Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 23
viðtal 30. nóvember 2009 mánudagur 23 hann pólitískur oddviti Sjálfstæðis- flokksins þar á bæ. En hvernig hef- ur þessi tími verið? „Hann er bú- inn að vera blanda af erfiðleikum og árangri. Þessi tími er búinn að vera með þeim erfiðari fyrir okkar svæði. Ég kem ári eftir snjóflóðin miklu á Súðavík og Flateyri. Þegar ég byrja sem bæjarstjóri erum við enn að takast á við það. Þá eru líka sex sveitarfélög nýbúin að samein- ast og Guðbjörgin sem hafði verið tákn á Ísafirði var þá nýfarin. Það voru miklir erfiðleikar í atvinnu- lífi og staðan gríðarlega þung hjá þessu sameinaða sveitarfélagi,“ segir hann. Mætti láta landsbyggðina í friði „Mér finnst alveg með ólíkindum hversu vel hefur tekist til,“ segir Halldór þegar hann lítur yfir tím- ann sinn í bæjarstjórastólnum. „Þarna var ofboðsleg fækkun starfa. Fyrirtækin sem hafa orðið til síðan þá í sjávarútvegi eru að gera gríðar- lega góða hluti hjá okkur. Það hefur hjálpað mikið ásamt öðrum verk- efnum. Ég er til dæmis mjög stolt- ur af þróunnarsetri og háskóla- setri Vestfjarða. Þar vinna um 50-60 manns og ætli nemendur séu ekki um 120-130. Því höfum við náð við- spyrnu á mörgum sviðum.“ Hann segir að vænlegur kostur fyrir framtíðina væri að landsbyggð- in mætti vera meira í friði. „Eins og til dæmis með sjávarútveginn. Það er alltaf verið að hræra í honum. Að þurfa að glíma við sífellda duttlunga á Alþingi er ekkert gott fyrir okkur. Í dag eru nú einfaldlega of marg- ir á Alþingi sem eiga ekkert erindi þangað inn og gera meiri skaða en gagn. Svo er það miðstýringin sem er meiri á Íslandi en þekkist annars staðar. Mestöllu er stjórnað úr bæn- um sem er að mörgu leyti eðlilegt því við erum svo lítil þjóð. Það kem- ur sér samt illa fyrir landsbyggðina að mínu mati.“ Vestfirðir eiga fraMtíðina fyrir sér Það er ekkert launungarmál að flóttinn frá Vestfjörðum hefur verið mikill. Sífellt er talað um að byggð- inni sé að hnigna og Halldór er ekki blindur fyrir því. „Ég held að við höf- um einhverntíma verið með 15% af íbúm landsins á Vestfjörðum en í dag eru ekki nema um 3% þjóðar- innar þarna. Þar komum við aftur að miðstýringunni. Mér finnst við í sveitarfélögunum ekki hafa fengið næg tækifæri til þess að takast á við okkar eigin mál sjálf. Þess vegna er ég til dæmis mjög hlynntur samein- ingu sveitarfélaga,“ segir hann en er viss um að hlutirnir eigi eftir að snú- ast við. „Uppbygging háskólaseturs og betri samgöngur eru samt eitthvað sem mun efla byggðina mikið. Ég er á því að byggð á Vestfjörðum eigi framtíðina fyrir sér. Ég tel að við komum að þeim punkti að dæmið eigi eftir að snúast við. Búsetuskil- yrði þarna eru góð með tilliti til svo margs að ég tel að fólk muni sækja í að búa þarna,“ segir Halldór. tólf ár alVeg nóg Í maí á næsta ári ganga landsmenn til sveitarstjórnakosninga en þar mun vanta nafn Halldórs á lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Hann verður þá búinn að vera bæj- arstjóri í tólf ár og það finnst honum nóg í bili. „Ég tel að tólf ár séu alveg nægur tími í þessu. Þetta er ekki eitt- hvað sem maður á að reyna að gera að ævistarfi. Stundum á maður bara að standa upp, loka einum dyrum og opna nokkrar aðrar. Ég útiloka samt ekkert í pólitík. Hvort sem það sé að bjóða mig fram til Alþingis eða fara í bæjarstjórastarf annars staðar. Meira að segja fara bara í eitthvað allt, allt annað,“ segir hann. Hann verður alvarlegur á brún aðspurður hvort hann sé að flýja. „Ég hef ekkert að flýja. Fólk þarf ekki annað en að skoða stöðu Ísafjarðar- bæjar. Ef menn gera samanburð á henni miðað við þegar ég tók við og í dag þá er ekki hægt að segja annað en ég og við höfum gert mjög góða hluti. Þrátt fyrir fólksfækkunina erum við að halda uppi sömu þjón- ustu og jafnvel betri. Sveitarstjórn- arfólk um allt land treystir mér til þess að leiða Samband íslenskra sveitarfélaga sem formaður en ég er fyrsti landsbyggðarmaðurinn í rúm- lega 60 ára sögu sambandsins. Fólk í öðrum sveitarfélögum hefur einn- ig fylgst með okkur hvernig við ger- um hlutina og nokkrir hafa sýnt því áhuga að ég komi til þeirra,“ segir hann ákveðinn en svo gæti farið að konan hans taki við af honum. „Það hefur allavega verið skorað á hana af sjálfstæðisfólki á í Ísafjarðarbæ. Ég er samt ekkert að víkja fyrir henni. Ég tók ákvörðunina um að hætta við upphaf þessa kjörtímabils þótt ég segði ekki neinum frá því nema mínum nánustu samstarfsfélögum. Að vera áfram á Ísafirði er samt allt- af fyrsti valkostur þótt ég sé þakklát- ur fyrir það traust sem menn eru að sýna mér með því að hafa samband við mig úr öðrum sveitafélögum að bjóða mér að koma þangað,“ segir Halldór. Hefði Viljað fraMkVæMa Meira Að lokum er spurt um eftirsjána. Hvað er það sem hefði betur mátt fara í hans bæjarstjóratíð? „Ég hefði viljað að það hefði tekist betur til í enduruppbygginu atvinnulífs- ins. Þá sérstaklega að halda þeim aflaheimildum eftir þau áföll sem urðu. Þá sérstaklega hefðum við viljað halda þeim aflaheimildum í byggðarlaginu sem tilheyrðu Bása- felli á sínum tíma. Við gátum ekki og höfðum engin áhrif á það því við áttum bara einhvern sjö prósenta hlut. Mér fannst það samt fara allt of illa,“ segir Halldór og viðurkenn- ir einnig að hann hefði viljað geta gert meira í framkvæmdum. „Það er mikil framkvæmdaþörf í Ísafjarðarbæ og þar hefði ég vilj- að gera meira. Við áttum að klára viðbyggingu við Grunnskólann á Ísafirði 1998 en gerðum það ekki fyrr en í fyrra. Við fórum þar bráða- birgðaleiðir. Þegar öllu er á botninn hvolft er samt betra að fara varlega í fjármálum heldur en að geta bennt á eitthvað risamannvirki og sagt þetta gerðum við og vera svo með skuldir úti um allt,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar tomas@dv.is „Ég hef ekkert að flýja“ „Í dag eru nú einfaldlega of margir á alþingi sem eiga ekkert erindi þangað inn og gera meiri skaða en gagn.“ „Ég tel að tólf ár sÉu alveg nægur tÍmi Í þessu. þetta er ekki eitthvað sem maður á að reyna að gera að ævistarfi.“ Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM - Í boði eru 60-150 töflu skammtar Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is OXYTARM OXYTARM Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman 120 töflu skammtur 30days Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.