Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 18
Allt frá því vökulögin voru sett á sínum tíma hefur verið vaxandi skilningur á því í samfélaginu að bæta starfs- aðstöðu fólks og koma í veg fyrir að því skuli vera þrælað út. Reyndar voru vökulögin upphaflega felld á þingi og sagði einn forystumaður Sjálfstæð- isflokksins síðar að það sem hann skammaðist sín mest fyrir á stjórn- málaferlinum væri að hafa greitt at- kvæði gegn þeim í fyrstu atrennu. Eins vel og vökulögin og seinni tíma löggjöf hafa reynst okkur er því ekki að neita að sífellt meiri áhersla á góðar starfs- aðstæður og stuttan vinnutíma eru smám saman að breyta íslensku þjóð- inni í hálfgerða aumingja. Eða hvað kallar maður breytinguna frá þeim tíma þegar fólk stóð í vinnu í upp und- ir sólarhring án þess að kvarta til þess að nú má ekki láta ungt fólk vinna að ráði og þingmenn ryðjast hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að gráta það að þeir hafi ekki fengið að kýla vömbina á tilsettum tíma? Nei, Svarthöfða er vissulega ofboðið. Hann hefur hugsað margt og mikið síðan hann sá í kvöldfréttum Stöðv- ar 2 á laugardag hversu vinnufælnir þingmenn eru orðnir. Því miður er sumt af því ekki prenthæft og annað ófrumlegt. Þess vegna hefur Svart- höfði ákveðið að prenta ummæli þingmannanna eins og þau féllu þegar svengdin fór að segja til sín. Og þó Svarthöfði skilji að þingmenn sæki í kræsing- arnar sem bornar eru fram í einu glæsi- legasta mötuneyti landsins, mötu- neytis þingmanna, þá sér hann ekki betur en að þingmenn hefðu getað sýnt af sér meiri manndóm en að væla undan því að þurfa einu sinni að bíða fram yfir hádegismat eftir því að fá sér að borða. Sérstaklega í ljósi þess hversu oft hann hefur séð tóma þingsali vegna þess að þingmenn hafa ekki séð sig knúna til að fylgjast með umræðunni í þingsal heldur getað farið á skrifstofu sína, í hliðarherbergi Alþingis og jafnvel á veitingastaði og í verslanir í nágrenni Austurvallar. Margrét Tryggvadóttir sagði: „Nú er klukkan tíu mínút-ur í þrjú og við höfum ekki fengið neitt matarhlé, hef- ur ekki verið gert neitt hlé á fundinum svo þingmenn gætu matast.“ Birgitta Jónsdóttir bætti þessu við: „Mér finnst ferlega skrít-ið, ferlega skringilegt að það sé ekki matarhlé. Ég til dæm- is er ekki búin að borða neitt síðan í morgun, er frekar svöng. En þá verð ég bara að skrópa og fara á mótmæla- fundinn og, ef við fáum ekki hlé, og koma með matinn inn í sal og svona.“ Illugi Gunnarsson mætti í ræðu-stól og hafði þetta að segja: „Jafnvel mætti á þeim fundi ræða tilhögun fundarhléa þannig að... nú er nú svo að það er löngu lið- inn matartími en við getum séð fyrir okkur hér í kvöld ef á að funda hér fram á kvöldið hvort það verði ekki örugglega kvöldverð- arhlé.“ Ólöf Nordal var ekki minni manneskja og frá henni mátti heyra þetta: „En það hlýtur að vera alveg maka- laus undantekning að forseti hæstvirt- ur skuli ákveða það að fella hér niður matarhlé þegar engin fyrirmæli eru ennþá til um það hversu lengi fundir eigi að standa.“ Pétur Blöndal hefur hingað til lagt meiri áherslu á sjálfs-bjargarviðleitni fólks en væl og gert sitt til að einfalda kerfið. Hann sagði: „Þetta er nú dáldið mikil óvissa að menn viti ekki einu sinni hvort það er matarhlé eða hvort það eigi að vinna til klukkan fimm eða til klukkan sjö eða átta eða til tólf eða til tvö eða þrjú eða hvað.