Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2009, Blaðsíða 2
 þriðjudagur 28. júlí 2009 fréttir Hollendingurinn Peter Rabe, sem er grunaður um að vera forsprakkinn í Papeyjarsmyglinu, segist hafa leigt skútuna Sirtaki í þeim tilgangi að fara í tveggja vikna skemmtisiglingu í kjölfar þess að hús hans í Hollandi brann til kaldra kola. Aðalmeðferð í málinu gegn sexmenningunum sem eru grunaðir um að hafa smyglað 109 kílóum af kannabisefnum, amfeta- míni og e-töflum til landsins með skútunni Sirtaki í apríl hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fram hefur komið að áætlað götuvirði efn- anna er um hálfur milljarður króna. Rúnar Þór Róbertsson, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Peter Rabe voru um borð í skútunni Sirtaki sem er tal- in hafa flutt efnin upp að Íslands- ströndum, þangað sem slöngubát- ur með Jónasi Árna Lúðvíkssyni í fararbroddi kom til móts við þá og flutti efnin í land. Jónas Árni, Pét- ur Kúld Pétursson og Halldór Hlíð- ar Bergmundsson voru handteknir á leið með efnin frá Djúpavogi til Sel- foss. Þremenningarnir segjast allir hafa talið að um fjórar töskur af efn- um væri að ræða, en magnið reynd- ist vera um fjórfalt meira. Þeir sögð- ust hafa haldið að þeir væru að flytja stera til landsins. Huldu-gleðikonur Grunur leikur á að skútumenn- irnir hafi falsað listann með nöfn- um áhafnarmeðlima, en auk Peters Rabe, Árna Hrafns og Rúnars voru nöfn þriggja kvenna á áhafnarlist- anum. Þar af voru tvær með íslensk nöfn. Hafi það verið gert til að vekja síður grunsemdir yfirvalda. Enginn skútumannanna vildi kannast við að hafa sett nöfn kvennanna á listann, en ein þeirra var skráð til heimilis á sama stað og Rabe. Ekkert þessara nafna hefur hins vegar fundist í þjóð- skrá hér á landi eða í Hollandi. Rabe sagðist hafa fengið nöfnin hjá fylgd- arþjónustu, en á endanum hafi þeir hætt við að taka gleðikonurnar með í ferðina. Hann neitar því að hafa nokkru sinni komið inn fyrir íslenska 12 mílna refsiréttarlögsögu og því hafi hann ekki hlýtt skipun Landhelgis- gæslunnar um að snúa skútunni við, heldur siglt í átt til Færeyja. Þá hafi veður á hafi úti verið mjög slæmt. Um borð í skútunni fannst fartölvutaska með snúrum í, en engin fartölva. Rabe sagði að tölvan og gervihnatta- sími, sem grunur leikur á að hafi verið notaður um borð í skútunni, hafi orðið eldi að bráð. Í fórum hans fannst hins vegar minnislykill sem innihélt textaskjal á hollensku um hvernig tengja mætti GPS-tæki við fartölvu. Rabe hafði sem sagt tölvu- snúrur, fartölvutösku og minnislykil, en enga tölvu um borð. Í framburði hans kom enn fremur fram að Ís- lendingarnir hefðu átt hugmyndina að því að leigja skútuna, en belgískt eða hollenskt vegabréf hafi þurft til að leigja hana og því hafi hann gert það. Hollenskir tollgæslumenn um borð Fram kom í framburði skútumann- anna að hópur hollenskra tollgæslu- manna kom um borð í skútuna skammt frá ströndum Hollands og skoðaði bæði skútuna og vegabréf mannanna. Þeir hefðu ekki fundið neitt óeðlilegt og því haldið för sinni áfram. Rúnar Þór sagði fyrir dómi að hann og Rabe hefðu haft uppi áform um að stofna fyrirtæki ytra, en þau áform hefðu orðið að engu vegna eldsvoðans. Þeir hefðu því ákveðið að fara í skútusiglinguna sem hugs- anlegan undirbúning fyrir skútu- siglingakeppni á milli Frakklands og Íslands, sem fram fer í sumar. Rún- ar bar við fyrir dómi að hann hefði aldrei séð slöngubát koma að bátn- um til að sækja meintan farm. Kom frá Danmörku Árni Hrafn neitaði einnig sök í mál- inu. Hann var búsettur í Danmörku þegar Rúnar Þór hafði samband við hann um að koma til Hollands til að leggja hönd á plóginn við fyrirtækið sem þeir höfðu í hyggju að stofna. Hús Rabes brann hins vegar í milli- tíðinni, en Árni segist engu að síður hafa komið með í skútuferðina þar sem hann hafi réttindi til að sigla skútu. Sakborningar voru mikið spurðir út í gervihnattasíma og fartölvu sem lögregla telur að hafi verið um borð en þeir kastað í sjóinn á einhverj- um tímapunkti. Enginn þeirra vildi kannast við að fartölva eða gervi- hnattasími hefði verið um borð. Sem fyrr segir sigldi skútan und- ir belgísku flaggi og sagði Árni Hrafn að hann hefði séð margar skútur á leið sinni yfir hafið. Aðspurður hvaða flaggi þær hefðu siglt undir sagð- ist Árni hafa talið að ein þeirra sigldi undir þýsku flaggi. Auðveldlega má ruglast á belg- íska og þýska fánanum úr fjarlægð og því gerðu verjendur því skóna að hugsanlega hefðu aðrar skútur ver- ið á svæðinu sem líktust þeirri sem þremenningarnir voru handteknir um borð í, enda neituðu slöngubáts- mennirnir að bera kennsl á þá sem afhentu þeim efnin. Óttast aftur hefnd Jónas Árni, sem er ákærður fyrir að sigla á slöngubáti út til að sækja efn- in, sagði fyrir dómi að hann vildi ekki gefa neitt upp um afhendingu efnanna vegna hótana. Hann segist óttast manninn sem hótaði að hon- um væri hollast að halda kjafti. Hann vildi ekki játa að hafa hitt þremenn- ingana á skútunni. Í bíl sem notað- ur var til að flytja efnin fannst talstöð og í skútunni fundust pakkningar utan af sambærilegri talstöð. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði feng- ið talstöðina erlendis, en vildi ekki greina frá því hver lét hann hafa tal- stöðina. Fyrir dómi vildi hann ekki svara spurningum um hversu margir hefðu verið um borð eða hverjir það hefðu verið. Jónas Árni og Rúnar Þór hafa áður verið ákærðir fyrir innflutning á fíkni- efnum. Þeir voru sýknaðir árið 2007 af ákæru um að hafa smyglað tæpum 4 kílóum af kókaíni til landsins. Fyrir dómi þá vildi Jónas heldur ekki gefa upp nafn mannsins sem hann sagði hafa skipulagt smyglið af ótta við ENGINN VILDI BENDA Á SKÚTUMENNINA valgeir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is aðalmeðferð Enginn sakborninga vill gangast við því að hafa staðið fyrir innflutningi á efnunum. MynD rÓbert sirtaki Peter Rabe var skipstjóri á Sirtaki. Hann neitaði að snúa skútunni til hafnar og hélt að eigin sögn í átt til Færeyja. Hann segist hafa verið í skemmtisiglingu. MynD sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.