Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Síða 12
Bógur ódýrasti veislumaturinn Ferskur svínabógur, hátíðarkjúkling- ur, Bayonneskinka, hamborgarhrygg- ur og frosinn kalkúnn eru allt dæmi um hátíðarmat sem hægt er að kaupa á minna en þúsund krónur kílóið. DV fór í Bónus, sem jafnan mælist ódýr- asta matvöruverslunin, og Hagkaup, Tjón vegna gjaldþroTs Kröfur neytenda, til dæmis þeirra sem eiga inneign hjá fyrirtæki sem verður gjaldþrota, njóta ekki forgangs í þrotabúum. Því er oft hæpið að þær fáist greidd- ar. Í sumum tilvikum tekur nýr aðili við umboði vörumerkja og ákveður að þjónusta viðskiptavini gjaldþrota fyrirtækisins áfram, til dæmis með því að taka við gjafa- bréfum eða veita aðra úrlausn mála. Einnig er til í dæminu að þeir sem hafa keypt gallaða vöru geti leitað beint til framleiðenda hennar. Á heimasíðu Neytenda- samtakanna má lesa nánar um það hvert fólk á að snúa sér sem brennur inni með inneignir eða hefur keypt gallaða vöru af fyr- irtæki sem fer í þrot. Samtökin hvetja félagsmenn sína til að hafa samband, hafi þeir orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrots seljanda. sushi Fisk- markaðarins Í lasti í DV í síðustu viku kom fram gagnrýni frá óléttri konu sem sagðist hafa þurft að greiða 1.400 krónur fyrir 8 bita af græn- metissushi á meðan óþung- aðir, sem mættu borða hráan fisk, fengju 14 bita fyrir sama verð. Hrefna Rós Jóhannesdóttir Sætran, eigandi Fiskmarkaðar- ins, vildi koma því á framfæri að grænmetisrúllan kostaði 1.300 krónur en ekki 1.400. Hún sagði enn fremur að 8 bitar af græn- metissushi (maki) innihéldu jafn mikið magn og 14 bitar af hefðbundnu sushi (nigiri, maki og sashimi). Svokallaðir maki- bitar séu töluvert stærri en hinir og magnið því það sama. Hún sagðist enn fremur taka mark á allri gagnrýni og sagðist ætla að endurskoða orðalag á matseðli til að forðast allan misskilning. n Viðskiptavinur Nonnabita hafði samband og vildi lasta fyrirtækið fyrir verð á ís. Hann sagði að pínulítill ís með dýfu kostaði 290 krónur. „Hann náði ekki 10 sentimetrum og var svo linur að ég þurfti að henda honum svo hann læki ekki út um allt,“ sagði viðskiptavin- urinn. n Viðskiptavinur verkstæðisins Hjá Krissa, Hrafnshöfða 19, hafði samband við DV og vildi láta vita af ódýrri og góðri þjónustu. Þar lét hann umfelga einn umgang af dekkjum og greiddi aðeins 4.000 krónur fyrir. Það er lægsta verð sem DV hefur heyrt af. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía mjódd verð á lítra 184,1 kr. verð á lítra 181,3 kr. kaplakrika verð á lítra 184,2 kr. verð á lítra 181,4 kr. algengt verð verð á lítra 185,7 kr. verð á lítra 182,9 kr. bensín dalvegi verð á lítra 181,1 kr. verð á lítra 178,3 kr. Bæjarlind verð á lítra 181,2 kr. verð á lítra 178,4 kr. hæðasmára verð á lítra 181,2 kr. verð á lítra 178,4 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 12 mánudagur 30. nóvember 2009 neyTendur sem gefur sig út fyrir að hafa mesta úvalið, og athugaði verðið á algeng- um hátíðarmat. Svínið ódýrast Ferskur svínabógur er nær helmingi ódýrari en allur annar hefðbundinn veislumatur sem stendur neytend- um til boða. Kílóverðið er aðeins 499 krónur með afslætti en öll verð á há- tíðarmat eru reiknuð með auglýst- um