Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 14
Hvað getur maður gert þegar maður hefur beðið ósig-ur? Búið að samþykkja að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þvert á vilja manns, og útlit fyrir að nú hefjist viðræður við þetta illa heimsveldi. Hvað getur maður gert? Er nokkuð annað hægt en að ganga fram sem rödd skynseminnar og leggja til að þessu verði nú öllu saman frestað? Það sé auðvitað ekki hægt að vondir Hollendingar hafi í hótunum við okk- ur og að Icesave hangi yfir okkur. Þá er nú betra að fresta þessu. Kannski fyrir fullt og allt. Svarthöfði hefur löngum fylgst með Evrópusambandsum-ræðunni þó hann viti kannski ekki hvort hagsmunum Ís- lands sé best borgið með aðild eða núverandi fyrirkomulagi. Einhverju sinni var hann fylgj- andi aðild og öðru sinni andvígur. En Svarthöfði verður að viðurkenna að hann hef- ur alltaf haft lúmskt gam- an af að fylgjast með umræð- unni um Evrópu- málin. Bæði rökum þeirra sem hafa viljað sækja um aðild strax og þeirra sem hafa alls ekki vilj- að það, eða stundum kannski seinna en bara alls ekki núna. Tafirnar hafa nefnilega lengi verið helsta barefli aðildarandstæðinga til að beita gegn aðildarsinnum. Alltaf hafa þeir getað bent á að best væri að bíða og skoða málið betur, fara í ítarlega úttekt og svo aðeins betri. Og þannig hafa árin liðið þar til núna þegar Evrópusinn- arnir höfðu eitt sinn betur. Og þess vegna hlýn-ar Svarthöfða um hjartaræturnar við að sjá að Evrópu- andstæðingar hafa ekki enn gleymt biðleik sínum. Þegar allt annað þrýtur er alltaf hægt að bíða, bíða aðeins lengur, og svo pínku pons lengur. Þess vegna var svo vel við hæfi að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrann Jón Bjarnason skyldi rísa upp til varnar með töfraorð- ið „bíðum“ á vörunum. Maður- inn sem er ekki aðeins sjálfur andstæðingur aðildar heldur líka fulltrúi þeirra tveggja þjóðfélags- hópa sem berjast af mestri hörku gegn aðild, nefnilega bænda og útgerðar- manna. Það var ekki síður til að kæta Svarthöfða að sjá að Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð-herra og ötull ritari um utan- ríkismál Íslendinga, skyldi ríða fram á ritvöllinn (á bloggsíðu sinni) og koma með hugmynd að því hvað væri best að gera. Og hvað skyldi það nú vera? „Nær hefði verið að fresta málinu um fjögur til fimm ár.“ Jess. Bíðum og Bíðum svo meir Spurningin „Já, það er að sjálfsögðu skjálfti í okkur. Við höfum bjórinn Skjálfta auk þess sem það er skjálfti í fólki vegna veðursins um verslunar- mannahelgina,“ sjónvarpsmaðurinn góðkunni Magnús Hlynur Hreiðars- son. Lára Ólafsdóttir sjáandi spáði því í viðtali við Vikuna fyrir skemmstu að í gær yrði stór jarðskjálfti á Íslandi. magnús, er skjálfti í sunnlendingum? Sandkorn n Útrásarvíkingar Íslands eru sumir nú í óða önn að pakka saman til að flýja land. Á meðal þeirra sem eru á förum er Hall- dór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, sem ber þung- ar byrðar ábyrgð- ar vegna Icesave og óhóflegra lánveitinga til fyrirtækja tengdum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor. Hermt er að Halldór hafi fengið bankastjórastöðu í Kan- ada og verði þar næstu árin. n Kollega Halldórs J. Kristjáns- sonar, Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einnig á förum, en í hina átt- ina. Hann er á leiðinni til Lúx- emborgar að sögn til að reka ráðgjaf- arfyrirtæki. Grunsemdir eru þó uppi um að hann og félagi hans, Sig- urður Ein- arsson, séu innvinklaðir í kaupin á útibúi Kaupþings í Lúx og björt framtíð, fjarri íslensku hruni, bíði þeirra þar. Mikil gleði hefur verið undanfarna daga á heimili Hreiðars í Smáíbúðahverfinu þar sem hvert kveðjupartíið af öðru hefur verið haldið. n Þeir feðgar Jón Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra og Ásgeir Jóns- son, forstöðumaður greining- ardeildar Kaupþings, hafa verið áberandi í fjölmiðlum, hvor á sínu sviði. Ásgeir, sem er einn ábyrgðarmanna hrunsins, hélt úti óábyrgum greiningum og spám fyrir Kaupþing. En nú hefur hann séð að sér og vill kaupa aflausn með ritun bókar um ástæð- ur hruns- ins. Ásgeir fullyrðir, ef marka má fjölmiðla, að í lok árs 2007 hafi Glitnir verið gangandi lík af banka. Óljóst er hvaða einkunn greiningarmeistarinn gefur eigin banka. n Magnús Þorsteinsson, með- eigandi Björgólfanna að Sam- son, var einna fyrstur til að flýja Ísland. Staða hans er sú að hann hefur verið úrskurðaður gjald- þrota eftir að hafa ekki getað staðið í skilum á Íslandi. Magn- ús flúði til Rússlands þar sem ekki væsir um hann. Og hann er þar að vinna sinni gömlu þjóð gagn því utanrík- isráðuneytið hefur hann á skrá sem heiðurskonsúl Íslands í St. Pétursborg. LyngháLs 5, 110 ReykjaVÍk Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dV.