Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 21
fréttir 11. nóvember 2009 miðvikudagur 21
Öryggisvörðurinn Tony Musulin ók burt með rúmlega tvo
milljarða króna um hábjartan dag.
Ný aNdhetja fædd
í frakklaNdi
Öryggisvörðurinn Tony Musu-
lin er einn eftirlýstasti maður
Frakklands þessa dagana eftir að
hafa framið stórfellt rán í síðustu
viku þar sem hann komst á brott
með rúmlega 2,1 milljarð króna.
Hann virðist hafa skipulagt ránið
lengi og ítarlega. Lögreglan hef-
ur endurheimt hluta peninganna
en Musulin er hylltur sem hetja
í heimalandinu. Hann er talinn
hafa flúið land með umtalsverða
fjárhæð í rassvasanum.
Flekklaus ferill öryggisvarðar
Í tíu ár starfaði Tony Musulin
hjá öryggisfyrirtækinu Loomis í
Frakklandi. Vörðurinn, sem er 39
ára, státaði af flekklausum ferli og
þótti lifa fremur tilbreytingalausu
lífi. En það breyttist allt saman á
fimmtudagsmorgun þegar hann
lét til skarar skríða og ók bryn-
vörðum bíl til að sækja peninga í
útibú Banque de France í Lyon.
Musulin, ásamt tveimur kolleg-
um sínum, sótti 11,6 milljónir evra,
eða rúmlega 2,1 milljarð króna, í
útibúið og lá leið þeirra því næst
í annan banka þar sem sækja átti
meiri pening. Musulin varð eft-
ir í bílnum á meðan aðstoðar-
menn hans tveir sóttu peningana
í það útibú. Þegar þeir sneru aft-
ur nokkrum mínútum síðar, sást
hvorki tangur né tetur af Musulin,
brynvarða bílnum eða milljörð-
unum.
Reyndist gerandi en ekki
fórnarlamb
Þremur klukkustundum síð-
ar fannst bíllinn yfirgefinn og
fyrstu fregnir af málinu voru
þær að Musulin og peningunum
hefði verið rænt af harðsvíruðum
bankaræningjum. Á föstudags-
morgun hafði lögreglan komist
að annarri niðurstöðu. Lögregl-
una grunaði nefnilega að Musulin
væri ekki gísl einhverra ræningja-
hrotta, heldur þvert á móti væri
hann einhvers staðar í felum með
49 pakkningar af seðlum, bros-
andi út að eyrum.
Vel skipulagt og úthugsað
Talið er að Musulin hafi unnið
einn að ráninu og valið sér stund
og stað vandlega. Hann valdi dag-
inn þar sem hann var yfirmaður
á vakt yfir hinum tveimur. Valdi
sér dag þar sem peningarnir sem
sækja átti voru allir spánýir þannig
að bankinn gæti ekki rakið þá. Auk
þess sem hann hreinsaði út af sín-
um eigin bankareikningum og
fjarlægði öll sönnunargögn úr lát-
lausri íbúð sinni.
Skrítinn einfari
Kollegar Musulins hafa síðan þá
lýst honum sem einkennilegum
einfara sem varði frístundum sín-
um í ræktinni og í að kvarta und-
an stöðu sinni í lífinu. „Honum
fannst ósanngjarnt hversu illa
launaðir við erum,“ er haft eft-
ir kollega hans í frönsku útvarpi.
„Hann sagði um daginn að þeir
myndu fá þetta í hausinn. Bank-
inn og stjórnendur hans.“
Keypti sér sportbíl í apríl
Við rannsókn á málinu vakti það
enn frekar áhuga lögreglu þegar
í ljós kom að Musulin virðist hafa
keypt sér Ferrari-sportbíl í apríl
síðastliðnum. Vöknuðu spurning-
ar um hvernig öryggisvörður með
tvö þúsund evrur í laun á mánuði
hefði efni á að kaupa sér 160 þús-
und evra sportbíl. Þá virðist hann
hafa tæmt bankareikning sinn í
lok október og lögregluna þyrstir
einnig í að komast að því hvernig
hann náði að safna sér 100 þús-
und evrum á þann reikning. Vænt-
anlega liggur hann undir grun um
að hafa dregið sér fé við störf sín.
Andhetja fædd
Gjörðir Musulins virðast hafa snert
einhverja byltingartaug í lönd-
um hans því hann er hylltur sem
sönn hetja af þúsundum manna á
netinu. Þúsundir höfðu skráð sig í
aðdáendaklúbb hans á Facebook
og þá hefur verið stofnuð vefsíða
þar sem bolir með andlitsmynd af
honum eru seldir undir slagorð-
inu Besti bílstjóri 2009, og með
tilvísun í bíómyndina Scarface,
„The World Is Yours“, eða Veröld-
in er þín.
Almenningur í Frakklandi
spyr sig hver munurinn sé á glæp
Musulins og þeim „glæpum“ sem
bankastjórnendur um allan heim
hafa gerst sekir um við hrun efna-
hagslífsins.
Í gær fann lögreglan í Lyon
meirihluta þýfisins í bílskúr þar í
borg. Þar reyndist 9,1 milljón evra
vera falin, en talið er að Musulin
hafi flúið með afganginn, um 2,5
milljónir evra, og ævisparnaðinn
til einhvers Balkanlandanna.
SiguRðuR MiKAel jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Andhetjan Musulin Öryggisvörð-
urinn rændi brynvörðum bíl sem í
voru rúmlega 11,6 milljónir evra um
hábjartan dag í síðustu viku. Hann
er talinn hafa flúið land með hluta
þýfisins. Mynd: AFP
endurheimt þýfi Lögreglan í Lyon í Frakklandi endurheimti í gær 9,1 milljón evra af ránsfeng Musulins. Þýfið var falið í
bílskúr þar í borg. Mynd: AFP