Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 3
fréttir 28. júlí 2009 þriðjudagur  Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji ætlaði sér að kaupa stóran hluta þeirra hlutabréfa í Glitni og FL Group sem síðar fóru inn í einka- hlutafélagið Stím, samkvæmt heim- ildum DV. Samherji hætti hins veg- ar við og skýrir það af hverju félag í eigu Glitnis varð stærsti hluthafinn í félaginu með 32,5 prósenta eign- arhluta. Þetta var hluturinn sem Samherji ætlaði sér að kaupa. Glitn- ir sat hins vegar uppi með hlutinn þegar Samherji gekk úr skaftinu og ekki tókst að finna annan kaupanda þrátt fyrir að Glitnir hafi sett sig í samband við fjölmarga aðra fjár- festa. Stím var einkahlutafélag í eigu ýmissa fjárfesta sem keypti hluta- bréf í Glitni og FL Group fyrir um 25 milljarða króna í nóvember 2007, þar af voru tæpir 20 fengnir að láni frá Glitni. Um var að ræða kúlulán til 12 mánaða á 20 prósenta vöxtum. Félagið keypti í Glitni fyrir tæpa 16,5 milljarða og í FL Group fyrir rúma 6,5 milljarða. Eignarhlutur Stíms í Glitni varð hins vegar að engu í bankahruninu í haust og eignarhluturinn í FL Group varð nánast verðlaus. Glitnir sjálfur átti meirihluta þeirra bréfa sem seld voru inn í Stím og hélt þriðjungi þeirra eftir, eins og áður segir. Samherji íhugaði kaup Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir að Samherji hafi velt því fyrir sér á þessum tíma að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group: „Við skoðuðum einhvern tímann einhver mál sem sjálfsagt síðar meir kunna að hafa orðið að Stími. En það voru ekki forsend- ur fyrir okkur að fara út í það... Við skoðuðum kaupin á bréfunum en keyptum ekki bréfin í þessu tilfelli,“ segir Þorsteinn. Hann bætir því við að hann viti ekki hvernig Stím varð síðar til: „Þú sérð að ég er aðeins að fara í kring- um þetta... Við skoðuðum einhver hlutabréfakaup. Svarið var: Við gerðum það ekki [innskot blaða- manns: keyptu ekki bréfin]. Hvað gerðist síðar meir veit ég ekki,“ segir Þorsteinn. Samherji keypti svo á miklu lægra gengi Þremur mánuðum eftir kaup Stíms á hlutabréfunum í Glitni og FL Group var Þorsteinn Már Baldvins- son gerður að stjórnarformanni Glitnis, að ósk Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar sem var stærsti hluthafinn í Glitni í gegnum FL Group. FL Group var stærsti hluthafinn í Glitni. Í apr- íl þetta sama ár keypti Kaldbak- ur, fjárfestingafélag Samherja, 12,5 prósenta hlut í FL Group af Baugi á genginu 7,28. Baugur tapaði meira en 12 milljörðum króna á kaupun- um. Þessi þróun mála á fyrri hluta árs 2008 kann að renna enn frekari stoðum undir að Samherji, eða fé- lag tengt því, hafi í árslok 2007 velt því fyrir sér að kaupa bréfin sem síðar fóru inn í Stím. Þorsteinn Már vill hins vegar ekki fara nánar út í af hverju félagið keypti ekki Stímbréf- in en reikna má með að hluti skýr- ingarinnar sé sá að bréfin í Glitni og FL Group voru margfalt dýrari í nóvember 2007 en í apríl 2008 þeg- ar Samherji keypti loks í FL Group og þannig óbeint í Glitni. Stím borgaði samtals tæplega 24,8 milljarða fyrir bréfin í Glitni og FL Group en kaupin á fyrrnefnda félaginu voru á genginu 25,5 en í því síðarnefnda á 22,5. Gengið á bréfunum í FL Group lækkaði því úr 22,5 frá því að Stím keypti bréf- in í nóvember og þar til Kaldbak- ur keypti bréfin í FL Group í apríl. Eitt af því sem kann að skýra þenn- an mikla mun á gengi bréfanna í FL Group er að félagið var nærri orðið gjaldþrota í árslok 2007 en þá var fé- lagið endurfjármagnað til að bjarga