Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 21
á þ r i ð j u d e g i Kvennahatarar vinsælastir Karlar sem hata konur rauk beint á topp aðsóknarlista kvikmynda- húsanna um helgina en myndin var frumsýnd á föstudaginn. Ríf- lega níu þúsund og eitt hundrað manns sáu myndina um helgina sem telst mjög gott á íslenskan mælikvarða. Sjálfum Harry Potter var þar með rutt úr efsta sætinu en nýjasta myndin um hann hafði aðeins verið þar í eina viku. Þriðja Ísaldarmyndin er í þriðja sæti. Þetta reddast! á FacebooK Myndir frá tökum íslensku gam- anmyndarinnar Þetta reddast! eru komnar á Facebook-síðu mynd- arinnar. Myndinni er leikstýrt af Berki Gunnarssyni sem áður hefur gert myndina Sterkt kaffi en er lík- lega þekktastur fyrir að hafa starfað fyrir NATO í Írak og skrifað bókina Hvernig ég hertók höll Saddams sem kom út í fyrra. Stefnt er að frumsýn- ingu Þetta reddast! næsta sumar en aðalhlutverkin eru í höndum Bjarn- ar Thors, Guðrúnar Bjarnadóttur, Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Jóns Páls Eyjólfssonar. áttu Fjar- stýringuna úr sódómu? Manstu eftir húfu Nóa Albínóa, ísmolanum úr James Bond, riffl- inum úr Skyttunum, kokteila- hristaranum úr Stellu í orlofi eða fjarstýringunni úr Sódómu Reykjavík? Alþjóðleg kvikmynda- hátíð í Reykjavík og Norræna húsið óska eftir leikmunum, búningum og öðrum munum sem tengjast kvikmyndasögu Ís- lands fyrir föstudaginn 14. ágúst. Þessir munir öðlast nýtt hlutverk á sýningu sem sett verður upp á sérstökum Bíóbar í sýningarými kjallara Norræna hússins með- an á hátíðinni stendur 17. til 27. september næstkomandi. Þeir sem lána muni á sýninguna fá frímiða á Alþjóðlega kvikmynda- hátíð. Fyrsta úthverFi reyKjavíKur? Síðasta Kvosarganga júlímánaðar fer fram á fimmtudaginn. Í göng- unni verður farið um Grjótaþorp- ið og skoðaðar þær fjölbreytilegu birtingarmyndir íbúðarhúsa sem þar eru, allt frá lágreistum timburhúsum til splunkunýrra glæsihúsa. Sumir vilja meina að Grjótaþorpið sé fyrsta úthverfi Reykjavíkur þar sem það heyrði ekki beinlínis undir þorpið Reykjavík þegar það byrjaði að byggj- ast. Það er að minnsta kosti sannar- lega fyrsta íbúðarhverfi borgarinnar. Leiðsögumaður verður Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt. Lagt er af stað úr Grófinni á milli Tryggvagötu 15 og 17. Gangan hefst klukkan 20 og tekur um klukkustund. Þátttaka er ókeypis. Bækurnar um galdradrenginn Harry Potter eru einhverjar þær vinsæl- ustu og mest lofuðu bækur síðustu ára en sömu sögu er ekki að segja um tölvuleikina. Á meðan mynd- irnar hafa verið nokkuð fínar hafa tölvuleikirnir yfirleitt verið slakir. Harry Potter and the Half-Blood Prince er þar engin undantekning þó svo að kvikmyndin þyki sú besta hingað til. Ef þú hefur ekki lesið bókina og ert ekki Harry Potter-nörd dauðans þá er saga leiksins frekar ruglingsleg og slök. Hún heldur áhuga manns engan veginn gangandi og manni er nokkuð sama um hvað kemur næst. Eins og í öðrum Potter-leikjum samanstendur hann mest af litlum smáleikjum og þrautum sem fleyta manni áfram. Í þessum leik ertu í raun að gera sömu þrjá hlutina aftur og aftur, sem verður mjög þreytandi. Í fyrsta lagi þarf maður að gera töfraseið eða blanda galdraformúl- ur. Í fyrstu er þetta ágætisáskorun en eftir því sem líður á leikinn fer þetta bara að verða kvöð og pína. Í öðru lagi þarf maður að elta litla gullbolt- ann í töfrakústarallinu Quidditch. Það reynir lítið á hæfileika manns með stýripinnann og er alltof ein- falt og auðvelt til að teljast almenni- leg