsinu hvíli 250 milljónir króna. n Ásmundur Daðason styrkti sig mjög í sessi í róttækasta hluta VG þegar hann í síðustu viku fór í fússi af þingi og í hey- skap heima í Dölum. Ásmund- ur lýsti því að traðkað hefði verið á þeirri sannfæringu hans að Ísland ætti ekkert erindi Í ESB. Þannig hefði verið lögð á hann sú byrði að bera ábyrgð á því að stjórnin myndi springa ef frumvarp um að- ildarumsókn yrði felld. Steingrímur J. Sigfússon for- maður mun ekki vera kátur með brölt bóndans en Dalamenn eru hæst- ánægðir með þennan nýja héraðshöfð- ingja. n Jónas Kristjánsson er nú mest lesni bloggari landsins samkvæmt blogggáttinni. Eg- ill Helgason er í öðru sæti og hefur tapað konungsríkinu til Jónasar. Ritstjórinn gamli er þekktur fyrir að vera grimmur og óvæginn í skrifum sínum. Hann hljóp þó á sig á dögun- um þegar hann taldi að Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra hefði borið það á Bjarna Harðarson að hafa viljað koma Valhöll fyrir kattarnef og fagna því brunanum. Það var Bjarni sem bar gleðilæt- in á Össur. Jónas bað sinn gamla meðritstjóra Öss- ur afsökun- ar á því að hafa snúið árásinni á haus. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Á mannamáli þýðir það að þetta er eitt af skilyrð- unum sem sett eru.“ Illugi Gunnarsson á þingi í gær um þau ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur að engar hótanir hefðu verið frá hendi AGS heldur hefðu þeir sagt það betra ef málið yrði leyst. - DV.is „Það er mjög líklegt.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir um að líklegt sé að um helmingur íslensku þjóðarinnar muni smitast af svínaflensunni í vetur. - Stöð 2 „Þær standa líka í vegi fyrir framgangi kvenna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir um að æviráðningar hjá ríkisstofnunum standi í vegi fyrir nauðsynlegri endurnýjun og jafnvægi milli kynjanna í stjórnunarstöðum. - RÚV „Við erum semsagt að fara að ganga til aðildarvið- ræðna án þess að vilja ganga í ESB. Hvaða rugl er það?“ Birgitta Jónsdóttir, alþingiskona Borgarahreyf- ingarinnar, um að það sé bull að fara í aðildarviðræður við ESB nema með því hugarfari að ganga í sambandið. Þess vegna styðji hún tillögu Sjálfstæðis- flokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. - visir.is „Að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort fólk eigi að hafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðildarsamning.“ Helgi Hjörvar um tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðlsu vegna ESB. Hann segir hana vera klækjabrögð. - mbl.is Böðlar bankanna Leiðari Fjöldi dæma hefur dúkk-að upp undanfarið um að ríkisbankarnir standi í stórfelldum niðurfelling- um skulda. Jafnvel eru dæmi um að Landsbankinn og Íslandsbanki hjálpi fyrirtækjum að skipta um kennitölur. DV sagði frá því að þeir aðilar sem stóðu að því alræmda félagi Stími, sem þessa dagana er til rannsóknar, séu nú í óðaönn að hrista af sér skuldir með því að færa eignir á nýjar kennitölur. Þannig skilja þeir skuldirnar eftir á gamalli kennitölu en halda eign- um sínum. Jakob Valgeir Flosason, helsti ábyrgðarmaður Stíms, stað- festi þetta við DV. „Já, já, við feng- um bara samþykki frá bönkunum til að færa þetta yfir á aðra kennitölu. Þeir voru bara með í þessu,“ sagði Jakob sem þarf þá ekki lengur að súpa seyðið af viðskiptum með Stím. Kennitöluhopp þótti fram að hruni vera einkenni um siðblindu. Síðan hafa ríkið og ríkisbankarnir gengið fram í því að láta slíkt gerast. Steypustöð var undir stjórn Íslands- banka hreinsuð af skuldum og síðan látin út á samkeppnismarkað. Einokunarkeðjan Penninn var látin fara í kennitöluhopp á veg- um ríkisins og síðan í samkeppni aftur. Út- gáfufélag Morgunblaðsins fékk niðurfellingu á óreiðuskuldum sem voru upp á langt á fjórða milljarð króna og hélt áfram að keppa á markaði. Vátrygg- ingafélagið Sjóvá skipti um kenni- tölu og fékk yfir 10 milljarða króna af almannafé. Svo er haldið áfram samkeppninni. Kaupþing ígrundar nú að fella niður milljarða af skuld- um feðganna sem bera ábyrgð á Icesave. Áður hafði sá volaði banki gefið ágjörnum starfsmönnum sín- um eftir kúlulán upp á tugi millj- arða. Eins og framvindan snýr að venjulegu fólki eru böðlar bank- anna í óðaönn að steypa venjulegu fólki í þrot. Lítil og meðalstór fyrir- tæki með lágmarksskuldsetningu eru úti í kuldanum. Á sama tíma eru felldir niður milljarðar á milljarða ofan af gælufyrirtækjum sem komin voru í botn- laust skuldafen. Spillingin í íslensku bönkun- um er rótgróin og hlýtur að vekja viðbjóð hjá öllum þeim sem vilja að gott siðferði nái fót- festu á Íslandi. ReyniR tRaustason RitstjóRi skRifaR. Spillingin í íslensku bönkunum er rótgróin. bókStafLega 14 þriðJudagur 14. júlí 2009 umræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.