Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 5
fréttir 30. nóvember 2009 mánudagur 5 Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Opið laugardaga til jóla kl. 11-16 „Maðurinn þarf að svara fyrir þetta. Málið mun hafa sinn gang og það er best að ég segi sem fæst orð,“ segir Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæj- arstjóri Kópavogs. Hann hefur höfðað meiðyrðamál gegn Þórarni Ævarssyni, íbúa á Kársnesi, eftir að sá síðarnefndi ritaði harðorða grein um bæjarstjór- ann fyrrverandi og skoraði á Gunnar að segja af sér. Sjálfur hefur Þórarinn sagst vera flokksbróðir Gunnars en það vill hann ekki kannast við. „Mér er ekki kunn- ugt um að viðkomandi sé í Sjálfstæð- isflokknum. Ég bendi fólki bara á að lesa greinina og dæma sjálft. Sjón er sögu ríkari,“ segir Gunnar. Gunnar hefur ræktað sjálfan sig undanfarið ár og hefur lést um 30 kíló. Fyrir tveimur mánuðum fór hann í aðgerð á hné þar sem skipt var um lið í því. Aðspurður hefur Gunn- ar það mjög gott fyrir utan bakslag í hnénu. „Ég segi allt gott en er reyndar að drepast í hnénu. Ég hef sennilega æft of stíft. Ég er óþolinmóður maður og þarf nú líklega að láta kíkja á þetta,“ segir Gunnar. Gunnar ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópa- vogi í febrúar næstkomandi. Þar ætl- ar hann sér aftur á toppinn. „Ég hef góðar væntingar til prófkjörsins enda fengið góðar viðtökur. Ég sækist eft- ir því að verða aftur forystumaður flokksins,“ segir Gunnar. trausti@dv.is Fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs höfðar meiðyrðamál: Ætlar á toppinn þrátt fyrir hnémeiðsli Harður í horn að taka Gunnar hefur höfðað meiðyrðamál og stefnir ótrauður að forystuhlutverki í Kópavogi. Birkir Kristinsson, fjárfestir og starfs- maður eignastýringar Íslandsbanka, þurfti að afskrifa þriggja milljarða króna kröfu sem hann átti á hend- ur einkahlutafélagi í eigu hálfbróður síns, Magnúsar Kristinssonar, fjárfest- is og útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um. Afskriftin á skuldinni var tilkomin vegna þess að Magnús gat ekki greitt Birki eftirstöðvar sjö milljarða króna kaupverðs fyrir hlut Birkis í fjárfest- ingafélaginu Gnúpi. Bræðurnir áttu saman 28,5 pró- senta hlut í félaginu í gegnum eign- arhaldsfélögin MK 44 ehf. og MK 44 II ehf. en um sumarið 2007 keypti Magnús hlutina í Gnúpi út úr félögun- um. Birkir og Magnús gerðu með sér nauðasamning í apríl í fyrra þar sem þetta kemur fram samkvæmt heimild- um DV. Með samningnum var félagi Magnúsar forðað frá gjaldþroti. Enginn vissi að Birkir ætti í Gnúpi Gnúpur var fjárfestingafélag sem var í eigu þeirra bræðra og Kristins Björns- sonar og Þórðar Más Jóhannessonar, sem jafnframt var forstjóri félagsins. Ekki var hins vegar vitað að Birkir hefði verið svo stór hluthafi í félaginu fyrr en DV greindi frá því fyrir skömmu og var talið að Magnús hefði átt sameiginleg- an hlut þeirra einn. Hugsanlegt er að eignarhald Birkis hafi verið látið liggja á milli hluta vegna þess að ekki hafi þótt við hæfi að yfirmaður í eignastýr- ingu Glitnis ætti svo stóran hluta í einu stærsta fjárfestingafélagi landsins sem jafnframt var stór hluthafi í stærsta hluthafa Glitnis. Gnúpur fjárfesti í hlutabréfum í FL Group og Kaupþingi og varð um sum- arið 2007 stærsti einstaki hluthafinn í FL Group með meira en 20 prósent eignarhluta. FL Group var jafnframt stærsti hluthafinn í Glitni banka í kjöl- far breytinga á hluthafahópnum í apr- íl 2007. Gnúpur varð fyrsta stóra íslenska fjárfestingafélagið til að fara á hliðina í íslenska góðærinu en í janúar 2008 voru eignir félagsins seldar til stærsta kröfuhafa félagsins, Glitnis, með mikl- um afföllum. Jón Fjörnir Thoroddsen hagfræðingur segir í bók sinni um ís- lenska efnahagshrunið að eftir fall Gnúps hefðu allir sparifjáreigendur á Íslandi átt að draga fé sitt út úr pen- ingmarkaðssjóðum bankanna. „En fall Gnúps fór ekki hátt í umræðu á Íslandi,“ segir Jón Fjörnir og má skilja hann svo að fall félagsins hafi í reynd markað