Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 9
fréttir 28. júlí 2009 þriðjudagur 9 Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf  Herbert Guðmundsson tónlistarmaður er furðu lostinn eftir að lögmanni var falið að ná sáttum við hann eða höfða nýtt dómsmál gegn honum. Málið er framhald af deilum hans við nágranna sína sem staðið hafa í viðgerðum á raðhúsalengju. Því máli var vísað frá og vonar Herbert að nágrannarnir láti hann í friði svo hann geti haldið áfram með líf sitt. HÚSFÉLAGIÐ HJÓLAR Í HERBERT „Mér finnst þetta sárt, á ekki Hæsti- réttur lokaorðið í landinu? Mér finnst að þetta fólk eigi að hætta þessu rugli og láta mig í friði. Þetta eru orðnar einhverjar furðulegar hvatir,“ seg- ir Herbert Guðmundsson tónlistar- maður. Húsfélagið í raðhúsalengj- unni Prestbakka 11-21 þar sem Herbert býr hefur falið lögmanni að ganga til uppgjörs við Herbert vegna ógreidds hluta kostnaðar vegna framkvæmda á húsi hans. Herbert segir málið vera það sama og Hæsti- réttur vísaði frá. Annað dómsmál Eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um hefur Herbert átt í deilum við nágranna sína frá því að húsfélagið í raðhúsalengjunni þar sem hann býr réðst í framkvæmdir á þökum rað- húsanna. Herbert og frú voru búin að gera við þakið sitt og neituðu að taka þátt í kostnaði hjá öðrum. Málið endaði fyrir dómstólum. Herbert var dæmdur í héraðsdómi til að greiða húsfélaginu 3,9 milljónir króna í við- gerðarkostnað og einnig fjórar millj- ónir fyrir málskostnað þeirra beggja. Hann áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og var málinu vísað frá dómi. Nú hef- ur húsfélagið að Prestbakka 11 til 21 falið lögmanni að ganga til uppgjörs við Herbert vegna ógreidds hluta kostnaðar vegna framkvæmda á húsi hans. Þetta kemur fram í tillögu sem borin var fram á húsfundi hjá húsfé- laginu í byrjun þessa mánaðar. Þar segir einnig að umboð lögmannsins nái til þess að gera samkomulag við Herbert og eftir atvikum, reynist þess þörf, að höfða nýtt dómsmál sam- bærilegt við það sem dómur féll í fyr- ir Hæstarétti. Í mál gegn sjálfum sér Herbert var á umræddum húsfundi þar sem tillagan var borin fram. Þar samþykktu hana allir íbúar lengj- unnar, nema Herbert. „Þetta var bara sirkus, þetta er eins og sápuópera úr amerísku sjónvarpi.“ Hann segir kostnað húsfélagsins vera kominn í 30 milljónir króna. Þar af fóru þrjár milljónir í að borga lögfræðistofu fyrir mál gegn honum og svo 1,2 milljónir í málskostnað í Hæstarétti. „Þau eru búin að eyða 4,2 milljónum gegn mér og ætla að halda áfram,“ segir Herbert sem segist hafa verið í furðulegum sporum síðustu þrjú ár. „Ég er meðlimur í þessu húsfélagi svo ég er búinn að vera og var óbeint í málaferlum við sjálfan mig núna í á þriðja ár.“ Á fimmtu milljón í málskostnað Herbert skilur ekki hvers vegna fólk- ið ætlar að halda áfram því hann taldi að eftir dóm Hæstaréttar væri málinu lokið. „Þetta mál vil ég meina að hafi rústað mínu lífi, þetta hefur staðið yfir í þrjú ár og þau eru enn að. Það engin lógík í þessu. Þau eru komin á fimmtu milljón í lögfræðikostnað gegn mér. Hvað vill þetta fólk? Vill það ekki bara krossfesta mig? Það er einhver voðaleg heift þarna á bak við, ég veit ekki hvað ég hef gert þessu fólki. Eina sem ég gerði þessu fólki var að ég gerði við húsið mitt sextán árum á undan þeim. Svo þegar fór að leka inn á þau sextán árum eftir að ég gerði við mitt hús stofnuðu þau allt í einu húsfélag. Það hafði aldrei verið rekið húsfélag þarna í lengjunni fyrr en þá,“ segir Herbert furðu lostinn. Biður fyrir nágrönnunum Aðspurður hvernig stemming sé í götunni segir Herbert: „Þú getur rétt ímyndað þér það.“ Hann talar ekki við nágranna sína. „Ég bið fyrir þessu fólki og bið fyrir því að þetta fólk sjái að sér og hætti þessu rugli, það er það eina sem ég get gert,“ segir Her- bert. Hann segist að sjálfsögðu hafa hugsað um það að flytja burt en það sé ekki hlaupið að því í þessu árferði. „Núna vil ég bara fá frið og halda áfram með mitt líf með nýju kon- unni,“ segir Herbert að lokum. Boði loGAson blaðamaður skrifar bodi@dv.is Prestbakki 11 til 21 Málið virðist engan enda ætla að taka eftir að ákveðið var á síðsta aðalfundi að höfða nýtt mál gegn Herbert. Vill fá frið Herbert Guðmundsson vill fá frið frá nágrönnum sínum. „Þetta mál vil ég meina að hafi rústað mínu lífi, þetta hefur staðið yfir í þrjú ár og þau eru enn að.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.