Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 25
Aðeins einn úrvAlsdeildArslAgur Dregið var í gær í 16
liða úrslit bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. Aðeins ein viðureignin
hjá körlunum er á milli liða úr Iceland Express-deildinni en þar mætast Snæ-
fell og og Hamar í Fjósinu í Stykkishólmi. Aðrar viðureignir: Breiðablik-ÍBV,
Skallagrímur-Fjölnir, Grindavík-Ármann, Laugdælir-Tindastóll, Valur-Kefla-
vík, Hrunamenn-Njarðvík og KFÍ-ÍR. Hjá konunum mætast bikarmeistarar
KR og Hamar og einnig verður nágrannaslagur milli Keflavíkur og Grinda-
víkur. Aðrar viðureignir í kvennaflokki: Grindavík b-Njarðvík, Haukar-Valur,
Laugdælir-Stjarnan, Keflavík b-Þór Ak., Skallagrímur-Fjölnir.
John Terry, fyrirliði bikarmeist-
ara Chelsea, segir Liverpool vera
að heltast úr lestinni í baráttunni
um Englandsmeistaratitilinn eftir
jafntefli liðsins gegn Birmingham á
mánudagskvöldið. „Liverpool er að
heltast úr lestinni og það verður erf-
itt fyrir það að komast aftur í barátt-
una miðað við hvernig toppliðin þrjú
spila,“ segir Terry.
Sjálfur unir Terry hag sínum vel á
toppi deildarinnar með Chelsea en
liðið hefur nú fimm stiga forskot á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar eft-
ir sigurinn á Manchester United um
síðustu helgi. Fyrirliðinn skoraði eina
mark leiksins. Chelsea hefur nú unn-
ið bæði Liverpool og Man. United af
þeim fjórum stóru á heimavelli.
„Ég er hæstánægður með sigr-
ana á Liverpool og United. Svo erum
við búnir að vinna alla okkar leiki á
heimavelli. Sigurinn á United var
stór fyrir okkur. Við töluðum allir um
það fyrir leikinn hversu mikilvægt
væri að vinna hann,“ segir Terry.
Liðið sem hvað minnst er talað
um þegar umræðan um Englands-
meistaratitilinn kemur upp er Arsen-
al. Arsenal var ekki spáð góðu gengi
fyrir tímabilið en hefur leikið frábær-
lega undanfarið og er steinsnar frá
Chelsea á toppnum. „Arsenal er svo
sannarlega líklegt til þess að verða
meistari. Liðið lítur vel út, spilar
fallegan fótbolta og skorar mikið af
mörkum. Það verður samt áhugavert
að sjá hvernig Arsenal mun takast á
við það þegar menn fara að meiðast
og detta í bönn,“ segir John Terry.
tomas@dv.is
John Terry er ánægður með fimm stiga forskotið:
„liverpool heltist úr lestinni
UmSjóN: TómAS ÞóR ÞóRðARSoN, tomas@dv.is
sport 11. nóvember 2009 miðvikudAgur 25
FrAm til króAtíu
n Kvennalið Fram í handbolta
dróst gegn króatíska liðinu
RK Tresnjekva í 16-liða úrslit-
um Áskorendakeppni Evrópu.
Dregið var í
höfuðstöð-
um Evrópska
handknatt-
leikssam-
bandsins í
Vín á þriðju-
daginn. Fyrri
leikurinn er
áætlaður í
Króatíu 6. eða 7. febrúar og svo
mætast liðin viku seinna í Safa-
mýrinni. Fram komst í 16 liða úr-
slitin með sigri á tyrkneska liðinu
Anadolu, samanlagt, 60-47.
sömdu ekki
við AlFreð
n Norska úrvalsdeildarliðið
Vikingi frá Stavanger ákvað að
semja ekki við efnilegasta leik-
mann Íslandsmótsins, Blikann
Alfreð Finnbogason, en hann
hafði verið á reynslu hjá félaginu
í vikutíma. „Hins vegar sýndi
hann fram á
áhugaverða
eiginleika og
höfum við því
boðið hon-
um að koma
með okkur í
æfingabúðir
á La Manga
í febrúar og
vonandi tekur hann vel í það,”
segir Egil Östenstad, yfirmaður
knattspyrnumála hjá félaginu.
Þetta eru góð tíðindi fyrir belg-
íska félagið Racing Genk sem er
afar áhugasamt um piltinn.
ngog til skAmmAr
n „Þvílík skömm hjá David Ngog
að fara augljósustu dýfu sem ég
hef séð,“ segir fyrrverandi úr-
valsdeildardómarinn Gramham
Poll um dýfu franska framherj-
ans Ngog hjá Liverpool gegn
Birmingham.
Poll seg-
ist hafa séð
þetta um leið.
