Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2009, Síða 12
12 föstudagur 21. ágúst 2009 fréttir „Finnska bankakreppan á ýmislegt sameiginlegt með þeirri íslensku en margt er líka ólíkt,“ segir Kaarlo Jänn- äri, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeft- irlits Finnlands. Jännäri gerði skýrslu fyrir forsætisráðuneytið um reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Var skýrslan hluti af samkomulagi Ís- lands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann var forstjóri Fjármálaeftirlits Finnlands í ellefu ár frá árinu 1996 til 2007. Icesave óhagganlegt Hann telur ólíklegt að Bretar og Hol- lendingar muni samþykkja breyting- ar á fyrirvörum sem Alþingi ætlar að gera við Icesave. „Þið hafið þegar gert samning. Sá samningur var að mínu mati ekki svo slæmur. Ég get skilið að fólk á Íslandi sé gríðarlega reitt. Því finnst ekki sanngjarnt að taka á sig skuldbindingar sem einkabanki tók á sig erlendis,“ segir hann. Hins veg- ar ef Ísland ætli að njóta virðingar er- lendis verði það að ganga frá þessum skuldbindingum. „Það verður mjög erfitt fyrir Breta og Hollendinga að samþykkja breytingar sem Alþingi vill gera á Icesave,“ segir Jännäri. Eiga að hjálpa Íslendingum Aðspurður hvort Norðurlöndin og Evrópusambandið ættu að aðstoða Ísland meira segir hann að Norð- urlöndin séu allavegana nú þegar að hjálpa Íslandi heilmikið. „Fólk í Finnlandi spyr: Af hverju ættum við að borga svona mikið til Íslands? Þetta er jú töluvert há upphæð sem hver Finni mun lána Íslandi í gjald- eyrislán. Ég hef sagt fólki að auð- vitað verði Finnar að hjálpa Íslend- ingum. Þið mynduð gera það sama fyrir Finnland,“ segir Jännäri. Fengu slæma viðskiptavini Jännäri segir að það sem sé ólíkt sé að íslenski fjármálageirinn var risa- vaxinn á erlendri grundu en það hafi ekki átt við um Finnland. „Regl- ur á fjármálamarkaði voru rýmkað- ar og bankarnir hófu mikla sókn ekki bara innanlands heldur líka á erlendri grundu. Það sem finnsku bankarnir áttu sameiginlegt með þeim íslensku var að þeir fengu þá viðskiptavini erlendis sem þar- lendir bankar höfðu hunsað,“ segir hann. Í Finnlandi hófust björgunar- aðgerðir stjórnvalda um haustið 1991 þegar ríkið aðstoðaði Skop- bank. Jännäri var gerður að stjórn- arformanni og framkvæmdastjóra Skopbank á meðan finnska fjár- málakreppan reið yfir. Fasteignir og eignarhlutir í fyrirtækjum voru færð yfir í sérstaka sjóði. Stofnaður var ábyrgðarsjóður ríkisins í apríl 1992 og í febrúar 1993 var sjóðurinn endurskipulagður og þingið sam- þykkti að stjórnvöld myndu ábyrgj- ast greiðslur finnskra banka. Ekki þjóðnýtt í Finnlandi Að sögn Jännäri þurfti finnska rík- ið ekki að fást við erlendar skuld- ir bankanna líkt og gerst hefur á Íslandi. „Það voru engir bankar þjóðnýttir í Finnlandi. Bankarnir sáu því sjálfir um að semja við sína kröfuhafa. Hins vegar veittu stjórn- völd bönkum fjármagn en það var engin þjóðnýting,“ segir hann. Þeg- ar Jännäri er spurður að því hvað Íslendingar geti lært af Finnum hlær hann. „Þið hefðuð getað lært af okkur að láta bankana ekki fara í svona brjálaða útrás,“ segir Jänn- äri. Það sem Ísland er að gera í dag sé þó nokkuð líkt því sem Finn- ar gerðu. „Þið eruð að koma upp eignaumsýslufélögum. Það gerð- um við líka þangað sem slæmar eignir voru settar. Slíkt fyrirtæki er ennþá starfandi í Finnlandi þótt umsvif þess séu í dag afar lítil.