Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 9
fréttir 11. nóvember 2009 miðvikudagur 9
Meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld marki sjálf stefnuna um afskriftir skulda fyrirtækja og heimila.
Um þriðjungur vill að bankarnir móti stefnuna samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Háskólinn
á Bifröst hefur gert. Forseti viðskiptadeildar segir að gagnsæið sé mest um vert og ekki sé alltaf skynsam-
legt að skipta út stjórnendum fyrirtækja þegar hafist er handa við afskriftir og endurskipulagningu.
TreysTa sTjórnvöldum
beTur en bönkunum
Tveir af hverjum þremur telja að
stjórnvöld eigi að marka stefnuna
um afskriftir skulda. Þriðjungur
telur vænlegra að bankarnir móti
stefnuna sjálfir.
Þetta er niðurstaða könnunar
sem Rannsóknarmiðstöð Háskól-
ans á Bifröst gerði dagana 26. októ-
ber til 3. nóvember fyrir viðskipta-
deild háskólans.
Í könnuninni var meðal annars
spurt um afskriftir lána og hvort
bankarnir sjálfir ættu að móta
stefnu um afskriftir eða stjórnvöld.
Tekið var 1350 manna tilviljunarúr-
tak úr þjóðskrá meðal einstaklinga
á aldrinum 18 til 75 ára af landinu
öllu. Rétt tæp 65 prósent úrtaks-
ins svöruðu spurningunum um af-
skriftir lánanna.
Meirihluti svarenda, eða 66 pró-
sent, taldi vænlegra að ríkið mótaði
stefnuna; 34% sögðu að bankarn-
ir ættu að gera það sjálfir. Nokk-
ur munur var á afstöðu fólks eftir
aldri. Yngra fólk var hlynntara því
en eldra fólk að bankarnir mótuðu
afskriftastefnuna sjálfir. Fólk utan
höfuðborgarsvæðisins var hlynnt-
ara því að bankarnir mótuðu sjálf-
ir sína eigin stefnu en fólk á höfuð-
borgarsvæðinu. Það vildi fremur að
stjórnvöld mótuðu stefnuna.
Ráðast á skuldaskaflinn strax
Ásta Dís Óladóttir, forseti viðskipta-
deildar háskólans á Bifröst, bendir
á að í skýrslu frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum komi fram að afskrifa þurfi
umtalsvert af skuldum á Íslandi
líkt og í öðrum löndum. „Erlendur
ráðgjafi sem var hér á landi á veg-
um ríkisins gerði úttekt á stöðu úr-
lausnarmála og taldi hann að vand-
ræðagangur ríkisins og bankanna í
að viðurkenna nauðsyn þess að af-
skrifa skuldir fyrirtækja og heimila
gæti tafið endurreisn efnahagslífs-
ins um þrjú til fimm ár.“
Ásta Dís segir nauðsynlegt fyrir
bankana og stjórnvöld að afskrifa
skuldir hjá fyrirtækjum og heim-
ilum í landinu. Það hafi lítið upp á
sig að búa til svokallaðan skulda-
skafl sem engin leið verði að kljúfa
á endanum.
„Það verður að búa til einhvern
hvata hjá fólki til að vinna sig út úr
vandamálum sínum og að fólk sjái
fram á að geta að lokum greitt sín-
ar skuldir.“
Skellur erlendra kröfuhafa
„Það er staðreynd að þau lán sem nú
eru innan nýju bankanna voru yfir-
tekin frá gömlu bönkunum á mikl-
um afföllum. Þegar upp er staðið
eru það erlendir kröfuhafar gömlu
bankanna sem taka á sig afskriftirn-
ar og það hafa þeir þegar gert og fyr-
irtækin og heimilin í landinu þurfa
að njóta góðs af því. Líklegast standa
bankarnir frammi fyrir því að í ein-
hverjum tilfellum muni þeir þurfa að
afskrifa meira en kaupverð viðkom-
andi láns en á móti ná þeir, ef skyn-
samlega er unnið úr málum, meiru
annars staðar, svo meðaltalið gæti
orðið ágætt.“
Ásta Dís bendir á að bankarn-
ir séu nú þegar byrjaðir að bjóða
heimilunum í landinu upp á leið-
réttingu lána. Hún telur þó að skort
hafi á stefnu í þeim efnum.