“ Jón Gunnarsson velktist í engum vafa um alvöru málsins: „Hér hefur ítrekað verið farið fram á það að eðlilegt matarhlé verði gert á þingfundi. Og forseti ákveður það, hæstvirtur forseti ákveður það að misbeita valdi sínu.“ Þorgerður Katrín Gunnars-dóttir sýndi samúð sína með lítilmagnanum: „Ég mæli nú reyndar með því að forseti gefi þá kannski þingflokksformönn- unum eitthvað að borða og nýti þá tímann sem þeir funda. Allavega finnst mér ekki veita af að til dæmis þingflokksformaður okkar sjálf- stæðismanna fái sér að- eins matarbita, honum veitir ekki af.“ Ég er svangur Spurningin „Við eigum miklu meiri séns heldur en við gerum okkur grein fyrir. Lífið er alltaf að hvísla að okkur spennandi tækifærum og við verðum bara að hlusta,“ segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur. Í nýjustu bók Þorgríms, 009, finnst Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, myrt í Bláa lóninu. Hún spilar stórt hlutverk í rannsókninni á bankahruninu. eigum við núna einhvern sÉns? „… höfum helst viljað að hlutirn- ir dyttu niður úr skýjunum.“ n Kristján Jóhannsson stórsöngvari um ófaglegt hugarfar Íslendinga oft á tíðum. Meðan hann segir að frændur okkar Svíar skilji að hlutirnir gerist ekki nema unnið sé í þeim. „Þeir eru búnir að sigla okkur til helvítis þessi kvikindi.“ n Kjartan „sægreifi“ Halldórsson sem hefur ekkert sérstaklega mikið álit á útrásarvíkingum. - DV „Ég skal alveg játa það að á svörtustu tímunum hafa komið augnablik þar sem ég hef íhugað sjálfsvíg.“ n Sverrir Jónsson sem talar opinskátt um reynslu sína í helgarblaði DV. Hann er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa misst allt sitt. - DV „Hér hafa Sturluson og Laxness og margir aðrir skrifað og málað mikil og stór verk.“ n Hosmany Ramos, dæmdi morðinginn sem situr í gæsluvarðhaldi hér á landi, um að Ísland sé land sköpunar. - DV „… með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum.“ n Ásta Kristjánsdóttir sem rekur E-label en stórsöngkonan Beyoncé keypti föt frá E-label í Topshop nýlega. - Fréttablaðið Skammastu þín, Steingrímur Leiðari Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-herra og aðrir stjórnarliðar hafa ein-hliða ákveðið að afnema sjómanna-afslátt í áföngum. Þetta er dæmi um valdníðslu af versta tagi og í anda þess sem sjómenn hafa þurft að þola í gegnum tíð- ina. Engin stétt í landinu hefur oftar þurft að sæta því að lög hafa verið sett í vinnudeilum þeirra. Þeir hafa ítrekað verið sviptir samn- ingsrétti. Ekki skal gert lítið úr því að um er að ræða skattaafslátt. Og því verður heldur ekki hald- ið fram að sjómenn eigi að njóta sérkjara í þeim skilningi umfram aðrar stéttir í land- inu. En það liggur fyrir að áratugum sam- an hefur þetta kerfi verið við lýði. Sjómenn hafa í dag afslátt sem nemur 1000 krónum á dag. Hinn almenni skilningur er sá að það sé vegna þess að þessi atvinnustétt er meiri- hluta ársins fjárverandi frá heimilum sínum og fjölskyldu. Sem einstaklingar nýta þeir sér aðeins brot þeirrar samfélagsþjónustu sem fólk í landi nýtur. Samt greiða þeir sömu skatta og útsvar og allir aðrir. Vandinn með sjómannaafsláttinn hef- ur aftur á móti verið sá að stór hópur land- krabba hefur notið hans til jafns við þá sem eyða stórum hluta lífs síns á hafi úti. Þar er um að ræða fólk sem lögskráð er á báta án þess nokkru sinni að stíga um borð í skip. Þetta er fólk sem starfar við að beita og er verðlaunað eins og þeir sem á tyllidögum kallast hetjur hafsins en eru þess í milli utan