Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 11. nóvember 2009 fréttir Kannabisrækt í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi síðdegis á mánudag. Við húsleit fundust rúmlega 20 kannabis- plöntur og voru þær á lokastigi ræktunar. Íbúðin var mannlaus þegar lögreglan kom á vettvang en hún veit hver stendur að baki rækt- uninni, það er karl á þrítugs- aldri. Sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglan biður fólk um að hafa augun opin og koma upplýsingum um fíkniefnamál áfram á framfæri. Misnotkun á sáttmálanum Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir Samtök atvinnulífsins misnota stöðugleikasáttmál- ann sem samtökin gerðu við ríkisvaldið í vor. „Atvinnu- rekendasamtökin hafa með beinum og óbeinum hætti haft í hótunum við ríkis- stjórnina. Hótunin er ófriður á vinnumarkaði og byggir á því að hafa af láglaunafólki kjarabætur ef ekki er orðið við kröfum atvinnurekenda um að hlífa vildarvinum þeirra, fjármagnseigendum og stóriðjunni,“ segir Ög- mundur á vefsíðu sinni. Ögmundur segir þessa aðila vera þá sem séu aflögu- færir en vilji að frekar verði skorið niður hjá þeim sem minna mega sín en þeim sjálfum. Ekið á stúlku Ekið var á 10 ára stúlku í mið- borginni. Betur fór þó en á horfðist því hún slapp með minniháttar áverka. Stúlkan reyndist bæði marin og með eymsli eftir höggið en hún fékk að fara til síns heima eftir að hafa und- irgengist skoðun á slysadeild. Dópaðir við stýri Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags. Um kvöldmatarleytið var piltur um tvítugt handtekinn í Háaleitis- hverfi en sá var undir áhrifum fíkniefna við stýri ökutækis. Rétt um ellefuleytið var 17 ára piltur handtekinn í Hafnar- firði en í bíl hans fundust fíkni- efni. Skömmu síðar voru tveir karlar á fertugsaldri stöðvað- ir í Reykjavík. Þeir voru báðir með fíkniefni í fórum sínum og í bíl þeirra fundust munir sem grunur leikur á að séu þýfi. Tveir menn til viðbótar, annar um fertugt en hinn um sextugt, voru svo handteknir í borginni í nótt. Þeir eru grunaðir um innbrot og fíkniefnamisferli. „Þetta er alveg ótrúleg valdníðsla,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem Barnavernd Reykjavíkur hefur ákveðið að senda til fósturfor- eldra á föstudag, án þess að dómur hafi staðfest forræðissviptingu. Móðir piltsins, dóttir Helgu, er með fullt for- ræði yfir drengnum sem undanfarið hefur dvalist hjá ömmu sinni ásamt þrettán ára bróður sínum. Drengurinn strauk tvívegis úr skammtímavistun í gær en þangað var sendur fyrir helgi. Hann fór heim til ömmu sinnar sem tilkynnti Barna- vernd strax að hann hefði strokið til sín og fór með hann aftur í skamm- tímavistunina. „Ég þarf að fara eftir landslögum þó svo að aðrir þurfi ekki að gera það,“ segir Helga. DV hitti mæðgurnar í gærkvöldi skömmu eftir að þær skiluðu drengn- um til Barnaverndar. Þær voru afar miður sín. Þegar í skammtímavistun- ina var komið byrjaði drengurinn að hágráta vegna þess að hann vildi ekki yfirgefa móður sína og ömmu. Móð- ir hans hélt á honum grátandi inn á vistheimilið og reyndi hvað hún gat að róa hann niður. „Ég þurfti að sitja með hann á gólfinu og hugga hann. Kveðjustundin var mjög erfið,“ seg- ir móðir drengsins. Amma drengsins tekur undir með móðurinni og seg- ir aðskilnaðinn hafa verið erfiðan. „Hann grét þegar ég fór,“ segir Helga. Drengurinn bað móður sína inni- lega um að fá að sofa heima hjá ömmu sinni og móður. Barnavernd sagði það hins vegar ekki mögulegt og þaðan var hringt ítrekað í mæðgurnar eftir drengnum. Þvílíkar aðfarir „Þetta eru þvílíkar aðfarir að mað- ur veit varla hvað er að gerast. Þetta fylgir engum lögum. Þeir virðast bara vera búnir að gefa barn, og taka það án dóms og laga beint úr höndunum á okkur,“ segir Helga um það hvernig Barnavernd Reykjavíkur hefur ákveð- ið að taka barnið af ömmu sinni og setja í fóstur hjá vandalausum. Helga fékk að hitta drenginn í nokkra klukkutíma