„Dómarinn,
Peter Walt-
on, ætti virki-
lega að líta í
eigin barm
fyrst honum
tókst ekki að
sjá svo augljósan hlut. Ég sá leik-
inn heima í sjónvarpinu og fatt-
aði strax að þetta væri dýfa. Ég er
ekkert að monta mig - þetta var
bara svo augljóst,“ segir Gram-
ham Poll.
viljA skot og
mArk AFtur
n Á þriðjudaginn voru yfir 520
manns búnir að skrá sig í hóp á
tengslasíðunni Facebook sem
vill fá teikni-
myndaþætt-
ina Skot og
mark aftur
á skjáinn.
Þátturinn
skipar stóran
sess í hug-
um margra
fótboltaunn-
enda og annarra en hann var
sýndur á Stöð 2 fyrir allnokkr-
um árum. Fjallaði hann um fót-
boltastrákinn Benjamín og leið
hans á toppinn með Vængjum
Júpíters en Benjamín var hvað
þekktastur fyrir Arnarskotið
fræga.
Molar
John Terry Ánægður á toppnum.
Fjögurra leikja hrinu íslenska lands-
liðsins í fótbolta án taps lauk í Teher-
an í Íran á miðvikudaginn þegar liðið
lá gegn heimamönnum, 1-0. Markið
kom snemma í seinni hálfleik eftir
skyndisókn. Markvörður Írana grýtti
þá boltanum fram kantinn þar sem
einn Íraninn stakk Jónas Guðna Sæv-
arsson af svo um munaði, kom bolt-
anum fyrir markið og þar var hann
afgreiddur í netið.
Ísland lék á köflum ágætlega í
leiknum og eftir brösuglega byrj-
un var Ísland með völdin í leiknum
seinni hluta fyrri hálfleiks. Á þeim
tíma fékk Ólafur Ingi Skúlason hreint
dauðafæri eftir góðan undirbúning
Heiðars Helgusonar en skaut fram
hjá úr upplögðu færi. Í seinni hálf-
leik voru Íranir þó töluvert sterkari
og fengu ágætis færi. Þau enduðu þó
meira og minna með skoti fram hjá
eða í höndum Árna Gauts Arason-
ar sem átti góðan leik í markinu og
minnti heldur betur á sig.
Erfitt hjá nýliðunum
Þrír nýliðar voru í íslenska hópnum
og komu þeir allir við sögu í leikn-
um. Ari Freyr Skúlason úr Sundsvall
og Steinþór Freyr Þorsteinsson úr
Stjörnunni byrjuðu báðir og þá kom
Blikinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson
inn á í upphafi seinni hálfleiks. Ekki
er hægt að segja að þeir hafi átt frá-
bæra byrjun á sínum landsliðsferli.
Steinþór kom þó kannski hvað skást
út úr leiknum, þá helst fyrir hættuleg
„flikk-flakk“-innköst sín. Ari og Arn-
ór áttu báðir í miklum vandræðum í
vinstri bakverðinum.
Eins og oft áður lék íslenska lið-
ið ágætlega á köflum en oft reyndist
erfitt að klára sóknirnar með marki.
Næst komst íslenska liðið því að
skora í seinni hálfleik þegar Íran-
ir vörðu á línu eftir krafs í teignum.
Heiðar Helguson sýndi og
sannaði hversu mikil-
vægur hann er liðinu
með dugnaði sínum
uppi á toppnum og
verður eflaust allt
annað fyrir hann
að vera mataður af
Emil Hall-
freðs-
syni og
Rúr-
ik
Gíslasyni í Lúxemborg á laugardag-
inn.
Lúxemborg næst
Landsliðið heldur nú til Lúxem-
borgar þar sem þjóðirnar mæt-
ast í landsleik á laugardaginn.
Þar koma til sögunnar allir sterk-
ustu leikmenn þjóðarinnar en
gegn Íran spilaði hálfgert varalið
þar sem ekki var alþjóðleg-
ur leikdagur. Gegn Lúxem-
borg koma inn í hópinn
leikmenn á borð við Grét-
ar Rafn Steinsson, Brynj-
ar Björn Gunnarsson,
Veigar Pál Gunnars-
son, Aron Einar Gunn-
arsson og Sölva Geir
Ottesen.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Íran, 1–0, í Teheran. Ekki gátu allir
sterkustu leikmenn Íslands verið með þar sem ekki var um alþjóðlegan leikdag að
ræða. Þeir verða þó með gegn Lúxemborg á laugardaginn. Íslenska liðið sýndi ágætis
spil inni á milli en það dugði ekki til.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Ólafur Jóhannesson
Stýrir öðrum leik
gegn Lúxemborg á
laugardaginn.
tAp í teherAn
Birkir Már Sævarsson Var
í byrjunarliði Íslands í Teheran.
MYND RÓBERT REYNISSON