Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 4
4 miðvikudagur 11. nóvember 2009 fréttir Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Hafsteinn Númason, fyrrverandi sjó- maður, varð fyrir miklum vonbrigð- um þegar Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Trygg- ingamiðstöðin ehf. þyrfti ekki að greiða honum tæplega þrjátíu millj- ónir í skaðabætur vegna alvarlegs umferðarslyss sem hann varð fyrir í september 2001. Ágreiningurinn stóð um við hvaða árstekjur skyldi miða þegar reiknaðar væru bætur vegna varan- legrar örorku Hafsteins. Trygginga- miðstöðin miðar við lágmarkslaun en Hafsteinn vildi að miðað yrði við mun hærri laun þar sem slysið hefði svipt hann þeim möguleika að halda áfram sjómennsku. Hlaut mikla áverka „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Ég reyndi að vera ekkert of vongóður en maður ræður ekki við það. Innst inni vonaði ég innilega að ég myndi vinna þetta mál,“ segir Hafsteinn. Hann er ekki búinn að taka endanlega af- stöðu til dómsins og vegna fjárskorts hefur hann ekki ákveðið hvort hann áfrýjar málinu til Hæstaréttar. „Ef ég ætti pening væri ég búinn að áfrýja því,“ segir hann. Umrætt umferðarslys átti sér stað þegar Hafsteinn ók bifreið sinni eftir Suðurlandsvegi, austan við Þrengsla- vegamót, og fór út af veginum í kjölfar þess að einn hjólbarðinn sprakk. Bif- reiðin var tryggð bæði með ábyrgð- artryggingu og slysatryggingu öku- manns. Eftir slysið hlaut Hafsteinn mikla áverka á andliti, augum, öxl, úlnlið og sköflungi, auk þess sem hann varð fyrir andlegu áfalli. Hvorki var uppi ágreiningur um bótaskyldu Tryggingamiðstöðvar- innar né afleiðingar slyssins heldur aðeins um útreikning bóta. Trygg- ingamiðstöðin hafði samþykkt að greiða Hafsteini um átta milljónir í bætur. Missti þrjú börn í snjóflóði Hafsteinn á að baki um tuttugu ár á sjónum. Fyrri hluta áttunda áratug- arins stundaði Hafsteinn sjóinn af kappi þar sem hann var netamaður á togaranum Bessa frá Súðavík. Þeg- ar snjóflóðið féll á Súðavík í janúar 1995 missti Hafsteinn þrjú börn sín auk þess sem eiginkona hans slasað- ist alvarlega. Missirinn var Hafsteini afar þungbær og hætti hann á sjón- um í kjölfarið. Þau hjónin fluttu frá Súðavík eft- ir áfallið og eignuðust tvær dætur. Hafsteinn keypti sendibíl og starfaði um tíma bæði sem sendibílstjóri og leigubílstjóri. Fyrst eftir slysið treysti hann sér ekki til að fara aftur á sjó en hann var á sjónum þegar hann fékk fréttirnar af láti barna sinna. Hann reyndi að halda áfram á sjónum en minningar tengdar snjóflóðinu voru honum ofviða. Ekki raunhæfar væntingar Fyrir dómi sagði Hafsteinn að hug- ur hans hefði alltaf staðið til þess að fara aftur á sjó. Ástæður þess að hann hafði ekki látið verða af því á þeim tæpu sjö árum sem liðu frá snjóflóð- inu og þar til hann lenti í bílslysinu sagði hann vera þær að hann hefði viljað vinna í landi á meðan dætur hans væru að vaxa úr grasi, auk þess sem hann ætlaði að afla sér réttinda sem leigubílstjóri áður en hann færi aftur á sjó til að hann gæti ekið leigu- bíl þegar hann væri í landi. Vinir og ættingjar Hafsteins stað- festu að hann ætlaði alltaf aftur á sjó. Dómara þótti hins vegar ekki sýnt fram á með raunhæfum hætti að honum væri það mögulegt. Þar lagði hann til grundvallar vitnisburði lækna. Í niðurstöðu dóms segir: „Þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á það með haldbærum gögnum að starfs- geta hans hefði aukist með slíkum hætti að framtíðartekjur hans hefðu orðið hærri en þær voru fyrir slys það sem hér um ræðir.