á dag er hann var nýkominn á vistheimilið. Hún fór með hann á knattspyrnuæfingu á laugardag og í fjóra tíma á skauta á sunnudag. Auk þess fékk hún að svæfa dreng- inn á kvöldin en nú hefur henni verið meinað að svæfa barnið á kvöldin og má ekki hitta það nema í klukkutíma á dag og á fimmtudag verður haldin kveðjuveisla fyrir móðurina, ömm- una, bróðurinn og drenginn. Drengurinn æfir íþróttir af kappi og mætir sex sinnum í viku á íþrótta- æfingar. En þar sem hann er í skamm- tímavistun í Reykjavík er honum meinað að sækja íþróttaæfingarnar í þessari viku. Það féll drengnum ekki í geð og strauk því úr vistinni. „Ekki með neina dramatík“ Forsaga málsins er sú að Helga hafði drenginn og þrettán ára gamlan bróð- ur hans í sinni umsjá síðan í septemb- er 2008 á meðan móðir drengjanna vann í því að koma lífi sínu á réttan kjöl á ný eftir að hafa glímt við áfengis- vandamál. Móðir piltanna hefur verið edrú í sex mánuði og er í góðri vinnu. Helga segir dóttur sína hafa verið langt komna með að ná lífi sínu á réttan kjöl er starfsmenn Barnaverndar tilkynntu þeim að níu ára gamli drengurinn yrði sendur til fósturforeldra næstkomandi föstudag. Þetta hefur verið mikið álag en dóttirin staðist það. Helga segist hafa farið með dreng- inn á fund Barnaverndar en Helga fékk ekki uppgefnar neinar forsendur fyrir fundinum. „Þegar þangað var komið var mér tilkynnt að barnið yrði tekið frá mér, það sett á vistheimili og það- an til fósturforeldra. Mér var sagt að ég skyldi undirbúa það og vera ekki með neina dramatík yfir því,“ segir hún. Helga segir að unnið sé að því að fá þessum úrskurði áfrýjað og búið sé að skipa dómara í málinu. Það verður þó ekki tekið fyrir fyrr en eftir helgina og segir hún það vera nánast of seint því drengurinn fer til fósturforeldranna á föstudag. Málsmeðferð um forræði barnanna er ekki lokið og verður mál- ið ekki tekið fyrir fyrr en í janúar. Hef- ur lögmaður Helgu og dóttur henn- ar sagt í samtali við Ríkisútvarpið að það sé á skjön við lög og reglur að taka barn úr umhverfi sínu á meðan dómsmál sé í gangi. Drengjunum líður vel Helga tekur skýrt fram að hún vilji ekki taka drengina af dóttur sinni, móður þeirra. Hún hafi einfaldlega viljað sjá um drengina meðan móðir þeirra væri að koma sínum málum í lag og gefa móður drengjanna tæki- færi til að sýna að hún gæti tekið við drengjunum aftur. Helga segir allt gert til að hlúa að drengjunum tveimur. „Ég hætti í vinnu á hádegi og sæki þá úr skóla og geri allt til að hlúa að þeim,“ seg- ir Helga. Hún segir líðan drengjanna góða en þeim líði þó ekki vel vegna málsins. Hún segist finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu vegna máls- ins og þurfa ekki annað en að horfa á fréttirnar til að skynja hann. Í yf- irlýsingu í gær fordæma Breiðavík- ursamtökin og Kumbaravogssam- tökin Barnavernd Reykjavíkur fyrir framgangsmátann í málinu og segja söguna sýna að slíkar nefndir geti hæglega haft rangt fyrir sér. Benda samtökin á reynslu Breiðavíkurbarna og barna á öðrum vistheimilum. „Hann grét þegar ég fór“ Níu ára drengur strauk í gær tvisvar úr skammtímavistun þar sem honum hafði verið komið fyrir að skipan Barnaverndar Reykjavíkur. Drengurinn hefur búið ásamt bróð- ur sínum hjá ömmu sinni en verður sendur í fóstur. Hann bað móður sína í gærkvöldi innilega um að fá að sofa heima hjá ömmu sinni og móður. Barnavernd neitaði. DV0911108692_08.jpg DV0911108692_01.jpg birgir olgEirsson blaðamaður skrifar: birgir@dv.is „Ég þurfti að sitja með hann á gólfinu og hugga hann.“ standa saman sem klettur Helga leggur áherslu á að hún vilji ekki taka drengina af dóttur sinni, móður þeirra. Hún tók þá aðeins að sér meðan dóttir hennar vann í sínum málum. mynD rakEl Ósk sigurðarDÓttir Hér er honum haldið Ömmusonur Helgu er vistaður á skammtímavistun þar til hann verður sendur í fóstur. mynD rakEl Ósk sigurðarDÓttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.