Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 10
Ódýrast hjá Big papas Könnun Neytendasamtakanna sýnir að 12 tommu margarita pit- sa er ódýrust hjá Big papas. Þar kostar pitsan 790 krónur. Upplýs- ingarnar voru fengnar í gegnum síma og heimasíður og því skal hafa ákveðinn fyrirvara á verð- unum. Devitos kom næst en þar kostar pitsan 900 krónur. Á Dom- ino’s kostar 12 tommu pitsa 1.310 krónur, og er hvergi dýrari, sam- kvæmt könnun samtakanna. Baráttan við uppgreiðslu- gjaldið Neytendasamtökin og ASÍ kærðu svokölluð uppgreiðslugjöld til Samkeppnisráðs árið 2004 á þeim forsendum að uppgreiðslu- gjald samræmdist ekki lögum um neytendalán. Samkeppnisráð féllst ekki á sjónarmiðin en benti á að skilyrði um uppgreiðslugjald yrðu að koma skýrt fram í láns- samningum. Á heimasíðu Neyt- endasamtakanna kemur fram að ýmsir lánveitendur hafi nú fellt gjaldið niður, allavega tímabund- ið. Á síðunni ns.is má finna lista yfir þá sem gripið hafa til þess að fella niður uppgreiðslugjaldið. Þeirra á meðal eru Avant, S 24, Lýsing, TM og VÍS. n Ung kona hafði samband við DV eftir að hafa keypt sér frekar dýrt pils í Debenhams. Pilsið rifnaði í fyrsta skipti sem hún fór í það. Hún fór með pilsið í verslunina og greindi frá málsatvikum. Afgreiðslukonan gerði allt til að véfengja frásögn konunnar ungu og lét loks í það skína að hún væri of feit í pilsið. Ekki þjónusta til eftirbreytni. n Veitingastaðurinn Saffran í Glæsibæ fær lofið fyrir frábæran og hollan mat á góðu verði. Vinsældir staðarins gera það að verkum að biðin eftir matnum getur verið nokkur. Biðin er þó hverrar mínútu virði, því metnaðurinn við matseldina er til fyrirmyndar. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía Algengt verð verð á lítra 187,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. Skeifunni verð á lítra 186,3 kr. verð á lítra 178,2 kr. Algengt verð verð á lítra 187,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. bensín Hveragerði verð á lítra 184,4 kr. verð á lítra 174,1 kr. Selfossi verð á lítra 183,6 kr. verð á lítra 175,4 kr. Algengt verð verð á lítra 187,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 10 þriðjudAgur 28. júlí 2009 neytendur „Sólbrúnka er í raun eitt einkenni sól- skaða á húð. Sólargeislun flýtir fyrir öldrun húðarinnar, til dæmis hrukku- myndun, myndun brúnna bletta og þynningu hennar. Húðkrabbamein eru alvarlegustu afleiðingar sól- skaða.“ Frá þessu segir í grein Þuríðar Þor- bjarnardóttur líffræðings sem birtist á Vísindavefnum. Nú er hásumar og þó síðustu dagar hafi ekki verið þeir allra heitustu er mikilvægt að vera meðvit- aður um þá áhættu sem sólböðum fylgir. Hámark 20 mínútur Til að byrja með ættu sólböð ekki að vara lengur en 15 til 20 mínút- ur. Geislar sólarinnar eru sterkastir yfir hádaginn, frá klukkan 11 til 14, og á þeim tíma er mikilvægast að fara gætilega, að því er kemur fram á vefnum doktor.is en þar má nálgast ítarlegar upplýsingar um sólböð og afleiðingar sólbruna. Húð fólks má skipta í nokkra flokka, eftir því hversu vel hún þol- ir sólargeislun, allt frá þeirri sem brennur við minnsta tilefni og tek- ur aldrei lit til þeirrar sem brennur nánast aldrei og verður mjög brún. Á doktor.is eru leiðbeiningar fyrir fólk til að átta sig á því hvaða flokki húð þess tilheyrir. Forðist sólina algjörlega Í fyrsta flokkinn falla þeir sem brenna alltaf í sól og taka aldrei brúnan lit. Jafnvel fyrst á vorin, eftir fáeina tíma úti í sólinni, verða þeir sólbrunnir og aumir. Þeir sem falla í þennan hóp ættu að forðast sólina algerlega. Þeir ættu að sætta sig við að fá ekki brúnan lit og hylja húðina með fatnaði. Á móti munu þeir njóta þess að fíngerð húð verður ekki eins hrukkótt og húð þeirra sem eru mik- ið í sól. Í annan