Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 13
Ef Arnaldur Indriðason er fulltrúi sósíalraunsæ- isins í íslenskri glæpasagnagerð en Árni Þórar- insson reynir að skrifa í anda am- erískra töffarahöfunda, er Viktor Arnar fulltrúi ráðgátunnar sjálfrar í þessum kima bók- menntanna. Að minnsta kosti framan af var ráðgát- an allsráðandi í bókum hans, en persónusköpun og annað þvíumlíkt sat nokkuð á hakanum. Það var líka allt í lagi, því sem ráðgátusmiður er Viktor Arnar einna fremstur íslensku glæpa- höfundanna. Með árun- um hefur hann líka færst meira í fang og gengur í þessari bók á hólm við flóknari og margræðari persónur en hann hefur áður gert. Það gengur ekki að öllu leyti upp, listamenn og gamlir hippar sem hér standa á sviðinu eru sumir óttalegar klisjur, en það gerir reyndar ekki mikið til. Sagan sjálf heldur manni vel við efnið. Hér segir frá morði sem framið er í íslenska sendi- ráðinu í Berlín og í ljós kemur að rót at- burðanna er að finna fyrir mörgum ára- tugum. Nokkuð billegt er að þegar á líður er eins og Viktor Arnar nenni ekki almennilega að flétta upplýsingar eðli- lega inn í frásögn, heldur taka persónur til við ræðuhöld þar sem þær útskýra fram- vinduna, en annað eins gerist nú í reyfur- um, og þetta er, hvað sem göllum líður, fín glæpasaga. IllugI Jökulsson Fulltrúi ráðgátunnar Átta bækur eru dæmdar í bókablaði DV að þessu sinni; fjórar skáld- sögur, þar af tvær spennusögur, eitt smásagnasafn, ein ævisaga, eitt sagnfræðirit og svo ein bók sem ritstjórnin átti í mestu erfiðleikum með að flokka. Niðurstaðan var „fræði/samfélagsmál“. En hvað um það – flettu áfram og sjáðu hvað krítíkerunum fannst. dæmir... Enn er morgunn Eftir Böðvar Guðmundsson „Snyrtilega samin skáldsaga sem jafnast þó ekki á við það sem Böðvar hefur best gert áður.“ Hyldýpi Eftir Stefán Mána „Fáir höfundar virðast eiga jafn auðvelt með að laða fram gegnheila skúrka og Stefán Máni.“ Á mannamáli Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur „Nauðsynleg lesn- ing öllum sem eiga dóttur, mömmu, frænku eða systur.“ Vormenn Íslands Eftir Mikael Torfason „Steríl harmsaga gjaldþrota útrásar- víkings.“ Milli trjánna Eftir Gyrði Elíasson „Óneitanlega ein af hans bestu bókum.“ Til Vestur- heims Eftir Bergstein Jónsson „Full af fróðleik, staðreyndum, sögum, glettni ...“ Reyndu aftur – ævisaga Magnúsar Eiríkssonar „Fróðleg og skemmtileg frásögn goðsagnar.“ SkÁlDSaga sólstJakar Viktor arnar IngólfssonFín glæpa- saga þrátt fyrir ýmsa galla eins og einkennileg ræðuhöld persóna. Útgefandi: Forlagið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.