Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. júlí 2009 fRéttIR Leiðrétting Allir styrkir sem heitið var til skólastarfs í Gíneu-Bissá í tengslum við glæsilega veislu sem íslenskir auðmenn héldu til styrktar UNICEF í desem- ber 2005 skiluðu sér til UNIC- EF. Í úttekt í helgarblaði DV um veisluna sagði: „Líklega hafa ekki allir peningarnir skilað sér...“ DV hefur nú fengið stað- fest hjá UNICEF að allir pening- arnir skiluðu sér. Fons greiddi sitt fyrir fram. FL Group og Baugur borguðu sinn skerf einn- ig áður en fyrirtækin fóru í þrot. Björgólfur Thor Björgólfsson og Karl Wernersson segja það ekki satt að þeir hafi flutt peninga frá Straumi og í skattaskjól í lok september í fyrra. Stöð 2 hélt þessu fram í gær. Björgólfur segist íhuga málsókn gegn Stöð 2 út af fréttaflutningnum. Formaður skilanefndar Straums kannast ekki við millifærslurnar. Magnús Þorsteinsson skuld- ar Straumi rúman milljarð króna og gjaldféll lánið í september. BJÖRGÓLFUR ÍHUGAR MÁLSÓKN GEGN STÖÐ 2 Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrr- verandi aðaleigandi fjárfestinga- bankans Straums-Burðaráss, segir að það sé lygi að hann hafi flutt pen- inga úr Straumi-Burðarás til skatta- skjóla um það leyti sem íslenska efnahagshrunið var að hefjast með þjóðnýtingu Glitnis í lok september síðastliðins. Stöð 2 hélt þessu fram í kvöldfréttum í gær. Inntak fréttarinn- ar var að Björgólfur Thor, Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteins- son og Karl Wernersson hefðu flutt milljarða af innistæðum sínum úr Straumi og til skattaskjóla. „Ég botna hvorki upp né nið- ur í þessari frétt... Þetta er lygi. Ég færði enga peninga frá Íslandi og í skattaskjól á þessum tíma. Það er á hreinu,“ segir Björgólfur Thor í sam- tali við DV. Björgólfur segir aðspurð- ur að hann hafi ekki fært neina pen- inga frá Íslandi fyrir eða eftir íslenska efnahagshrunið. Karl Wernersson hafði sömuleið- is samband við Stöð 2 í kjölfar frétta- rinnar þar sem hann sagði fréttina fjarstæðu og að hann hefði aldrei átt neinar innistæður í Straumi. Heim- ildir DV herma að innistæðueigend- ur í Straumi hafi verið fremur fáir, um það bil tuttugu talsins, enda var bankinn fyrst og fremst fjárfestinga- banki. Engir peningar á Íslandi Björgólfur Thor segir að ein af ástæð- unum fyrir því af hverju það geti ekki staðist að hann hafi millifært pen- inga frá Straumi til skattaskjóla sé sú að hann hafi ekki átt neinar pen- ingainnistæður hér á landi. „Í fyrsta lagi, og við skulum ekki gleyma því, voru engir peningar [innskot blaða- manns: peningar Björgólfs] á Íslandi. Ef eitthvað var þá færði ég peninga til Íslands á þessum tíma,“ segir Björg- ólfur Thor. Aðspurður hvort hann ætli að fara í mál við Stöð 2 út af fréttinni seg- ir Björgólfur: „Ég mun skoða þetta ofan í kjölinn á morgun [innskot blaðamanns: í dag, þriðjudag]... Ég býst við því. Það er ekki hægt að líða þetta því það er verið að búa eitthvað til úr engu. Þetta er út í hött.