“ Hafsteinn Númason tapaði skaðabótamáli gegn Tryggingamiðstöðinni sem hann höfð- aði eftir alvarlegt bílslys. Hafsteinn vildi að bætur vegna varanlegrar örorku hans væru miðaðar við laun hans sem sjómaður en Tryggingamiðstöðin miðar við lágmarkslaun. „GRÍÐARLEG VONBRIGÐI“ „Ég reyndi að vera ekk- ert of vongóður.“ Erla HlyNsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is ósáttur Hafsteinn Númason er ósáttur við niðurstöðu héraðsdóms. Vegna fjárskorts er hann óviss um hvort hann getur áfrýjað dómnum. MyNd KristiNN MagNússoN Bæjarstjóri Hafnarfjarðar fundar með nemendafélögum: Unglingar mótmæla Unglingar í Hafnarfirði ætla í dag að fjölmenna niður í Ráðhús Hafnar- fjarðar og mótmæla harðlega fyrir- huguðum niðurskurði í félagsmál- um unglinga í bænum. Talsmaður unglinganna, Adda Guðrún Gylfa- dóttir, gengur þá á fund bæjarstjóra. „Það á að skera mjög mikið niður gagnvart félagsmiðstöðvunum og okkur finnst það ekki hægt. Það hlýt- ur að vera hægt að gera margt annað en láta þetta bitna á okkur ungling- unum,“ segir Adda Guðrún. Í vikunni funduðu öll nemenda- félög grunnskólanna í Hafnarfirði og þá voru fjöldamótmælin skipulögð. Stefnt er að því að allir unglingar skólanna fjölmenni í göngu upp úr hádegi í dag að ráðhúsinu þar sem niðurskurðinum verður mótmælt. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kallaði alla fulltrúa nemendafélaganna á sinn fund í gær til að ræða málin. Hann telur mikilvægt að þjónustu fyrir ung- linga verði haldið uppi eins og kost- ur er. „Það er óvíða eins vel staðið að æskulýðsmálum og hér í Hafn- arfirði. Ég boðaði til þessa fundar til að fara yfir málin því ég tel nokk- urs misskilnings gæta. Það þarf að koma víða við til að gæta hagræð- ingar en það er gott að unglingarnir séu vel upplýstir um hvernig þetta verður. Það er með unglingastarf- ið eins og annað að það mun ein- hvers staðar þurfa að gera breyting- ar til að ná fram hagræðingu,“ segir Lúðvík. trausti@dv.is Upplýst umræða Lúðvík segir nokk- urs misskilnings hafa gætt í umræðu um niðurskurð í unglingastarfi. Fleiri karlar en konur makalausir Það gæti orðið erfitt fyrir ein- hleypa íslenska karlmenn að finna sér maka af gagnstæða kyninu því einhleypir karlmenn eru 45,7 prósent af íslensku karl- þjóðinni en einhleypar íslenskar konur eru 35,5 prósent af kven- þjóðinni, samkvæmt Lands- högum, hagtöluriti Hagstofu Íslands. Því er sýnt að úrvalið af einhleypum karlmönnum er meira fyrir konurnar. Langflestir einhleypir karl- menn og konur eru í Reykja- vík en einhleypir karlmenn eru 50,8 prósent af karlkyns íbúum Reykjavíkur og einhleypar kon- ur eru 41,4 prósent af konum í Reykjavík. Bóluefni seinkar Seinkun hefur orðið á afhend- ingu bóluefnis gegn svínainflú- ensu hingað til lands í þessari viku og auk þess kemur minna magn en gert hafði verið ráð fyrir. Af þessu leiðir að seink- un getur orðið á bólusetningu einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem ráðgerð hafði verið í þessari og næstu viku. Einstaklingar sem bókað hafa tíma í bólusetningu í þessari og næstu viku er beðnir um að hafa sambandi við sína heilsugæslu- stöð varðandi hugsanlega end- urbókun á bólusetningunni. Athugasemd Í umfjöllun um arðgreiðslur til Björns Leifssonar, eiganda World Class, í miðvikudagsblaði DV, kom fram að World Class stefndi í þrot. Hið rétta er að Björn hefur fært rekstur líkamsræktarstöðv- anna úr því félagi sem stefndi í þrot og inn í félag með annarri kennitölu. Því á það ekki lengur við að World Class stefni í þrot, enda voru skuldirnar skildar eftir í fyrra félaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.