því frá þroti. Verðið á bréfunum í félaginu náði hins vegar aldrei aftur að verða eins hátt og það var þegar Stím keypti hlutinn í félaginu. Ákvörðun Samherja um að kaupa ekki bréfin á þeim tíma verður því að teljast góð þegar litið er til baka. Stím enn til rannsóknar Kaup Stíms á hlutunum í FL Group og Glitni hafa lengi verið til rann- sóknar hjá Fjármálaeftirlitinu en spurningin er sú hvort tilgangur sölunnar til Stíms hafi mögulega verið að hafa áhrif á gengi hluta- bréfa í Glitni og FL Group. Slíkt gæti flokkast sem markaðsmisnotkun og þar með refsiverð háttsemi. Af einhverjum ástæðum hefur Fjár- málaeftirlitið hins vegar ekki séð tilefni til að senda málið áfram til sérstaks saksóknara íslenska efna- hagshrunsins, líkt og embættið hef- ur gert við tvö sams konar mál úr hinum stóru viðskiptabönkunum, kaup sjeiksins Al-Thanis á hluta- bréfum í Kaupþingi sem og kaup Imons á hlutabréfum í Landsbank- anum. Í þeim málum áttu hluta- bréfakaupin sér stað skömmu fyrir efnahagshrunið í haust. Hins vegar má fastlega reikna með því að Stímmálið verði á end- anum sent frá Fjármálaeftirlitinu og til embættis sérstaks saksókn- ara, samkvæmt heimildum DV. SAMHERJI ÍHUGAÐI AÐ KAUPA STÍMBRÉFIN Samherji íhugaði að kaupa hlutabréfin í Glitni og FL Group sem síðar voru sett inn í eignarhaldsfélagið Stím. Glitnir þurfti að halda bréfunum eftir þegar Samherji ákvað að taka ekki þátt í Stími. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að hlutabréfakaupin hafi verið til skoðunar. IngI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Stím og Samherji Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir að félagið hafi íhugað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem síðar fóru inn í einkahlutafélagið Stím. Félagið Stím hefur verið til rannsóknar vegna mögulegrar markaðsmisnotkunar. hefndaraðgerðir. Rúnar Þór sagðist þá óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og vildi heldur ekki upplýsa um meintan höfuðpaur. Jónas sagði fyrir dómi í gær að hann hefði logið að Pétri Kúld og Halldóri Hlíðari til að fá þá með sér austur á Djúpavog. Hann hefði boðið þeim í veiðiferð á slöngubátnum og að hinir tveir hefðu ekki vitað um til- gang ferðarinnar. Jónas sagðist hafa orðið reiður þegar hann sá hversu margar töskur þeir áttu að flytja í land, en þær voru um fjórfalt fleiri en honum hefði ver- ið tjáð í upphafi. Hann hefði hins vegar allan tímann staðið í þeirri trú að í töskunum væru sterar. átti að fá krossara Halldór Hlíðar sagði fyrir dómi að fyrst þegar hann var kominn út á sjó hefði hann vitað að þeir ættu að sækja stera. Honum hefði verið boðið í veiði- og skemmtiferð. Fyrir dómi tók hann það fram að hann ætti von á tveimur börnum. Hann vildi heldur ekki tjá sig hverjir voru um borð í skútunni, en í framburði rannsóknarlögreglumanns kom fram að Halldór Hlíðar hefði líklega ekki komið að skipulagningu smyglsins og verið samvinnufús í yf- irheyrslu lögreglu. Hann tók það fram fyrir dómi að honum fyndist hann hafa verið blekktur. Pétur Kúld flaug til Amsterdam 10. mars síðastliðinn með sömu flugvél og Rúnar Þór. Hann segir að sér hafi verið brugðið þegar hann sá hversu mikið var af efnum í bátnum en hann hafi átt að fá krossara eða 250 þúsund krónur fyrir að flytja sterana. Aðalmeðferð í málinu verður hald- ið áfram í dag. ENGINN VILDI BENDA Á SKÚTUMENNINA Fyrir dómi vildi hann ekki svara spurning- um um hversu marg- ir hefðu verið um borð eða hverjir það hefðu verið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.