“ Skilanefndin kannast ekki við millifærslurnar Reynir Vignir, formaður skilanefndar Straums-Burðaráss, segist í samtali við DV aldrei hafa heyrt um milli- færslurnar eða séð neinar upplýsing- ar um þær í bókhaldi bankans. Hann segist hins vegar ætla að kanna mál- ið í dag, þriðjudag. Skilanefndin hef- ur aðgang að upplýsingum um slík- ar millifærslur og getur skorið úr um hvort þær hafi átt sér stað eða ekki. Samkvæmt upplýsingum frá nú- verandi forsvarsmönnum Straums kannast þeir í fljótu bragði ekki held- ur við millifærslurnar en að þeir muni athuga það betur í dag. Ólíklegt að Magnús hafi átt innistæður Þeir Björgólfur og Karl hafa því báð- ir neitað því að hafa átt innistæður í Straumi og millifært fé þaðan í hrun- inu. Eins er afar ólíklegt að Magnús Þorsteinsson hafi átt slíkar innistæð- ur. Ástæðan fyrir því er sú að Straum- ur-Burðarás keyrði Magnús í þrot í maí síðastliðnum vegna vanefnda við bankann. Magnús skuldar Straumi rúman milljarð króna vegna sjálfskuldar- ábyrgðar sem hann skrifaði upp á árið 2007 þegar hann keypti BOM- fjárfestingar af fjárfestingafélag- inu Sjöfn. BOM-fjárfestingar fengu lánið frá Straumi-Burða- rás árið 2005 og tók Magnús það yfir. Straumur gerði ítrekaðar tilraunir til að fá skuldina greidda upp eftir að hún hafði gjaldfallið í byrj- un september árið 2008, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Norður- lands frá því í maí. Þegar það gekk ekki fór bank- inn í hart við Magn- ús og stefndi honum. Ef Magnús hefur átt innistæður í Straumi hefur fjárfestinga- bankinn heim- ilað honum að millifæra fé sitt af reikningum bankans um sama leyti og skuld hans við bankann gjaldféll. IngI F. VIlhjálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Ég botna hvorki upp né niður í þessari frétt... Þetta er lygi.“ Segja frétt Stöðvar 2 ranga Björgólfur Thor Björgólfsson og Karl Wernersson neita því að hafa flutt peninga af reikn- ingum sínum í Straumi og til skattaskjóla skömmu fyrir efnahagshrunið í haust. Hæpið er að Magnús Þorsteinsson hafi átt innistæður í bankanum sem setti hann í þrot vegna vanefnda í maí. Miðstöð fjármagnsflutninganna Samkvæmt fréttinni áttu peningarnir að hafa verið fluttir af reikningum í Straumi- Burðarási. Björgólfur og Magnús Sagðir hafa flutt mikið fé úr landi. Fluttu hundruð milljóna úr landi Lárus Welding og Bjarni Ár- mannsson fluttu hvor um sig í kringum 300 milljónir króna úr landi skömmu áður en bankinn var ríkisvæddur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarpsins í gær. Þar var byggt á skýrslum end- urskoðunarfyrirtækja sem voru fengin til að skoða bankana eftir hrun þeirra. Í annarri skýrslunni kom fram að Lárus Welding hefði tek- ið nær allt fé sitt út af reikning- um í bankanum, 318 milljónir króna, og í hinni skýrslunni kom fram að kona hans hefði flutt 325 milljónir króna úr landi. Þá kom fram að Bjarni Ármanns- son hefði tekið út rúmlega 260 milljónir króna og að hann hefði í einni færslu flutt um 700 þús- und norskar krónur á reikning í Noregi. Ísland rætt á mánudag Yfirstjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fundar um málefni Ís- lands og endurskoðun efna- hagsáætlunar sjóðsins hér á landi á mánudag, frídag verslun- armanna. Upphaflega stóð til að þessi endurskoðun færi fram í febrúar en hefur frestast ítrekað vegna þess að skilyrði fyrir að taka endurskoðun efnahagsá- ætlunarinnar fyrir og greiða út lán hafa ekki verið uppfyllt. Rafmagnið verður dýrara Rafmagnsreikningur lands- manna hækkar á næstunni því orkufyrirtækin hækka gjaldskrá sína um mánaða- mót. Hækkunin er mismikil frá einu orkufyrirtæki til annars að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Ræðst það nokkuð af því hvort kaupandi er í þéttbýli eða dreifbýli. Þannig hækkar meðalrafmagnsreikning- urinn um 140 krónur hjá Orkuveitu Reykjavíkur en 900 krónur hjá þeim sem eru með rafhitun frá Orkusölunni á landsbyggðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.