Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2009, Blaðsíða 12
12 miðvikudagur 11. nóvember 2009 fréttir
Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft
og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir
upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best.
Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem
fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr
líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox).
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð,
auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af
birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger.
BETULIC - BIRKILAUF
www.birkiaska.is
Hetja bitin af
lögregluhundi
Maður frá Eugene í Bandaríkjun-
um sem var að reyna að yfirbuga
innbrotsþjóf á heimili móður
sinnar og vernda ung börn á
heimilinu var bitinn af lögreglu-
hundi eftir að lögreglumaður sig-
aði hundinum á rangan mann.
Hetjan handleggsbrotnaði við að
slá innbrotsþjófinn í átökunum
skömmu áður en lögreglan rudd-
ist síðan inn og sigaði á hann
hundinum. Hundurinn beit
hann í kálfa, læri og rasskinn en á
meðan slapp þrjóturinn.
Setti heimsmet í
kjötbollukappáti
Joey Chestnut, ein liðtækasta
kappátshetja veraldar, setti nýtt
heimsmet í Las Vegas á dög-
unum þegar hann gjörsigraði í
kappátskeppni þar sem kjötboll-
ur voru á matseðlinum. Chest-
nut gerði sér lítið fyrir og hámaði
í sig 50 kjötbollur á tíu mínútum.
Með því að torga nærri þremur
kílóum af kjötbollum setti hann
nýtt heimsmet og fékk fyrir vikið
1.500 dollara í verðlaun. Chest-
nut hefur áður sigrað í keppnum
þar sem boðið var upp á pylsur,
pítsur og kjúklingavængi.
Japanskur karlmaður, sem verið hef-
ur á flótta frá því í mars árið 2007 eft-
ir að bresk kennslukona fannst myrt
í baðkeri fullu af sandi í Japan, hefur
verið handtekinn af lögregluyfirvöld-
um í borginni Osaka þar í landi. Kon-
an, Lindsay Ann Hawker, hafði starf-
að sem enskukennari í Japan þegar
hún fannst myrt á svölum íbúðar
hins þrítuga Tatsuya Ichihashi.
Lét breyta andliti sínu
Hawker fannst látin, grafin í sand-
hlassi í baðkeri á svölum íbúðar Ich-
ihashis skammt frá Tókýó árið 2007.
Hann var sá eini sem var grunaður
í málinu. Hann flúði af vettvangi en
talið er að lík Hawker hafi legið þarna
lengi áður en það fannst á sínum
tíma. Ichihashi lét sig hverfa í rúm-
lega tvö ár en lögreglan í Japan hef-
ur greint frá því að hann hafi gengist
undir lýtaaðgerð til að breyta útliti
sínu. Lögreglan hefur birt myndir
af honum fyrir og eftir þar sem það
virðist greinilegt að hann hafi látið
krukka í andlitið á sér.
Ætlaði að flýja land
Undanfarna þrettán mánuði hefur
Ichihashi starfað sem verktaki í Osaka
og samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Japan var hann að reyna
að útvega sér vegabréf til að flýja
land. Móðir hans kom nýlega fram í
tilfinningaþrungnu sjónvarpsávarpi
þar sem hún grátbað son sinn að
gefa sig fram. Í ávarpinu á sjónvarps-
stöðinni Fuji sagði móðir hans: „Tat-
suya, þetta er mamma. Ég og pabbi
þinn höfum ákveðið að tjá okkur, þó
við vitum að þér muni ekki líka það.“
Móðir hans sagði að hún hefði heyrt
á vinnufélögum sonar síns að hann
hefði viljað vera góður við foreldra
sína. „Ef svo er, vinsamlegast farðu á
lögreglustöðina í Gyotoku og segðu
þeim sannleikann. Gerðu það,“ sagði
móðir Ichihashis og grét.
