Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 22
Hvað það merkir að dreyma Ingólf Margeirsson, rithöfund með meiru, er óvíst. Hvað sem því líður segir Dr. Gunni frá því á bloggi sínu að hann hafi dreymt Ingólf á dögunum, án þess að segja nokkuð nánar frá því fyr� ir utan að hann tekur fram að Ingólfur hafi verið mjög brúnn í draumnum. Gunni vindur sér þess í stað beint yfir í frásögn af heimsókn sinni á Árbæjar� safnið sem hann mærir mjög. Óneitanlega er hægt að lesa það út úr þessu að Gunni sé að setja Bítlaaðdáandann roskna og Ár� bæjarsafn undir einn og sama hatt. Einhverjir hafa nefnilega haft á orði að Ingólfur sé svolítið fastur í gamla tímanum, meðal annars í gegndarlausri aðdáun sinni á Bítlunum. Nú síðast var hann með nostalgíska lofræðu um tónleika með Paul McCartn� ey í Sunnudagsmogganum um nýliðna helgi. Bretar eru ekki þeir fyrstu sem koma upp í hugann ef velt er vöng� um yfir því hvaða þjóðir teljast okkur enn vinveittar eftir fíaskó undanfarinna mánaða. Þó er það svo að Breti nokkur að nafni Ben Hopkins hefur sett á laggirnar vef� síðu á slóðinni icelandonscreen.� wordpress.com þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Logs.is segir frá því að Hop� kins hafi verið á leiðinni til Íslands og viljað „lesa“ sér til um landið í gegnum kvikmyndir þess. Þá hafi hann rekið sig á að upplýsingar á ensku um íslenskar kvikmyndar væru af skornum skammti. Hop� kins einhenti sér því í verkefn� ið og þegar þetta er skrifað hefur hann fjallað um á síðunni: Cold Fever, Mýrina, 101 Reykjavík, Næt� urvaktina og Sódómu Reykja� vík. Umsagnir Hopkins hingað til hafa verið alljákvæðar ef frá er tal� in Sódóma. Hann segir hana þó lengstum skemmtilega á að horfa en að handritið sé þunnt og leikur� inn misjafn. Hopkins býr í London og hef� ur umsjón með kvikmyndahluta tónlistartímaritsins Clash. Í stuttu viðtali við Logs.is segist hann op� inn fyrir uppástungum ef íslensk� ir kvikmyndagerðarmenn vilji fá dóm um myndina sína á vefnum. kristjanh@dv.is tjallinn og íslenska bíóið Mýrarboltinn 2009: Svala Björgvinsdóttir og félagar hennar úr raftónlistargrúpp� unni Steed Lord leika í einni af nýjustu auglýsingum heyrn� artólaframleiðandans WESC Headphone. Þessu greinir vefur� inn monitor.is frá en þar má sjá myndband með auglýsingunni sem þykir flott. Í henni sést ungt fólk svífa, líða og skríða um með heyrnartól frá WESC. Nú styttist í að meðlimir Steed Lord verði allir fluttir af landi brott. Svala og Einar og Eðvarð Egilssynir eru að fara flytja til New York en Er� lingur Egilsson býr í London. 22 þriðjudagur 28. júlí 2009 fólkið Bretanum Ben Hopkins fannst vanta meiri upplýsingar um íslenska kvikmyndagerð: 101 Reykjavík Ein þeirra mynda sem Hopkins hefur skrifað um á netsíðunni. „Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari grein í mýri eftir því sem við komumst næst,“ segir Jóhann Bær� ing Gunnarsson einn skipuleggjenda hins árlega mýrarbolta sem fer fram um verslunarmannahelgina. Þar verður í fyrsta skipti keppt í kvenna� burði í mýri þar sem karlmenn hlaupa með konur á bakinu yfir mýr� lendi. „Það er hefð fyrir þessu í Finn� landi en þar keppa þeir ekki í mýri.“ Jóhann, sem er oftar en ekki kall� aður drullusokkur vegna tengsla sinna við mýrarboltann, segir að um sé að ræða sýningargrein. „Það er ekki hægt að skrá sig í þessa grein núna en hver veit hvernig þetta verður á næsta ári.“ Þegar er búið að prufu� keyra greinina. „Við prófuðum þetta á þurrum velli áðan og þá datt ann� ar keppandinn þannig að það verð� ur spennandi að sjá hvernig gengur þegar búið er að bleyta vel í þessu.“ Sápubandí er önnur sýningargrein sem boðið verður upp á í fyrsta skipti en þar er spilað hefðbundið bandí á plastdúk sem búið er að bera á sápu� vatn. Þar af leiðandi verður undirlag� ið meira en lítið sleipt með tilheyr� andi látum. „Markmiðinu er löngu náð,“ segir Jóhann um fjölda keppenda sem hafa skráð sig til leiks í mýrarboltamótinu sjálfu en þeir eru nú á milli fimm og sex hundruð. „Þetta er þegar orðið fjölmennasta mótið hingað til en við ætlum að bæta um betur og skrán� ingin er opin fram á fimmtudags� morgun klukkan tíu.“ Verið er að búa til fleiri velli undir mótið en Jóhann segir að mótssvæðið muni mest bera 990 keppendur ef öll áform ganga eftir. „Hvort svo margir skrái sig til leiks verður svo að koma í ljós.“ Mýrarboltamenn ætla að bjóða upp á enn eina nýjungina þetta árið en í fyrsta skipti verða tónleikar á mótssvæðinu. „Þeir eru haldnir í samstarfi við Securitas og Kimi Rec� ords. Hljómsveitin Reykjavík! mun meðal annars koma fram ásamt fjöl� mörgum hljómsveitum héðan.“ Það kostar 5.000 krónur fyrir einstakl� inginn að taka þátt í mótinu og mest mega vera 15 manns í liði. Það eru þó ekki bara þeir sem ætla að keppa sem flykkjast vestur því ekki er síður gaman að horfa á mótið. „Við búumst við því að það verði að minnsta kosti 3.000 manns hérna á svæðinu,“ segir Jó� hann að lokum en hægt er að kynna sér málið nánar á myrarbolti.com. asgeir@dv.is leika í auglýsingu DREYMDI BRÚNAN INGÓLF KvENNABuRðuR í mýrialdrei hafa fleiri verið skráðir til leiks á hinu árlega mýrarboltamóti á ísafirði um verslunarmannahelgina. keppt verð-ur í kvennaburði í mýri í fyrsta skipti en einnig verður keppt í svokölluðu sápu- bandí. í fyrsta skipti verður boðið upp á tónlist á mótssvæðinu og er búist við að gestir verði 3000 eða fleiri. Jóhann Bæring Einn skipuleggjenda mýrarboltans. Aldrei fleiri Þegar hafa milli 500 og 600 manns skráð sig til leiks. Augnayndi Fólk flykkist einnig vest- ur til þess að fylgjast með mótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.