Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 29
á miðvikudegi Hvað Heitir lagið? „Eins og gamli maðurinn í þessari frægu bók eftir Nabokov.“ manifestó kreppubíómynda Boðsýning á íslensk-tékknesku bíómyndinni Sterkt kaffi fer fram í Laugarásbíó á morgun, fimmtudag, klukkan 18 í tilefni af því að hún verður nú loksins gefin út á DVD. Samtímis verður tilkynnt manifestó fyrir íslenskar bíómyndir næstu ára: Kreppubíómyndir – hvernig skal gera bíómyndir í endurreisn Íslands. Börkur Gunnarsson gerði Sterkt kaffi fyrir aðeins um tuttugu milljónir króna í Tékklandi árið 2004 en samt sem áður sló hún í gegn í Tékklandi, vann alþjóðleg verðlaun og fór á margar af virtustu hátíðum heims. Hér á Íslandi hlaut hún Menning- arverðlaun DV sem besta íslenska mynd ársins 2004. pulling teetH til íslands Harðkjarnasveitin Pulling Teeth er væntanleg til Íslands og ætlar að koma fram á tvennum tónleikum. Í Gamla bókasafninu í Hafnar- firði á fimmtudag og á Sódómu á föstudag. Pulling Teeth er eitt heit- asta bandið á harðkjarnasenunni í Bandaríkjunum og er því mikill hvalreki fyrir íslenska áhugamenn um öfgatónlist að fá hana til lands- ins. Síðasta plata sveitarinnar hefur fengið með gríðarlega góða dóma og þykir mörgum þunga- rokksmiðlum hún vera ein besta plata ársins 2009. Pulling Teeth hefur hitt á magnaða blöndu af ofbeldi, æsingi og keyrslu. Sveitin blandar saman beittu hardcore- pönki við metal af gamla skólan- um og því ættu allir aðdáendur vandaðs þungarokks að finna eitt- hvað fyrir sinn smekk. Útgáfutónleikar bb & blake Útgáfutónleikar dúettsins BB & Blake fara fram á skemmtistaðnum Sódómu Reykjavík næsta laugar- dagskvöld. Dúettinn er skipaður Veru Sölvadóttur, sem þekktust er fyrir kvikmyndagerð, og Magnúsi Jóns- syni, leikara og fyrrverandi GusGus- meðlimi, en þau eru að fagna útgáfu disks sem ber nafn hljómsveitarinn- ar og inniheldur afar dansvæn lög. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Barði Jóhannsson, Ingvar E. Sigurðs- son, Árni Kristjánsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hlynur Sölvi Jakobsson og fleiri. Gleðin hefst klukkan 23. fókus 11. nóvember 2009 miðvikudagur 29 Svar: Don´n Stand So Close To Me með Police Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins er fyrir bí. Ég sé eftir því. Það var ekki fullkomið leikhúsrými, en hafði sína kosti; var hægt að umsnúa á ýmsa vegu og kom stundum skemmtilega á óvart. Það er slæmt að helsta leikhús þjóðarinnar skuli ekki lengur ráða yfir slíkum húsakynnum; það er fátækara fyrir bragðið. Og sviðum þess hefur fækkað sem er ekki heldur gott. Rafknúin Völuspá Í hinu gamla íþróttahúsi norðan Lind- argötunnar eru enn tvö leiksvið, bæði nokkurn veginn eins í laginu. Þar ganga nú þrjár sýningar: verðlauna- leikurinn Utan gátta, sem enginn má missa af, barnaleikurinn Sindri silf- urfiskur og Völva, „framsækið sam- runaverk“ sem leitast við að skapa „nýja vídd innan leikhúslandslagsins“, svo vitnað sé í kynningu leikhússins. „Völva er rafrænn leikhússeiður“, segir þar enn fremur, „sem miðl- ar hinum leyndardóms- fulla spádómi Völuspár með nýrri gagnvirkri tækni. Leikkonan, holdgervingur Völvunnar, stjórnar fram- vindunni í gegnum íklæð- anlegan rafmiðil sem er galdratæki Völvunnar.