Óánægja með lögregluna
Fjölskylda Hawker fór ítrekað til Jap-
an eftir morðið og lét í ljós óánægju
sína með vanhæfni og getuleysi lög-
reglunnar við að ná Ichihashi. Fjöl-
skyldan telur að japönsk yfirvöld hafi
sýnt af sér mikla linkind í málinu og
ekki sótt það af nægjanlega mikilli
hörku. Lögreglan brást við þessari
gagnrýni fjölskyldunnar með því að
hækka verðlaunaféð sem sett var til
höfuðs Ichihashi.
Myrt og grafin Lindsay Ann Hawker
fannst grafin undir hlassi af sandi í
baðkeri á svölum íbúðar Ichihashis árið
2007. Mynd: AFP
BaðkerSmorðinginn
Handtekinn á flótta
Japanskur karlmaður sem verið hefur á flótta í rúm tvö ár var handtekinn í Japan á
dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt breska konu, sturtað yfir hana sandi og
falið hana í baðkeri.
Sigurður MikAeL jÓnSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Fyrir og eftir Andlit hins meinta morðingja Tatsuya Ichihashi hefur tekið breytingum. Lögreglan segir hann hafa gengist undir lýtaaðgerð til að breyta útliti sínu á flótta
undan réttvísinni. Mynd: AFP
Barnavagnaframleiðandinn Mac-
laren hefur afturkallað eina milljón
vagna eftir að tilkynningar bárust
um að tólf börn hefðu misst fing-
urna í vögnunum. Lamir á vögn-
unum þykja varhugaverðar og átti
framleiðandinn því ekki annarra
kosta völ en að afturkalla þá í massa-
vís í Bandaríkjunum.
Þetta á við bæði um venjulega
vagna sem og tvíburavagna Maclar-
en. Neytendasamtök Bandaríkjanna
(CPSC) vöruðu í kjölfarið viðskipta-
vini við og hvöttu þá til að hætta að
nota þá.
Vagnarnir eru framleiddir í Kína
fyrir bandaríska barnavagnarisann
sem hefur nú innkallað alla vagna
sem framleiddir voru á árunum
1999 til 2009. Sömu gerðir eru einn-
ig seldar í Bretlandi en The Daily
Mail hefur eftir talskonu Maclaren
að afturköllunin nái ekki til vagn-
anna sem seldir hafi verið þar. Vagn-
arnir hafa staðist öryggiskröfur Evr-
ópusambandsins.
Í sameiginlegri tilkynningu Mac-
laren og CPSC segir að börnum stafi
hætta af lömum vagnanna. 15 börn
hafa slasast eftir að hafa fest fing-
urna í lömum vagnanna þegar verið
var að opna þá eða loka þeim. Tólf
barnanna höfðu misst fingur, eða
hluta af fingri, í slysunum. Þá bauð
fyrirtækið áhyggjufullum foreldrum
upp á hlífar yfir lamirnar.
mikael@dv.is
Barnavagnaframleiðandi neyðist til að afturkalla milljón vagna:
Barnavagnar aflima börn
Hættulegir
vagnar Tvær gerðir
af barnavögnum
frá Maclaren hafa
verið innkallaðar
í Bandaríkjunum.
Samtals milljón
stykki.
Leyniskytta
tekin af líf
John Allen Muhammad
sem stóð að baki leyni-
skyttuárásunum í úthverf-
um Washington í Banda-
ríkjunum árið 2002 verður
tekinn af lífi næstkomandi
þriðjudag með banvænni
sprautu. Tim Kaine, ríkis-
stjóri í Virginíufylki, stað-
festi dauðadóminn í gær.
Á þremur vikum í október
árið 2002 drap Muhammad
ásamt Lee Boyd Malvo tíu
manneskjur og særði þrjár.
Árásirnar hefðu getað verið
mun verri því upprunalegt
markmið Muhammeds var
að drepa sex manneskjur á
hverjum degi í þrjá daga.