þjónustusvæðis. Þarna hefði mátt taka til í kerfinu. Ruddaskapur fjármálaráðherra felst í til- skipuninni. Hin lýðræðislega leið hefði ver- ið sú að efna til þríhliða viðræðna um mál- ið. Þar hefðu komið að borðinu sjómenn, útgerðarmenn og stjórnvöld. Þá hefði ver- ið hægt að ræða málin til hlítar. Hugsanlega hefði útgerðin fallist á að fara sömu leið og gerist í öðrum starfsgreinum og greitt sínum mönnum dagpeninga vegna fjarvista. En á það reynir ekki því ráðherrann ákveður að traðka á rétti sjómanna og tekur áhættuna af því að allsherjarverkfall skelli á. Tekjur sjómanna eru afar misjafnar. En ofurlaunum þeirra sem eru á aflahæstu skip- unum er jafnan haldið á lofti. Færri tala um þá láglaunamenn sem þurfa að framfleyta sér á kauptryggingu. Fyrir lægstlaunuðu sjó- menninna er kjaraskerðing upp á 300 þús- und krónur á ári reiðarslag. Sjómannafslátt- urinn er smámál með tilliti til sparnaðar ríkisins. En hann er stórmál þegar litið er til þess að hann er órofa hluti af kjörum stétt- arinnar sem allajafna á ekki heimangengt til að verjast. Um þessa grímulausu árás á launakjör sjómanna er aðeins eitt að segja: Skammastu þín, Steingrímur. reynir TrausTason riTsTjóri skrifar. Þeir hafa ítrekað verið sviptir samningsrétti. bókStafLega 18 mánudagur 30. nóvember 2009 umræða Sandkorn n Með kosningu Einars Skúla- sonar sem oddvita Framsóknar- flokksins í komandi kosningum eru vonir sjálfstæðismanna um áframhaldandi samstarf innan meirihluta borgar- stjórnar nánast að engu orðnar. Einar er af flestum tal- inn strang- heiðarlegur stjórnmála- maður án þess að það skipti máli í samhenginu. Hitt er verra að hann er Reykjavíkurlistamað- ur og mun leita til vinstri. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylk- ingar, getur því fagnað. n Í þessu liggja einnig þau skilaboð að forysta Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, for- manns Framsóknarflokksins, veikist. Sigmundur var talinn harður stuðningsmaður Óskars Bergssonar, sem mætti pólitískum örlögum sínum á laugardags- morguninn þegar stór- sigur Einars Skúlasonar var staðfestur. Grasrótin hefur því talað. Sigmundur Davíð er hægra megin í Framsóknar- flokknum og miklir kærleikar milli hans og Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins. Staða hans veikist í réttu hlutfalli við sigur Einars. n Skylmingar þeirra gömlu vina, Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra, og Styrm- is Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra, í Silfri Egils í gær voru með hressilegra móti. Styrm- ir hélt sig við þann málflutning öfgaarms Sjálfstæðis- flokksins, að með aðild að ESB myndu auðlindir Íslendinga falla í hendur útlendinga. Jóni Baldvin var lítið skemmt undir þeim málflutningi og sagði það vera hið versta bull. n Sérfræðingar í kremlarlóg- íu kunna að telja að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi óbeint skotið á Bjarna Benediktsson í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudag. Hún sagði að allir vissu að formenn fastanefnda réðu engu um Icesave heldur réðu Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurð- ardóttir. Minnti þetta á að Bjarna hefur verið talið til tekna að stýra allsherjarnefnd af festu á tím- um fjölmiðlafrumvarpsins. En kannski bara sem framlenging Davíðs Oddssonar. LyngHáLs 5, 110 REykJavÍk Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: Elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.