„Íslensk fyrirtæki eru allt of skuld-
sett og við blasir að leiðrétta fjárhag
þeirra eftir hrunið. Það er hins veg-
ar flóknara mál því skoða þarf hvert
fyrirtæki fyrir sig. Svo virðist vera
sem stjórnendum bankanna sé ekki
treyst fullkomlega í þeim efnum og
er óttast um hlutlæga fyrirgreiðslu
innan þeirra þrátt fyrir að stjórnir
bankanna séu pólitískt skipaðar og
bankarnir sjálfir hafi mótað verk-
lagsreglur í þeim efnum.“
Gagnsætt ferli nauðsynlegt
„Þegar komið er að því að taka
ákvarðanir um úrbætur fyrir fyrir-
tæki sem eiga í fjárhagsvanda þarf
að meta marga þætti í innra og ytra
umhverfi þeirra. Að sjálfsögðu þarf
að leggja á það bæði hlutlæga og
huglæga mælikvarða.“
Ásta Dís telur að ef fyrirtæki eru
metin lífvænleg sé jafnframt nauð-
synlegt að hafa viðskiptalegar for-
sendur að leiðarljósi þegar greitt
sé úr vanda þeirra. „Það ferli þarf
að vera eins gagnsætt og hægt er. Í
gagnsæinu felst ekki að allt sé op-
inberað heldur að teknar séu upp
samræmdar verklagsreglur. Þó er
nauðsynlegt að hafa í huga að mis-
jöfn staða fyrirtækja getur kallað
á ólíkar aðferðir. Það þurfa ekki að
vera neinir annarlegir hagsmunir
þar að baki. Einnig verður að taka
það með í reikninginn að á með-
an bankarnir vinna að fjárhagslegri
endurskipulagningu með fyrirtækj-
um þarf að halda þeim gangandi og
þá er ekki endilega best að skipta
um stjórnendateymið eins og oft
hefur verið haldið fram.
Það liggur ljóst fyrir að kostnað-
urinn við afskriftir skulda í landinu
lendir fyrst og fremst hjá kröfuhöf-
um gömlu bankanna. Það er nauð-
synlegt að hefja afskriftir skulda
sem fyrst líkt og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hefur bent á. Því fyrr sem
við byrjum, því fyrr getum við séð
fram á bjartari tíma í íslensku efna-
hagslífi,“ segir Ásta Dís Óladóttir.
Jóhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
„Þegar upp er staðið eru
það erlendir kröfuhafar
gömlu bankanna sem taka á
sig afskriftirnar og það hafa
þeir þegar gert og fyrirtækin
og heimilin í landinu þurfa
að njóta góðs af því.“
Ásta Dís óladóttir, forseti við-
skiptadeildar háskólans á Bifröst
„Þó er nauðsynlegt að hafa í huga að
misjöfn staða fyrirtækja getur kallað á
ólíkar aðferðir. Það þurfa ekki að vera
neinir annarlegir hagsmunir þar að
baki.“
34%
Bankar móti stefnu
um afskriftir skulda
66%
Stjórnvöld móti stefnuna
um afskriftir skulda
hverjir eiga að móta stefnuna?
Bankarnir Stjórnvöld
móta stefnu móta stefnu
varðandi varðandi
afskriftir afskriftir Fjöldi
Allir 34,0% 66,0% 611
Kyn:
Karlar 34,7% 65,3% 340
Konur 33,2% 66,8% 271
Aldur:
18-24 ára 48,9% 51,1% 94
25-34 ára 33,1% 66,9% 127
35-44 ára 27,4% 72,6% 124
45-54 ára 30,8% 69,2% 133
55-64 ára 33,0% 67,0% 88
65-75 ára 35,6% 64,4% 45
Búseta:
Á höfuðborgarsvæðinu 32,2% 67,8% 376
Utan höfuðborgarsvæðis 37,0% 63,0% 235
Heimild: Háskólinn á Bifröst