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Glitnir var gangandi lík.“ n Fullyrðir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, í nýrri bók sinni um efnahagshrunið. - Fréttablaðið „Það er stöðugur straumur í hjónabandsráð- gjöf.“ n Þórhallur Heimisson, prestur og hjónabandsráðgjafi, en hann segir kreppuna hafa mjög neikvæð áhrif á mörg hjónabönd.- DV.is „Ég hefði getað orðið stór- stjarna í Holly- wood hefði ég viljað það.“ n Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem hefur ekki getað tekið þeim tilboðum sem henni bárust frá Hollywood fyrr en nú vegna þess að hún hefur verið með ungbörn á arminum undanfarin ár. - DV „...hélt að hjartað ætlaði út úr bringunni á tímabili.“ n Valdís Þóra Jónsdóttir, 19 ára kylfingur úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi og nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna í höggleik. - Morgunblaðið „Ég fer að grenja nánast á fimm mínútna fresti.“ n Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþrótta- kona sem var komin langleiðina með að landa Evrópumeistaratitili unglinga þegar hún meiddist um helgina. - Morgunblaðið „Það er voða pressa á manni núna.“ n Lára Ólafsdóttir sjáandi aðspurð um það nokkrum klukkustundum fyrir 23.15 á mánudagskvöldi hvort hún stæði enn við spá sína um mikinn jarðskjálfta á sunnanverðu landinu. - DV.is Friðhelgi heimila Leiðari reynir traustason ritstjóri skrifar. Björgólfur og fjölskylda hans eiga að hafa frið heima hjá sér. 14 þriðjudagur 28. júlí 2009 uMræða bókStafLega Áríðandi er að fólk missi ekki stjórn á sér í hita hrunsins og ofsæki fólk á heimilum þess. Undanfar-ið hefur verið algengt að unnin hafi verið skemmdarverk á húsum stjórn- málamanna, bankafólks og auðmanna. Mótmælendur hafa skvett málningu og kastað eggjum eða úrgangi að heimilum fólks úr þessum stéttum. Auðvitað er það öllum ljóst að margir þeirra sem um ræð- ir bera mikla ábyrgð á hruninu. Það breyt- ir þó ekki því að enginn hefur leyfi til þess að rjúfa friðhelgi heimila þeirra. Þótt fyr- irliggjandi sé að Davíð Oddsson, fyrrver- andi forsætisráðherra og seðlabanka- stjóri, sé höfundur þess kerfis sem hrundi hefur enginn leyfi til þess að fara heim til hans og valda skemmdum eða hafa uppi ógnanir. Sama er uppi á tengingnum hvað varðar Björgólf Guðmundsson, fyrrver- andi aðaleiganda Landsbankans. Björg- ólfur og fjölskylda hans eiga að hafa frið heima hjá sér. Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka, lýsti í helgarblaði DV þeim ógnunum sem hún hefur sætt. Fólk verður að huga að því að allir þeir ein- staklingar sem um ræðir eiga fjölskyldur sem verða fyrir barðinu á þeim sem sækja að heimilum þeirra. Dómstóll götunnar má ekki verða viðurkenndur. Þetta þýðir ekki að það eigi að láta þá í friði sem lík- legir eru til að eiga sök á hruninu. Eins og sæmandi er í réttarríki á að fjalla um sem flestar hliðar mála og rannsaka mál til hlít- ar og leiða þá sem sekir virðast fyrir dóm. Fólk verður að finna reiði sinni annan far- veg en þann að vega að friðhelgi einka- lífsins. Um leið og þjóðin fellst á annað er siðrof orðið að veruleika á Íslandi. Reið- in er ekki síst vegna þess að fólki ofbýður aðgerðarleysið og tekur þá til eigin ráða. Það verða þó að finnast aðrar leiðir til að slökkva elda reiði og haturs. Stjórnvöld geta lagt sín lóð á vogarskálarnar með því að létta byrðar almennings með niðurfell- ingu skulda. Þá getur réttarkerfið gert sitt með því að taka markvisst á þeim málum óráðsíumanna sem hæst ber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.