“ Ekkert traust Jännäri telur að Ísland hafi ekki átt neinn annan valkost en að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Finn- land hafi sjálft verið nálægt því að verða neytt til að leita aðstoðar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. „Það sem gerðist var að erlendir lántakend- ur treystu ekki Íslendingum lengur. Efnhagsþrengingar Íslendinga eru af allt annarri stærðargráðu en Finna. Þingið í Finnlandi samþykkti að ábyrgjast greiðslur finnskra banka. Þótt íslenska ríkið hefði gefið slíkt út hefði það ekki virkað,“ segir Jännäri. as@dv.is Áttum að læra af finnlandi Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlits Finnlands Segir að Íslendingar hefði átt að læra af reynslu Finna. Þegar íslenska bankahrunið er borið saman við hrunið sem varð í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi upp úr 1990 er ljóst að erfiðleikar Íslendingar eru af allt annarri stærðargráðu en hrun þeirra. Þetta var samdóma álit þeirra þriggja aðila sem DV ræddi við sem báru saman löndin þrjú við þau áföll sem Ísland glímir við í dag. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlits Finnlands, segir að það sem sé sammerkt með íslensku bönkunum og þeim finnsku að báð- ir hafi fengið „slæma viðskiptavini“ þegar þeir fóru í útrás. Útrás Finna hafi þó verið af allt annarri stærðar- gráðu en sú íslenska. Sem dæmi um bóluna á Íslandi hækkaði hlutabréfaverð nífalt á árun- um 2001 til 2007, það var 44% meðal- hækkun sex ár í röð. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði auk þess um 150% á þeim árum. Lítil opinber aðstoð Til að setja þessa niðurstöðu álits- gjafanna í samhengi er athyglisvert að skoða fjárhagslegan kostnað sem stjórnvöld þessara landa lögðu til. Samkvæmt grein í peningamálum Seðlabankans árið 2001 kemur fram að fjárhagsaðstoð til banka í Noregi hafi numið 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) þar í landi. Í Svíþjóð nam aðstoðin 5,2 prósent af VLF og í Finnlandi nam hún 10 pró- sent af VLF. Vandræði þessara landa stöfuðu líka miklu frekar af vand- ræðum einstaklinga vegna húsnæð- islána og einkaneyslu. Á Íslandi stafar útlánatap hins vegar miklu frekar af lánum til einka- hlutafélaga til hlutabréfakaupa sem höfðu haldlítil veð að baki fjárfesting- um sínum. Jón Þór Sturluson, hag- fræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að skuldir einkageir- ans og heimila í Svíþjóð hafi vaxið úr 85 prósenum af VLF árið 1985 í 135 prósent af VLF árið 1990. Til sam- anburðar voru skuldir einkageira og heimila á Íslandi orðnar 500 prósent af VLF í september árið 2008 700 milljarða framlag Stjórnvöld í Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð veittu því öll lán sem voru inn- an við 10 prósent af VLF þeirra. Þetta framlag á Íslandi mun á endanum líklega ná yfir 50 prósentum af VLF ef Icesave er undanskilið. Þá erum við að tala um 270 milljarða króna til Seðlabankans, 200 milljarða króna í peningamarkaðssjóði og vel á annað hundrað milljarða króna til að styrkja eiginfjárhlutfall Landsbankans, Ís- landsbanka og þá sparisjóði sem óskað hafi eftir slíku framlagi. Verg landsframleiðsla á Íslandi nam um 1.470 milljörðum króna árið 2008. Norræna bankakreppan sem reið yfir Finna, Norðmenn og Svía upp úr 1990 á lítið sammerkt með þeirri ís- lensku. Stærð íslensku fjármálakreppunnar er langtum meiri en þeirra. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlits Finnlands, segir okkur þó eiga það sammerkt að bæði finnskir og íslenskir bankar fengu „slæma viðskiptavini“ þegar þeir héldu erlendis í útrás sína. Norðmenn fóru best út úr sinni kreppu og kostaði hún þá -0,9 prósent af vergri landsframleiðslu, það er að segja ríkið fékk meira til baka en það lagði til. lærðum ekki af reynslu þeirra annas sIgmundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is ÓsLÓ Norðmenn fóru best út úr norrænu bankakreppunni sem reið yfir upp úr 1990. Eftir á fékk norska ríkið meira til baka en það hafði lagt í eiginfjárframlag til bankanna þar í landi. Myndin er af Ósló, höfuðborg Noregs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.