áskorun. Í þriðja lagi er það svo baráttan við óvinina þar sem maður þarf að fara með sömu töfraþulurn- ar aftur og aftur til þess að sigra þá. Maður fær það fljótt á tilfinning- una að leikurinn sé ekki gerður af sömu ástríðu og myndin eða bókin. Heldur meira eins og partur af ein- hverju framleiðsluplani til þess að græða enn meiri pening. Ásgeir Jónsson Harry enn þá slakur Það má með sanni segja að Banda- ríkjamenn hafi á síðustu árum misst taktinn þegar kemur að því að gera slagsmálamyndir. Í raun hafa þeir ekki haft neitt til málanna að leggja síðan faxið á Steven Seagal feykti mönnum til og frá um miðjan síð- asta áratug. Austurlenskar bardaga- myndir hafa hinsvegar blómstrað á sama tíma undir handleiðslu manna eins og Donnie Yen, Tony Jaa og Jet Li (sem gerir miklu betri og flott- ari myndir í Asíu en nokkurn tíma í Bandaríkjunum). Hins vegar hefur orðið mikil sprenging í áhuga ungra karlmanna á bardagaíþróttum frá því að MMA fór að ryðja sér til rúms á vinsældalistunum. Fyrst kom glimmersprengjan Never Back Down, svo Mamet-nú- tíma-samúræja-sagan Redbelt og nú loks kemur Fighting. Þar erum við dregin inn í heim götuslagsmála í New York, þar sem veðmangarar fara mikinn. Ber þá að nefna að sá heimur er með ótrúverðugra móti og dansar í raun á landamærum þess yfirdrifna annars vegar og hins fáranlega hins vegar. Hvort það hafi haft einhver áhrif að MMA skuli enn vera bannað í New York kemur ekki fram. Chann- ing Tatum leikur Shawn MacArthur, ungan dreng frá miðríkjum Banda- ríkjanna, sem flúði vandamál sín til New York. Þegar svo gamall krimmi (bílasalatýpa leikin af Terrence How- ard) sér hann lemja nokkra, vill hann ólmur koma honum að í veð- mála-slagsmálin og auðvitað vindur það upp á sig. Hann kynnist stelpu, kynnist krimmanum, kynnist strák- um, kynnist sjálfum sér. Hittir gaml- an andstæðing frá því í háskóla og allt saman með bros á vör. Málið með Channing Tatum er að hann er svo ósympatískur sem leik- ari að það hálfa væri nóg. Hins veg- ar á hann nokkra spretti, þar sem hann virkilega virðist vera ógeðslega sæti, en algjörlega persónuleikalausi strákurinn og þá erum við að tala saman. Terrence Howard er auðvit- að frábær í sínu hlutverki, en það er samt sem áður mjög leiðinlegt að sjá jafn góðan leikara leggja nafn sitt við jafn slappa mynd. Aðrir eru óeftir- minnilegir. Það er í raun ekkert gott við Fighting, en ekkert slæmt heldur, nema slagsmálaatriðin sjálf, sem er bardagakvikmynd ekki til framdrátt- ar. Mikið er gert úr glímuhæfileik- um Channing, en sjaldan sjáum við hann nota þau. Hver einasti maður sem hann keppir á móti minnir mann rækilega á að þarna eru líklega einhver hörku- tól á ferðinni, á meðan hinn er leikari. Þó var gaman að sjá hinn afskaplega hæfileikaríka Chung Lee, og hans at- riði er með þeim sterkari. Annars er hér ekkert nýtt undir sólinni, vilji fólk sjá verulega flotta slagsmálamynd er Ip Man alveg málið. Dóri DNA harKan sex Lala „Það er í raun ekkert gott við Fighting, en ekkert slæmt heldur, nema slagsmálaatriðin sjálf, sem er bardagakvikmynd ekki til framdráttar.“ FóKus 28. júlí 2009 ÞriÐjudagur 21 MYND Lára Ósk Harry Potter and tHe Half-Blood Prince Tegund: Ævintýraleikur spilast á: Nintendo Wii tölvuleikir Harry Potter Það vantar alla sál í leikinn. figHting Leikstjóri: Dito Montiel aðalhlutverk: Terrence Howard og Channing Tatum. kvikmyndir Ósympatískur Tatum er „svo ósympatískur sem leikari að það hálfa væri nóg.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.