upphafið að íslenska efnhags- hruninu. Birkir fékk 4 milljarða greidda Þrátt fyrir að Birkir hafi þurft að afskrifa þá 3 milljarða króna sem hann átti úti- standandi hjá bróður sínum fékk hann hina fjóra milljarðana greidda frá fé- lagi Magnúsar. Suðurey, sem stofn- að var gagngert til að halda utan um fjárfestingu Magnúsar í Gnúpi, komst hins vegar í mikil vandræði með falli Gnúps. Suðurey skilaði tæplega 20 milljarða króna tapi á árinu 2007 vegna falls Gnúps og því gat félagið ekki greitt eignarhaldsfélagi Birkis milljarðana þrjá. Birkir hefði því tæknilega séð get- að farið í mál við Magnús bróður sinn út af Gnúpsviðskiptunum því Magnús gat ekki staðið við þá samninga sem hann gerði við hann þegar hann keypti hann út úr Gnúpi. Til þess kom þó ekki vegna nauðasamningsins sem þeir gerðu með sér samkvæmt heimild- um DV auk þess sem Birkir hefði ekki grætt neitt á því að setja félagið í þrot þar sem engar eignir voru inni í því til að greiða skuldina upp. Viðskiptin ollu hins vegar miklu ósætti á milli þeirra bræðra, samkvæmt heimildum DV, þó svo Birkir hafi ekki farið í hart. Birkir lagði 1,5 milljarða inn í Gnúp En tengslum Birkis við Gnúp lauk ekki eftir að hann seldi Magnúsi bróður sínum hluti sína í félaginu um sum- arið 2007. Í nóvember 2007, um það leyti sem byrjaði að síga verulega á ógæfuhliðina hjá Gnúpi, keypti Birkir hlutabréf í Gnúpi af félaginu fyrir 1,5 milljarða króna. Birkir átti eftir þetta 7 prósent í félaginu en heildarhlutafé þess nam rúmum 36 milljörðum um þetta leyti. Þetta gerði Birkir að tilstuðlan Magnúsar bróður síns en þegar þetta gerðist átti hann eftir að fá milljarðana 3 frá honum. Birkir tapaði hins vegar einnig þessari fjárfestingu því eins og áður segir komst félagið í mikil vand- ræði í lok árs og voru eignir þess seld- ar með miklu tapi í ársbyrjun 2008. Því má segja að tap Birkis vegna fjár- festinga í Gnúpi og sölunni á sínum eignarhluta til bróðir síns hafi numið á að giska 4,5 milljörðum króna en þó verður að hafa í huga að verðmatið á hlutabréfum í Gnúpi sem stuðst var við þegar Birkir seldi sig út úr félaginu, var afar uppsprengt líkt og verðmatið á mörgum íslenskum fyrirtækjum um þetta leyti. Því má fullyrða að Birkir Kristins- son hafi farið afar illa út úr falli Gnúps, líkt og bróðir hans gerði, þó svo að ekki hafi verið mikið um það rætt. Birkir Kristinsson fékk ekki greitt nema hluta þess verðs sem Magnús bróðir hans skuldbatt sig til að greiða honum fyrir hlutabréf í fjárfestingafélaginu Gnúpi. Birkir fékk greidda 4 milljarða af 7. Birkir var ekki sáttur við bróður sinn út af þess- um viðskiptum. Birkir tapaði einnig 1,5 milljarði sem hann lagði inn í Gnúp þegar félagið var í dauðateygjunum. Úr bók Jóns FJörnis Thoroddsen þar sem hann ræðir um GnÚp: „Sérfræðingur frá bandarískum fjárfestingabanka lagði eitt sinn mat á Gnúp eftir gjaldþrot félagsins [innskot blaðamanns: félagið varð ekki gjaldþrota formlega]. „Gnupur. What a joke!” Hann gerði óspart grín að félaginu: „Gnúpur var sjálfsagt eitt heimskasta fjárfestingafélag sem uppi hefur verið. Félagið veðjaði bara á eitt.” Hann átti við að í raun var engin dreifing á eignasafni Gnúps. Þess vegna varð félagið gjaldþrota á leifturhraða, á aðeins nokkrum vikum. Hann átti um það bil 22% í FL Group, 5% í Kaupþingi og átti að auki nánast nákvæmlega sömu erlendu eignir og FL Group, þ.e. bandaríska flugfélagið American Airlines (AMR) og þýska bankann Commerzbank.” aFskriFaði miLLJarða aF skuLd maGnÚs- ar bróður Ósætti vegna Gnúps Birkir Kristinsson þurfti að afskrifa 3 milljarða króna sem Magnús bróðir hans skuldaði honum út af viðskiptum með hlutabréf í fjárfestingafélaginu Gnúpi. Magnús sést hér með Þórði Má Jóhannessyni, forstjóra Gnúps. Lagði 1,5 milljarð í Gnúp Birkir Kristinsson, sem er landsþekktur sem markvörð- ur í fótbolta, lagði 1,5 milljarða króna í Gnúp þegar félagið var í dauðateygjunum í lok árs 2007. Hann tapaði þeim fjármunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.