Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 6
 þriðjudagur 28. júlí 2009 fréttir KR-sport telur sig eiga kröfu á hendur þrotabúi Samsonar vegna vangoldinna styrkja við félagið. Þrotabú Samsonar hefur stefnt KR-sport vegna þess að skiptastjóri þess telur Samson hafa lánað KR-sport milljónir. KR-sport telur hins vegar að um styrki hafi verið að ræða sem Samson greiddi mánaðarlega til félagsins. Peningarnir voru notaðir til að fjármagna starf annars flokks KR, svonefndrar Akademíu. KR-sport telur sig eiga útistandandi kröfu á hendur þrotabúi Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, upp á um 10 milljónir króna vegna vangreiddra styrkja til fótbolta- deildar KR, samkvæmt heimild- um DV. Líkt og DV greindi frá í síð- ustu viku hefur þrotabú Samsonar stefnt KR-sport fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna þess að skipta- stjóri þrotabúsins, Helgi Birgisson, telur að KR-sport skuldi þrotabú- inu tæpar ellefu milljónir króna. Samkvæmt stefnunni var fjár- hæðin bókfærð sem lán í bókhaldi Samsonar en KR-sport telur að aldrei hafi verið um lán að ræða heldur styrkveitingu, samkvæmt heimildum DV, og leit á fjárveiting- arnar sem slíkar. Staðið við greiðslurnar fram að hruni Samson hafði staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart félaginu í um tvö ár þar til við bankahrun- ið í október, samkvæmt heimild- um DV. Eftir það hættu greiðslurn- ar að berast frá Samson en félagið var sett í greiðslustöðvun þegar Landsbankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október og stærsta eign félagsins, tæplega helmingshlutur í Landsbankan- um, varð verðlaus. Málatilbúnað- ar KR-sport mun líklega byggjast á því, samkvæmt heimildum DV, að félagið eigi inni fé í þrotabúi Sam- sonar vegna þess að greiðslurnar hafi hætt að berast til félagsins þeg- ar það varð gjaldþrota. Um er að ræða verulegt fjárhagslegt tap fyrir KR-sport því Samson var einn að- alstyrktaraðili þess. Engir samningar eru hins vegar til um fjárveitingarnar frá KR-sport til Samsonar, samkvæmt heimild- um DV, en greiðslurnar bárust með jöfnum hætti til félagsins í hverjum mánuði. Greiðslurnar voru heldur ekki bundnar við einhvern ákveð- inn samningstíma heldur var litið á greiðslurnar sem ótímabundnar samkvæmt samkomulagi Samson- ar og KR-sport. Forsvarsmönnum KR-sport var því ekki kunnugt um að greiðslurnar væru bókfærðar sem lán í bókhaldi Samsonar. Erfitt gæti því verið að reikna út hversu mikinn skaða KR-sport muni bera af gjaldþroti Samsonar auk þess sem erfiðlega gæti gengið hjá KR-sport að sanna að um styrki hafi verið að ræða en ekki lán. Notað fyrir Akademíuna Styrkveitingar Samsonar til KR- sport voru mánaðarlegar á síðustu tveimur árum fyrir bankahrunið og námu nokkur hundruð þúsund krónum í hvert skipti, samkvæmt heimildum DV. Peningarnir voru fyrst og fremst notaðir til að fjár- magna starf 2. flokks karla, KR Akademíuna eins og hún er köll- uð, sem ætlað er að vera útung- unarstöð fyrir framtíðarleikmenn meistaraflokks félagsins. Aðalástæðan fyrir stuðningi Samsonar við KR-sport kann að vera sú að Björgólfur Guðmunds- son, annar eigandi Samsonar, er dyggur stuðningsmaður KR og fyrrverandi stjórnarformaður KR-sport. Slíkur stuðningur auð- manna við uppáhaldsíþróttafé- lögin sín var nokkuð algengur á Ís- landi á árunum fyrir bankahrunið en sem dæmi má nefna að Hann- es Smárason styrkti Fram og Pálmi Haraldsson styrkti Þrótt svo um munaði. Lögmaður KR-sport í málinu er Hörður Felix Harðarson hæsta- réttarlögmaður en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Við þingfestingu málsins í apríl síðast- liðnum fékk KR-sport frest fram á haust til að skila greinargerð í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust og mun þá skýrast hvort KR-sport þarf að endurgreiða upphæðina eða ekki og jafnframt hvort þrota- bú Samsonar mun þurfa að greiða KR styrkina vangoldnu eða ekki. INgI F. VIlhjálmSSoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Eldheitur KR-ingur