“ „Íklæðanlegur rafmiðill“, það er tæknilegt orð yfir dressið sem leikkonan, Pál- ína Jónsdóttir, klæðist og er þannig úr garði gert að með því að styðja á rétta punkta getur hún kallað fram ýmis undarleg hljóð úr kerfinu. Hreinasta völundarsmíð og eiginlega það sem dró helst augað að sér í sýningunni. „Leikhússeiður“, segir þar. Ég fann nú satt að segja ekki fyrir miklum seið þarna. Pálína liðast fram og aftur um sviðið með hægum hreyfingum sem leiða hugann að katakalí-dansin- um indverska; kannski gerði flúraður kjóllinn það líka. Tón- eða hljóðheim- ur verksins er ugglaust vel unninn af hendi tónskáldsins, þó að hann hafi ekki náð að hrífa mig. Ég sé í leikskrá að Pálína hefur leikstýrt sér sjálf sem þykir almennt ekki til eftirbreytni; hún leggur röddina undarlega hátt, hún er öll á höfuðtónum, einhvern veg- inn finnst mér völvur muni fremur tala á brjósttónum, jafnvel drynjandi neðanþindartónum. En það má vel vera að ég sé með klisjukenndar hug- myndir um völvur. Samt sem áður: þessi framsagnarmáti varð fljótt ein- hæfur, eins þótt Pálína hafi góða rödd og oftast skýra framsögn. Á flekum aft- ar á sviðinu (þeir eru níu talsins eins og heimarnir í Völuspá) gengur ab- strakt myndbandsverk sem stundum styður við flutninginn, stundum ekki. Best fannst mér sá þáttur ganga upp í blálokin, þegar jörð rís á ný; þá tókst að láta mynd og ljós og hljóð og orð vinna saman og galdra fram einhvern andblæ hins óræða sem maður hefði gjarnan viljað sjá meira af. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt Völu- spá yfir á nútímaíslensku; það er sá texti sem hér er fluttur. Texti Þórar- ins er flatur. Stundum freistar hann þess að vera sniðugur: dvergarnir drullumalla, skessurnar eru ferlegar hlussur; Þórarinn er ekki af fyndnu kynslóðinni fyrir ekki neitt. En þegar völvan lætur annað eins út úr sér og þetta: „Viljið þið vita meir – eða hvað“ þá hættir unnanda fornra bókmennta að vera skemmt. Og mér er spurn: skilst sagan í rauninni nokkru betur í slíkum búningi? Felst sjarmi hins eld- forna texta ekki einmitt í því að mað- ur skilur hann varla nema til hálfs, en þykist samt grilla í eitthvað á bak við hulu torræðra og glæsilegra orðanna? Maður getur hvort eð er tekið kvæðið fram þegar heim er komið og stúderað með fræðilegum skýringum, eins langt og þær nú ná – og þá jafnvel farið aftur í leikhúsið, til að njóta betur. Af hverju þarf allt að vera einfalt og auðskilið? Geta Bretar ekki notið Shakespeares, þó þeir skilji ekki allan textann fyrst í stað? Leikhúsið er líka uppeldistæki, tæki til að mennta okkur, þroska í okk- ur heilastöðvarnar, gleymum ekki því – allra síst á öld neyslu og nautna. Og Völuspá er enginn skyndibiti og á ekki að vera það. Gamlar brúður lifna á ný Í Kúlunni rekur Elva Ósk Ólafsdótt- ir skrautfiskabúðum þessar mundir. Þangað eru yngstu áhorfendurnir vel- komnir til að kynnast Sindra silfurfiski og öðrum fiskum sem synda um í sjón- um. Fiskarnir eru flestir gamlir kunn- ingjar úr barnaleiknum Í Krukkuborg eftir Odd Björnsson sem var sýndur í leikhúsinu fyrir þrjátíu árum. Það var mikið borið í þá sýningu, sem vakti þá helst athygli fyrir nýstárlega ljósa- og leikbrúðutækni. Nú hafa menn feng- ið þá snjöllu hugmynd að endurnýta þessar gömlu brúður í einfaldari um- gerð, eins og leikstjórinn, Þórhallur Sigurðsson, skýrir frá í leikskránni. Áslaug Jónsdóttir hefur að frumkvæði leikhússins skrifað handrit um Sindra litla silfurfisk; hann langar þessi ósköp til að verða alvöru gullfiskur, en eftir ferðalag um undirdjúpin sættir hann sig að lokum við að vera eins og hann er, öðru vísi en hinir fiskarnir. Sindri sjálfur er reyndar nýr í fiskagenginu, ásamt fáeinum öðrum, en hver tekur eftir því? Þeir eru allir jafn hressir þar sem þeir þeytast með sporðaköstum um rökkvuð hafdjúpin. Þetta er ekki tilþrifamikið verk, söguþráður nánast enginn, hvað þá dramatík, þetta er lítið annað en röð samtala Sindra við fiskana sem á vegi hans