afslætti. Hátíðarkjúklingurinn, Bayonneskinka og Bónus hamborg- arhryggur fylgja þar á eftir. Kílóverð- ið í Bónus er á þessum vörum rétt lið- lega 900 krónur. Ef einungis er horft til beinlausra bita er Bayonneskinkan ódýrust, 899 krónur kílóið, en þar á eftir fylgir Ali grísalund sem kostar liðlega 1.500 krónur. Gæsin kostar skildinginn Þær upplýsingar fengust í Hagkaup- um að nánast engin erlend villibráð væri komin til landsins. Úrvalið á því eftir að aukast til muna. Villtar gæsa- bringur voru þó á boðstólum á 5.299 krónur kílóið. Gæsin reyndist því langdýrasti veislumaturinn sem kom- inn er í hillur Hagkaupa, samkvæmt athugun DV. Ekki skal útilokað að fleiri tegundir villibráðar fáist á þess- um tíma í öðrum verslunum á borð við Nóatún og Fjarðarkaup. Á eftir gæsabringunum, sem skera sig úr hvað verð snertir, koma frosnar ungnautalundir, úrbeinað hangilæri og andabringur en þessar vörur kosta á bilinu 2.500 til 3.000 krónur. Meðlætið með jólasteikinni DV athugaði einnig verð á algengu meðlæti með jólamatnum. Þar bar hæst að laufabrauð í kassa kostar um 1.700 krónur í Hagkaupum, 2 lítrar af ís kosta í Bónus í grennd við 600 krón- ur og sósan með ísnum um 300 krón- ur. Dósamatur á borð við kokteilávexti, baunir og jarðarber kostar á bilinu 90 til 300 krónur, allt eftir magni og fram- leiðanda. Loks kostar fylling í kalkún- inn um 1.000 krónur í Hagkaupum en erfitt er að reikna út hvað það kostar að búa til eigin fyllingu. „Ef einungis er horft til beinlausra bita er Bayonneskinkan ódýrust.“ Svínabógur, Bayonneskinka og hvítt fuglakjöt er á meðal þess sem ódýrast er að hafa í jólamatinn, samkvæmt athugun DV. Ferskur svínabógur sker sig úr hvað verð varðar. Hann er nær helmingi ódýrari en sú steik sem næst kemur í verði. Svínasteik, kartöflur, sósa og rauðkál Hefðbundinn íslenskur jólamatur þarf ekki að kosta annan handlegg- inn. Kílóið af svínabóg fæst á um 500 krónur. MyND PhOtOS.cOM n Ferskur svínabógur 499 kr/kg. n hátíðarkjúklingur 898 kr/kg. n Bayonneskinka 899 kr/kg. n Bónus hamborgarhryggur 899 kr/kg. n Kalkúnn frosinn* 958 kr/kg. n Lambahryggur frosinn 1119 kr/kg. n Lambalæri frosið 1138 kr/kg. n holdakalkúnn ferskur* 1298 kr/kg. n Ali grísalund 1499 kr/kg. n Kryddað ferskt lambalæri 1554-1798 kr/kg. n hrefnusteik* 1598 kr/kg. n Frosinn humar 1898 kr/kg. n Pekingönd frosin* 1898 kr/kg. n Kalkúnabringur* 1947 kr/kg. n Andabringur 2518 kr/kg. n KEA úrbeinað hangilæri 2558 kr/kg. n Ungnautalundir frosnar 2998 kr/kg. n Villtar gæsabringur* 5299 kr/kg. * VERÐ í HAGKAUpUm. ANNAÐ mIÐAST VIÐ VERÐ í BóNUS EN FæST YFIRLEITT LíKA í HAGKAUpUm. algengt meðlæti * n Maís lítil dós ca. 90 kr. n Egils jólaöl 0,5 lítrar ca. 90-130 kr. n Grænar baunir 1/2 ca. 100 kr. n Ora rauðkál stór krukka ca. 180 kr. n Jarðarber í dós ca. 200 kr. stór dós n Íssósa ca. 300 kr. n Kokteilávextir ca. 300 kr/kg. n Kartöflur 300-450 kr/kg. n Ís 1,5-2,0 lítrar 460-650 kr. n tilbúin kalkúnafylling ca. 1000 kr. n Laufabrauð í boxi ca. 1700 kr. * NÁmUNDAÐ VERÐ verð á hátíðarmat * Olís mjódd 184,10 181,30 Atlantsolía Kaplakrika 184,20 181,40 Shell Algengt 185,70 182,90 Orkan Dalvegi 181,10 178,30 óB Bæjarlind 181,20 187,40 N1 Hæðasmára 181,20 178,40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.