flokkinn falla þeir sem verða ljósbrúnir eftir sólböð í eina viku. Þeir ættu að fara gætilega og jafnvel forðast að verða sólbrúnir. Hætta er á að húðin skaðist þannig að síðar komi fram húðkrabbamein. Þeir sem ekki standast freistinguna ættu fyrir alla muni að nota sterka sólarvörn, með varnargildi 15 til 20. Þegar húðin hefur vanist sólinni má lækka varnargildið hóflega. Mikil sólböð valda hrukkum Í þriðja hópinn falla þeir sem verða miðlungsbrúnir á viku og fá vægan sólbruna eftir fyrsta sólbað sumars- ins. Þeir ættu að nota sterka sólar- vörn í eina til tvær vikur en mega svo prófa sig áfram með sólarkrem sem inniheldur minni vörn, að því er fram kemur á doktor.is. Húðin getur hlotið skaða á borð við krabbamein, ef ekki er farið gætilega. Þeir sem taka fljótt lit, sólbrenna aldrei og verða jafnvel verulega sól- brúnir á einni viku falla í fjórða flokk- inn. Þeir ættu að nota sólarkrem með varnargildinu 8. Fyrir vikið verður húðin ekki eins dökk og hún yrði ef engin sólarvörn væri notuð. Fólk sem fellur í þennan flokk (hefur dökka húð) verður síður fyrir skaða á húð í sólböðum. Hins vegar getur of mikil sól leitt til hrukkumyndunar. Tvö kerfi í gangi Sólarvarnarefni eru líklega jafn mis- jöfn og þau eru mörg. Sólarvörn/sól- aráburður ver húðina fyrir bruna en kemur ekki í veg fyrir að svokallað- ir útfjólubláir geislar skaði húðina. Styrkleiki sólarvarnar er misjafn en tvenns konar stuðlar eru notaðir við skilgreiningu á því hversu sterk vörn- in er. Sá ameríski, SPF (e. Sun Prot- ection Facor), er um tvöfalt hærri en sá evrópski. Bandarísk sólarvörn sem hefur gildið 8 jafngildir þannig evr- ópskri sem hefur gildið 4. Á doktor.is segir að evrópska kerfið byggist á því hversu lengi íbúi Norð- ur-Evrópu, sem hefur föla húð, geti verið í sólskini án þess að húðin verði rauð og aum. „Almennt gildir að ef einstaklingur notar sólarvörn til að mynda með stuðlinum 8 getur við- komandi verið 8 x 20 mínútur (160 mínútur) í sólinni, áður en húðin verður rjóð og aum.“ Bent er á að mikilvægt sé að smyrja vel af sólarvörn á líkamann áður en út í sólina er komið. Ef lagið er þunnt næst ekki sú vörn sem upp er gefin. Þá ber að hafa í huga að efnið dofn- ar smátt og smátt og nauðsynlegt er að bera reglulega á sig, þegar í sólbað er komið. Viðkvæm svæði skal hylja með fatnaði eða handklæðum. passaðu þig á sÓlargeislunum Fyrstu sólböð ættu ekki að vara lengur en 15 til 20 mínútur og þeir sem brenna oft eða alltaf í sól ættu að forðast sólina öllum stundum. Að launum fá þeir slétta húð. Þetta kemur fram á vefnum doktor.is en þar má finna miklar upplýsingar um sólböð og þann skaða sem bruni getur valdið. Sólaráburður ver húðina ekki fyrir geislum sem geta valdið húðkrabbameini. Minnisatriði um sólböð af doktor.is n Hættan á sólbruna er einnig fyrir hendi þrátt fyrir að skýjað sé. Um 30-50% útfjólublárra geisla sólar ná í gegnum skýin. n meiri hætta er einnig á sólbruna þegar vindur blæs því viðkomandi finnur síður fyrir geislum sólar og hitanum sem frá þeim streyma. n Þegar dvalið er nærri sjó eða snjó margfaldast hættan á sólbruna. n Vatns- og sjóböð auka líkur á sólbruna. Hægt er að fá vatnshelda sólarvörn eða nota efni sem byggjast á liposomum. Gagnstætt öðrum efnum virka liposomum-efni undir yfirborði húðarinnar. n Varast ber áreynslu í hita og forðast ber að láta húðina verða rauða. Stutt og áköf sólböð eru skaðleg og geta hraðað þróun krabbameins í fæðingarblett- um, sem einnig kallast illkynja melanoma. n Vökvatap með svita undir kringumstæðum mikils hita getur valdið blóð- þrýsingsfalli og yfirliði. Sólböð eru varasöm Þeir sem hafa ljósa húð og brenna auðveldlega í sól ættu að forðast sólina öllum stundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.