Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 8
8 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir
Sjóðsstjórar minningarsjóðs auð-
konunnar Sonju Zorrilla segja enga
aura að fá úr sjóðnum. Í svörum
sjóðsstjóranna kemur fram að sjóð-
urinn, Sonja Foundation, sé yfir-
skuldbundinn í ár og allt næsta ár.
Umsækjendum er óskað velfarnað-
ar í öðrum styrkjaumleitunum sín-
um.
Þetta kemur fram í svarbréfi
annars af tveimur umsjónarmönn-
um minningarsjóðsins, bandaríska
lögfræðingsins John Fergusons, til
umsækjanda um miðjan nóvem-
bermánuð. Þar segir hann ekkert
úr sjóðnum að fá því hann sé skuld-
bundinn alveg út næsta ár að lág-
marki. Umsjónarmennirnir hafa
frá stofnun sjóðsins neitað að gefa
nokkrar upplýsingar um úthlutanir
og þrátt fyrir ítarlega leit DV finnst
fátt um þær.
Mörgum neitað
Við stofnun sjóðsins var því lýst yfir
að hlutverk hans væri að styrkja
börn til náms og heilsu. Í samtölum
við DV hefur fjöldi umsækjenda
undrast það hvers vegna ekki fáist
styrkir úr sjóðnum og hversu erfitt
sé að sækja um styrk hjá honum.
Þannig hafa til dæmis Umhyggja,
félag til stuðnings langveikum
börnum, kvenréttindafélagið Thor-
valdsensfélagið og Listaskóli Rögn-
valdar Ólafssonar á Ísafirði sótt um
styrki án árangurs. Þá hafði einnig
ungum listanema, Birni Mekkin-
óssyni, borist vilyrði um styrk frá
sjóðnum en án þess að hafa feng-
ið krónu.
Rögnu Marínósdóttur, fram-
kvæmdastjóra Umhyggju, er ekki
kunnugt um íslensk stuðningsfélög
sem hafi hlotið styrk úr minning-
arsjóðnum. Hún skilur ekki hversu
erfiðlega það gengur. „Þetta er of-
boðslegur frumskógur og við erum
eiginlega á sama stað og í upphafi
þegar við sóttum um. Við erum
þau fyrstu sem sóttum um og ég
veit ekki um neinn sem hefur feng-
ið styrkinn. Fyrir löngu fengum við
loforð um úthlutun úr sjóðnum en
höfum ekki fengið neitt ennþá og
ekkert að gerast. Það er orðið svo
langt síðan að ég er hreinlega búin
að gleyma því hversu miklu okkur
var lofað,“ sagði Ragna.
Sjóðurinn ekki stór?
Minningarsjóður um Sonju Wendel
Benjamínsson de Zorrilla var stofn-
aður eftir andlát hennar árið 2002.
Meginhlutverk hans átti að vera að
styrkja langveik börn á Íslandi og í
Bandaríkjunum. Eigur hennar voru
metnar á tæpa tíu milljarða króna
árið 2001samkvæmt bókinni Ríkir
Íslendingar, sem kom út það ár, og
var ætlunin að stærstur hluti þeirra
eigna færi í minningarsjóðinn.
Tveir sjóðsstjórar voru settir yfir
Minningarsjóð Sonju, áðurnefnd-
ur Ferguson, lögræðingur Sonju til
margra ára, og frændi hennar, fjár-
festirinn Guðmundur Birgisson.
Þrátt fyrir mikil auðæfi hennar hafa
báðir sjóðstjórarnir gefið DV þau
svör að sjóðurinn hafi takmarkað
fjármagn til styrkveitinga. Hvorug-
ur þeirra hefur viljað veita nokkrar
upplýsingar um bolmagn sjóðsins
til styrkveitinga, stofnfé hans eða
ávöxtunarleiðir. Þá hafa þeir orð-
ið tvísaga um úthlutanir, á meðan
annar þeirra hefur fullyrt að úthlut-
að hafi verið úr sjóðnum hefur hinn
neitað slíku.
Nokkrar milljónir
Eftir því sem DV kemst næst hafa
tvö fræðasetur Háskóla Íslands
hlotið styrki frá sjóðnum, annars
vegar Rannsóknarsetur í barna-
og fjölskylduvernd og hins vegar
Rannsóknarsetur í fötlunarfræð-
um. Í síðara tilvikinu er skráður tut-
tugu milljóna króna styrkur til fimm
ára, 2006-2010, en forstöðumaður
setursins staðfesti í samtali við DV
að tvær greiðslur hafi borist, á nú-
verandi gengi ríflega átta milljón-
ir. Styrkurinn var veittur í tengslum
við rannsókn á æsku og uppvexti
fatlaðra barna og unglinga. Þá hef-
ur fósturgreiningadeild Landspítal-
ans fengið fjárstyrk úr sjóðnum.