Félag Björgólfs, greiddi KR-sport mánaðarlega fjárhæð á síðustu tveimur árunum. Byssumaðurinn á Barðaströnd er laus úr haldi lögreglunnar: Treystir sér ekki til að tala „Að svo stöddu viljum við ekki tjá okkur. Við treystum okkur ekki í það núna,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir. Eiginmaður hennar, Haraldur Ein- arsson, var yfirbugaður af sérsveit- inni aðfaranótt laugardags á Barða- strönd á Vestfjörðum. Þar hafði hann gengið berserksgang í húsi systra sinn á jörðinni Haukabergi vopnað- ur skotvopni. Lögreglan á Vestfjörðum ósk- aði eftir aðstoð sérsveitar ríkislög- reglustjóra sem naut aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við að kom- ast á vettvang. Haraldur var ölvaður og var sleppt eftir yfirheyrslur. Lög- reglan á Vestfjörðum segir hann ekki hafa skotið úr byssunni en vill ekki segja hvers konar skotvopn hann var með á sér. Vilborg segir þau hjónin ekki ætla að tjá sig um málið og láta það sem birtist á visir.is á sunnudag nægja. Þar svaraði Vilborg, fyrir hönd þeirra hjóna, ásökunum mágs Harald- ar, Þórs Árnasonar, í hans garð. Þór sagði í samtali við visir.is allt vera í rúst í húsinu á Haukabergi. Þá sagði Þór að Haraldur hefði hótað þeim systrum síðan þær keyptu húsið. Vilborg sagði á visir.is á sunnu- dag að henni sárnuðu ummæli Þórs og málið ætti sér mun lengri sögu. Hún sagði ekkert afsaka gjörðir eig- inmanns síns og líðan hans væri góð miðað við aðstæður. Haraldur hefur áður gengið ber- serksgang, þá vopnaður haglabyssu. Það var á heimili hans á Álftanesi árið 2002. Lögreglan í Hafnarfirði og víkingasveitin sátu í þrjá tíma um svæðið og reyndu að tala hann til áður en ráðist var til atlögu sem end- aði með því að víkingasveitin yfir- bugaði hann. Gleðskapur hafði verið í húsinu og Haraldur var undir áhrif- um áfengis. Fátt benti til þess að Har- aldur hefði hleypt af skotum í húsinu eins og í fyrstu var talið. liljakatrin@dv.is Yfirbugaður af sérsveit Sérsveit ríkislögreglustjóra yfirbugaði Harald. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. KR telur Samson SKULDA SÉR fÉ 47 milljóna gróði á djamminu Sá sem vann tæpar 47 milljónir króna í Lottóinu á laugardag er ungur maður sem keypti mið- ann þegar hann var að koma heim frá því að skemmta sér aðfaranótt laugardags. Miðann keypti hann á N1 í Hafnarfirði. Vinningshafinn ungi vitjaði vinnings síns á skrifstofu Ís- lenskrar getspár í gær og var þá, að sögn starfsmanna hennar, varla búinn að jafna sig á því að vera einn með allar tölurnar réttar í sexföldum Lottópotti og þar með 47 milljónum króna rík- ari. Hann hyggst nota peninginn til að fara í nám. Krónan stendur í stað Gengisvísitala krónunnar er því sem næst sú sama og hún var daginn sem Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Stuðningsmenn aðildar höfðu sumir hverjir sagt að krónan myndi styrkjast um leið og aðildarumsókn yrði sam- þykkt en það hefur ekki gengið eftir. Hins vegar lækkaði skulda- tryggingaálag eftir samþykktina. Gengisvísitalan stóð í 231,65 í gær en var 231,89 16. júlí, þegar aðildarumsókn var samþykkt. Krónan hefur styrkst gagnvart dollara og pundi síðan aðildar- umsókn var samþykkt en það skýrist af veikingu þeirra gjald- miðla frekar en styrkingu krón- unnar. Svínaflensa á fótboltamóti Ellefu ný tilfelli af nýju inflúens- unni A(H1N1) hafa greinst á Íslandi á síðustu tveimur sólar- hringum, að því er segir á vef Landlæknisembættisins. Frá því í maí hefur flensan, oftast kölluð svínaflensa, greinst í 34 einstakl- ingum hér á landi. Þau smituðu eru tveir 15 ára piltar sem komu af fót- boltamóti í Gautaborg, 17 ára spænsk stúlka sem tekið hafði þátt í skátamóti hér á landi, 28 ára stúlka sem kom frá Ástr- alíu, 5 ára drengur sem kom frá Taílandi, 29 ára karlmaður sem kom frá Kína nýverið. Auk þeirra 17 ára stúlka, þrír 27 til 39 ára karlmenn og 27 ára kona en ekkert þeirra hefur ferðast til útlanda og óljóst er um tengsl þeirra við smitaða einstaklinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.