verða. Svo fellur allt í ljúfa löð, eins og hendi sé veifað. Brúðunum er stýrt af Ragnheiði Hörpu Leifsdótt- ur, Aude Busson og Karolinu Bogu- slawa; það fór þeim mjög þokkalega úr hendi, þó að eitt atriðið, hákarla- veiðin, klúðraðist á sýningunni sem ég var viðstaddur. Suma karaktéra fiskanna hefði hugsanlega mátt draga betur upp, einnig af hendi leikara sem leggja til raddir; þeir sem Þórhallur leikstjóri lék sjálfur báru af, einkum gamli þorskurinn sem er alltaf að fara með vísur. Sýningin er alveg hæfilega löng fyrir þá áhorfendur sem hún snýr sér til og hún er hæfilega fjölbreytt; unga fólkið sat hugfangið á fremstu bekkjunum og eftir á var ýmislegt til að ræða um við þá eldri. Eins og vera ber í svona leikhúsi. Sigur í Óperunni Helginni lauk með óperuferð. Og það var gaman að koma í Íslensku óper- una á sunnudagskvöldið til að sjá og heyra þau Gissur Pál Gissurarson og Þóru Einarsdóttur syngja aðalhlut- verkin í Ástardrykk Donizettis. Þetta var „debut“ Gissurar á sviðinu við Ing- ólfsstræti og óhætt að segja að hann komst mjög vel frá því. Gissur hef- ur blæfagra rödd, ekki mikla, en hún er orðin ágætlega skóluð og nýtur sín eiginlega best, að mér finnst, þegar hann syngur veikast. En hann ræð- ur vel við allt sviðið og aríuna frægu, Una furtiva lagrima, söng hann fal- lega. Hann á eftir að slípast sem leik- ari, en á einhvern hátt var hann mjög sannferðugur í hlutverkinu. Af Þóru er það að segja að hún bæði söng og lék með glæsibrag og þokka sem er sjald- séður á óperusviðinu íslenska. Röddin er styrk og jöfn að allri áferð og sviðs- framkoman óaðfinnanleg; eftir tíu ára feril erlendis ætti það kannski ekki að koma á óvart, ég er samt ekki viss um að áhorfendur hafi átt von á þeim sigri sem hún vann þarna á sunnudags- kvöldið. Íslenska óperan VERÐUR að leyfa okkur að njóta listar hennar oft- ar; það er ljóst að Þóra er komin í röð allra fremstu söngkvenna okkar, jafnt eldri sem yngri. Þau Gissur Páll náðu því á bestu stundum sýningarinnar að láta túlkunina streyma fram í söngn- um sjálfum, tónlistinni sjálfri, svo að öll ytri leikbrögð hættu að skipta máli; og þannig á það einmitt að vera í góðri óperu. Ég vona sannarlega að Íslenska óp- eran setji inn fleiri sýningar með þeim tveimur, svo fremi því verði við komið. Óperunni er skylt að hlúa að efnileg- ustu söngvurum okkar og gefa þeim bestu verðug tækifæri. Um vilja henn- ar til þess verður ekki efast, nú hefur hún tækifæri til að sýna þann vilja í verki. Sjálfur ætla ég að bæta stjörnu við þær fjórar sem ég gaf eftir frum- sýninguna, ef Óperan skyldi vilja hafa það með í auglýsingunum. Jón Viðar Jónsson KaSSinn í ÞjóðleiKhúSinu: VölVa Hugmynd, leikstjórn, leikur: Pálína jónsdóttir Tónlist: Skúli Sverrisson Sviðsmynd og vídeóinnsetning: Xavier Boyaud Ljósahönnun: j.ed. araiza og Xavier Boyaud Búningur: Guðrún Ragna Sigurjóns- dóttir og Filippía i. elísdóttir leiklist Kúlan: Sindri SilfurfiSkur eftir Áslaugu jónsdóttur Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Brúður: una Collins, Stefán jörgen Ágústsson, Bjarni Stefánsson, jón Benediktsson og erna Guðmarsdóttir. Lýsing: jóhann Bjarni Pálmason Hljóðmynd og tæknistjórn: Kristinn Gauti einarsson leiklist íSlenSKa óPeRan: ÁStardrykkurinn eftir Gaetano Donizetti Í aðalhlutverkum: Gissur Páll Gissurarson og Þóra einarsdóttir leiklist Úr kÚlu og kassa í óperu... Völva „Völuspá er enginn skyndibiti og á ekki að vera það.“ Pálína jónsdóttir í hlutverki sínu í Völvu. Nýir söngvarar Gagnrýnandi gefur Ástardrykknum með nýjum söngvurum fimm stjörnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.