Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 17
Armstrong þriðji á dAuðum fiðrildum sport 28. júlí 2009 þriðjudagur 17 Bandaríska hjólreiðagarpinum Lance Armstrong tókst ekki hið ótrú- lega, að sigra í Frakklandshjólreiðun- um, Tour de France, í áttunda skiptið eftir fjögurra ára hlé. Hann þurfti að sætta sig við þriðja sætið sem er þó ómannlegur árangur miðað við æf- ingar síðustu mánuði, fáar keppnir í undirbúningi og að hafa viðbeins- brotnað fyrr á árinu. Hann hjólaði í mark á afar sérstöku hjóli, þöktu dauðum fiðrildum, og þurfti að horfa upp á samherja sinn, Alberto Conta- dor, fagna sigri. Þeim er ekki vel hvor- um við annan. Armstrong kveður nú hið geysisterka Astana-lið og mætir á næsta ári með sitt eigið. Í mark á dauðum fiðrildum Spánverjinn Alberto Contador, sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum þetta árið, var meira og minna bú- inn að tryggja sér sigur á næstsíðasta degi með ótrúlegri frammistöðu á einum erfiðasta fjallaáfanga keppn- innar. Þrátt fyrir að bera sigur úr být- um í þessari stærstu hjólreiðakeppni heims þurfti Contador að sætta sig við að allt snerist um Lance Arm- strong. Á lokadeginum vakti Arm- strong mikla athygli þegar hann notaðist við hjól gert af frægum lista- manni, Damien Hirst, sem var þakið myndum af dauðum fiðrildum. „Ég bað Damian um að gera hjól fyrir mig sem hann sættist á. Ég safna verkum eftir hann og á mörg,“ sagði Armstrong um hjólið sem verður síðan selt á uppboði. „Þegar þetta hjól verður selt verður það dýrasta hjól sem nokkurn tíma hefur verið keypt,“ sagði Armstrong enn frem- ur en peningurinn fer í að styrkja krabbameinsrannsóknir. Dýravin- um í París á lokadeginum fannst þetta þó ekki sniðugt og sögðu þetta ógeðfellt. Nýtt lið á næsta ári Armstrong og Contador eru allt ann- að en vinir og ásakaði Bandaríkja- maðurinn samherja sinn um að fara ekki eftir liðsreglum á lokaáföng- um keppninnar. Þegar hann átti að halda hraða gaf hann í og stakk alla af. „Mér leið bara svo vel á þessum áföngum að ég ákvað að nýta mér það og stinga keppinauta mína af,“ sagði Contador sem er aðeins einn af fimm mönnum sem hafa unnið allar stóru hjólreiðarnar, Spánar, Ít- alíu og Frakklands. Armstrong var hrókur alls fagn- aðar við endamarkið en eftir að hann steig af verðlaunapallinum fór hann ekki einu sinni í sigurveislu Conta- dors og Astana-liðsins. Hann fór út að borða með fjárfestum sínum úr rafmagnstækjabúðinni Radioshack en nýtt lið með því nafni er í burð- arliðnum og mun Armstrong mæta undir sínu eigin merki á næsta ári. Hann viðurkenndi fúslega að honum hefði einfaldlega verið skák- að í ár. „Ég gerði mitt besta en hérna voru bara menn sem voru einfald- lega betri en ég. Þriðja sætið er samt frábær árangur miðað við það sem á undan hefur gengið hjá mér. Þetta eru búnar að vera erfiðar þjár vikur eins og venjulega og nú fer ég í frí. Svo sannarlega,“ sagði Lance Arm- strong. Lance Armstrong varð þriðji í Frakklandshjól- reiðunum, Tour de France, sem lauk um helgina. Hann þurfti að horfa á eftir sigrinum til síns helsta keppinautar en þó samherja síns, Albertos Contador. Þetta er þó magnað- ur árangur hjá Bandaríkjamanninum sem notaði afar sérstakt hjól á lokadeginum. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Meistarinn Alberto Contador sigraði í Frakklandshjólreiðunum en hann og Armstrong eru engir vinir. Dauðu fiðrildin Lance Armstrong endaði í þriðja sæti í Frakklandshjól- reiðunum. Hann kom í mark á afar áhugaverðu hjóli. ALLT FYRIR NEYTANDANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.