Eina tilkynningin sem finnst
um styrki úr sjóðnum erlendis er
fimm þúsund dollara styrkur til
Saint Mary-spítala í New York árið
2006, sem nam þrjú hundruð þús-
und krónum á þeim tíma. Auk þess
koma fram gögn þar sem Lee-sýsla
á Flórída krefur sjóðinn um níu
þúsund dollara vegna vangold-
inna skatta árið 2007, eða sem nam
fimm hundruð og fimmtíu þúsund
krónum á þeim tíma.
Mikil leynd
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir svar-
aði enginn í farsíma Guðmundar
Birgissonar, frænda Sonju og ann-
ars umsjónarmanns minningar-
sjóðs hennar, við vinnslu frétta-
rinnar og því fengust engin svör frá
honum. Reyndar hafa verið gerðar
fjöldamargar tilraunir á DV undan-
farin tvö ár að ná í Guðmund en án
árangurs. Síðast náði blaðamaður
tali af honum árið 2007 og þá sagði
hann: „Það gengur alveg ljómandi
vel með sjóðinn. Það er alltaf verið
að úthluta og sjóðurinn er í ákveðn-
um farvegi,“ var það eina sem Guð-
mundur lét hafa eftir sér. Hann
sagðist vera að flýta sér og bað um
að hringt yrði í sig síðar. Þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir til að ná aftur í
Guðmund tókst það ekki.
John Ferguson, bandaríski lög-
maðurinn og hinn sjóðsstjóri minn-
ingarsjóðsins, hefur heldur ekki,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, gef-
ið DV skýr svör um sjóðinn „Þetta
er einkasjóður og ég get ekki gef-
ið neinar upplýsingar. Við erum að
gera allt sem við eigum að gera og
höfum gefið allt sem við gátum. Við
höfum veitt myndarlega styrki til
þriggja ára og veittum til allra þeirra
sem sóttu um og höfðu rétt á því,“
sagði Ferguson í samtali við DV. Að
því loknu lagði hann á án þess að
kveðja.
Sjóðsstjórar minningarsjóðs Sonju Zorrilla, Sonja Foundation, segja ekkert að hafa úr sjóðnum í ár og allt
næsta ár. Sjóðurinn er sagður yfirskuldbundinn en erfitt er að finna í hvað sjóðurinn hefur skuldbundið sig.
Auðkonan dulúðlega var metin á nærri tíu milljarða króna fyrir andlát sitt og mestur hluti átti að renna í
minningarsjóð til styrktar börnum.
TÓMUR SJÓÐUR
SONJU ZORRILLA
Sveipuð dulúð
Sonja Wendel Benjamínsson de
Zorrilla lést 22. mars 2002, 85 ára
að aldri. Sonja þótti afar fögur og
hrífandi kona sem hafði gaman
af að umgangast fólk og átti
langa og litríka ævi. Þrátt fyrir
að líf hennar hafi verið sveipað
dulúð eignaðist hún marga vini
á lífsleiðinni og margir þeirra
eru meðal ríkasta fólks veraldar.
Sögur af samskiptum hennar við
karlmenn eru margar og óljóst
þykir hversu margar þeirra eru
sannar. Ljóst er þó að Sonja átti í
eldheitu ástarsambandi við gríska
skipakónginn Aristotle Onassis,
sem síðar giftist Jacqueline Kenn-
edy. Síðar gekk hún í hjónaband
með Argentínumanninum Alberto
Zorrilla, myndarlegum ólympíu-
og heimsmethafa í sundi og
hæfileikaríkum tangódansara, og
eru þau bæði jörðuð hér á landi.
Alla tíð fylgdi Sonja þeirri skoðun sinni að konur ættu að taka örlög sín í eigin
hendur. Hún bjó yfir miklu hugrekki og frelsisþrá, stundaði myndlist, ræktaði með
sér ótvíræða viðskiptahæfileika og varð vellauðug. Síðustu æviárin bjó hún að
mestu á Seltjarnarnesinu þar sem hún hafði útsýni til fjalla. Hún hafði gefið þau
fyrirmæli að eftir andlátið skyldi auður hennar að mestu renna í minningarsjóðinn.
TrauSTi hafSTeiNSSoN
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
engin svör Guðmundur
gefur engin svör um úthlutanir
minningarsjóðs frænku sinnar.
Hafðu samband
í síma 515-5555
eða sendu tölvupóst
á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim
í áskrift