Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 2
Fyrirhugaðar skattahækkanir ríkis- stjórnarflokkanna munu kosta hvern einstakling á vinnumarkaði um 5.700 krónur á mánuði. Er þá miðað við meðallaun starfsfólks í fullu starfi út frá launum á almennum markaði árið 2008. Ef reiknað er út frá þeim sem eru bæði í fullri vinnu og hluta- störfum nemur hækkunin 136 krón- um á mánuði. Skattabreytingarnar koma verst niður á þeim sem hafa í kringum 750 þúsund krónur í laun á mánuði. Hjá þeim hækkar skatthlutfallið um 11,5 prósent. Hins vegar lækkar skatthlut- fallið um 5,4 prósent hjá þeim sem hafa minna en 250 þúsund krónur í laun á mánuði. Bjarni gagnrýnir harðlega Fyrirhugaðar skattahækkanir ríkis- stjórnarinnar vöktu hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar í gær. „Brjál- æðið í þessum hugmyndum ligg- ur í því að það er ekki hægt að stór- auka álögur á atvinnustarfsemi og einstaklinga þegar við erum í þess- ari kreppu,“ sagði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum á Alþingi. „Þetta kall- ar þingmaðurinn brjálaða leið sem mér finnst dálítið merkilegt þegar við erum að tala um þrepaskipt skatt- kerfi eins og hin brjáluðu Norður- lönd hafa til dæmis valið,“ sagði Katr- ín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í andsvari. Viðskiptaráð Íslands tel- ur hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir ekki til þess falln- ar að efla tekjur hins opinbera. Þær muni heldur ekki hraða efnahags- bata landsins. Tekjulágir græða Fréttastofa RÚV sagði frá því á mánudaginn að vinnuhópur inn- an ríkisstjórnarinnar væri að vinna að þrepaskiptum skattahækkunum. Í þeim felst að tekjuskattur á ein- staklinga með 250 þúsund krónur og minna verður 36,1 prósent í staðinn fyrir 37,2 prósent líkt og hann er nú. Sá hópur mun því græða á áformuð- um skattabreytingum. Þeir sem hafa á bilinu 250 til 500 þúsund krón- ur borga 41,1 prósents tekjuskatt af tekjum umfram 250 þúsund krónur. Þriðja þrepaskiptingin er síðan fyrir 2 miðvikudagur 11. nóvember 2009 fréttir Er Verður EinsTaklingar Hjón, Ein fyrirvinna Er Verður 250.000 kr. 375.000 kr. 500.000 kr. 750.000 kr. 1.000.000 kr. 250.000 kr. 375.000 kr. 500.000 kr. 750.000 kr. mánaðarlaun mánaðarlaun 50.795 97.295 143.795 240.795 353.795 48.045 99.420 150.795 268.545 386.295 8.590 55.090 175990 311590 5.840 57215 202790 344.090 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 PErsónuafsláTTurinn sTEndur í sTað 23.360 42.205 svona breytast skattarnir þínir annas sigmundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is skattar hækka um 5.660 krónur Ríkisstjórnin áformar miklar hækkanir á tekjuskatti. Gangi þær í gegn þýða þær 5.700 króna skattahækkun á meðaleinstakl- ing á vinnumarkaði. Þeir sem hafa 750 þúsund krónur á mánuði verða fyrir mestri hækkun, eða 11,5 prósenta. lilju mósesdótt- ur, þingmanni Vinstri-grænna, hugnast tillögurnar. 5.700 króna hækkun Fyrirhugaðar skattahækkanir munu kosta meðallaunafólk 5.700 krónur á mánuði. mynd rakEl ósk sigurðardóTTir Brjálaðar tillögur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur skattatil- lögur stjórnarflokkanna brjálaðar. mynd sigTryggur ari jóHannsson Hugnast tillögurnar Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, segir að sér hugnist fyrirhugaðar skattahækkanir. Hún vonast til að frumvarp um skatta- breytingar komi fyrir Alþingi í næstu viku. mynd krisTinn magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.