Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Page 29
á mánudegi Hvað veistu? 1. Kunnur ljósmyndari ruddist inn í félagsmálaráðuneytið á dögunum og messaði yfir ráðherra og fleirum. Hver var þetta? 2. Kaupþing skipti nýverið um nafn. Hvað heitir bankinn nú? 3. Með hvaða knattspyrnustjörnu djammaði lýtalæknirinn, morðinginn og Íslandsvinurinn Hosmany Ramos á árum áður? einstakt myndasafn Út er komin bók um íslenska efna- hagshrunið, aðdraganda þess og eftirköst. Á þessum síðustu og verstu tímum hefur listamaðurinn Halldór Baldursson létt Íslendingum lund með hárbeittum skopmyndum en bókin Skuldadagar geymir einstakt safn mynda hans sem birst hafa í Blaðinu, 24 stundum, Morgunblað- inu og Viðskiptablaðinu. Hér skín í gegn eiturskörp sýn hans á þjóðmál- in frá ársbyrjun 2007 og fram í sept- ember 2009. Forlagið gefur út. Hefst inni í pottaskáp Ný bók eftir Hlín Agnarsdóttur, Blómin frá Maó, er komin út hjá Ormstungu. Sagan hefst inni í pottaskáp í Drápuhlíð í janúar 2009. Húsráðandinn, Sigurborg Eyfjörð, leitar þar að hentugum dalli til að lemja á Austurvelli þegar síminn hringir. Tvær ungar stúlkur frá Miðstöð munnlegr- ar sögu eru á leiðinni til hennar með upptökutæki til að forvitn- ast um ótrúlega fortíð hennar í Asparsamtökunum sem voru ekki skógræktarsamtök heldur byltingarsamtök. Sagan berst alla leið austur til Kína þar sem örlög söguhetjunnar ráðast. Í tilkynn- ingu segir að þetta sé margbrotin og spennandi skáldsaga um pól- itískar öfgar, leiðtogadýrkun og föðurleit þar sem kímni höfundar er aldrei langt undan. töfrandi greinar Guðir og menn heitir greinasafn eftir Harald Bessason sem út er komið hjá Ormstungu. Í tilkynningu segir að greinarnar búi yfir óvenjuleg- um töfrum; yfir þeim sé „andi heiðríkjunnar þar sem saman fara fræði, innsæi og kímni. Þær tengj- ast gjarnan hinu tímalausa í til- verunni og hjálpa okkur þannig til að hefja okkur yfir ringulreiðina og komast í einhvers konar snertingu við kjarnann“. Sumar greinarnar snerta goðafræðina með ýmsu móti, og hins vegar er um að ræða svip- myndir af atburðum og sérkennilegu fólki í þeim tveimur heimum sem Haraldur þekkti best, æskustöðvun- um í Skagafirði og veröld Vestur-Ís- lendinga. Helgi Björnsson er kameljón. Síð- ast þegar spurðist til hans á tón- listarsviðinu var hann í fararbroddi Reiðmanna vindanna, sem gerði verulega góða hestamannaplötu fyrir nokkrum árum. Nú segist Helgi sjálfur vera búinn að leggja frá sér landabrúsa hestamannsins og taka upp kokteilinn. Nýja plat- an hans heitir Kampavín og nýtur hann liðsinnis hinna djössuðu Kok- teilpinna, en þeir hafa troðið upp á hverju laugardagskvöldi í Þjóðleik- húskjallaranum í vetur. Þar eru ein- tómir fagmenn á ferð og gæði spila- mennskunnar eftir því. Það eru í senn frábær meðmæli og einnig nokkuð áhyggjuefni að platan hefur fyrst og fremst þau áhrif á mig að ég fyllist sterkri löng- un til setja á mig slaufu, greiða hárið aftur og opna viskíflöskuna. Drekka mig síðan alveg blindhaugafullan og vera með stæla. Stór hluti plötunn- ar er í þessum dúr. Hún er á köflum óður til fyllirís, meðal annars upp- hafslagið, Eitt skot, einn viskí og einn bjór og lagið Ég finn á mér. Á plötunni er eingöngu að finna gömul klassísk blús- og djasstöku- lög með íslenskum textum, en texta- gerð er meðal annars í höndum Dr. Gunna, Davíðs Þórs Jónssonar og Braga Valdimars Skúlasonar. Texta- höfundar koma sér beint að efninu og yrkja um klækjakvendi, dans, en umfram allt brennivín. Helgi Björns er svo eins og skap- aður fyrir stemninguna sem er á plötunni. Bæði er Helgi nógu mikill töffari og með nógu flotta og hrjúfa söngrödd til þess að dæmið gangi upp. Platan hentar vel í skamm- deginu og sérstaklega þeim sem ætla að fá sér bara einn drykk fyrir svefninn eftir að komið er heim af næturlífinu. Ég sé líka fyrir mér hóp af blindfullum körlum í veiðihúsi einhvers staðar uppi í sveit. Valgeir Örn Ragnarsson Dettum í það Woody Allen er mikill meistari þótt ekki sé hann óskeikull. Yfirleitt má þó ganga að því sem gefnu að á slæmum degi gerir Allen samt betri og pældari bíómyndir en allir þeir ömurlegu og hæfileikalausu meðaljónar sem ganga lausir í Hollywood og brenna upp film- ur og fé í andleysi og doða. Allen hefur þó ekki alveg verið að rokka á síðustu árum. Ef til vill spilar þar inn í að kallinn hefur verið á Evr- ópuflakki í síðustu fjórum myndum eða svo en eins og allir vita er New York heimavöllur Allens og að hann er hvergi betur gíraður en á Manhatt- an. Aðdáendur Allens geta því fagnað ákaflega núna þar sem hann er kom- inn aftur heim. Whatever Works er þvottekta New York-mynd og þar að auki alveg hreint dásamlega dæmigerð Woddy Allen- mynd. Allen var upp á sitt langbesta upp úr 1970 og það má segja að hann hverfi með okkur aftur til þess tíma í Whatever Works. Myndin er nett berg- mál af Annie Hall og verseraðir að- dáendur Allens munu líklega einn- ig hnjóta um einhverjar pælingar og vangaveltur sem rekja má allt aft- ur til Love and Death frá 1975. Það er því ekki laust við að það svífi svolítill endurvinnslufílíngur yfir myndinni og ástæðan er einfaldlega sú að Allen skrifaði handritið fyrir um það bil 40 árum þannig að hún virkar óneitan- lega á köflum svolítið tímaskökk. Getur til dæmis nokkur talið það til tíðinda árið 2009 að kreppt húsmóðir skuli skyndilega blómstra eftir skiln- að, fara að klæða sig eins og hippi, tjá sig listrænt og búa með tveimur karl- mönnum? Þetta er voðalega sevent- ís en Allen teflir hins vegar fram svo áhugaverðum persónum og skrifar svo stórkostlegar línur ofan í þær að hann kemst auðveldlega upp með þessi fornleifafræði sín. Hvað getur mað- ur svosem beðið um betra en Woddy Allen í New York í fjörutíu ára gömlum ham? Í Whatever Works talar hinn þung- lyndi, taugaveiklaði og bölsýni Boris Yelnikoff okkur í gegnum hremming- ar sínar í gegnum tíðina með sérstakri áherslu á síðustu misseri sem hafa ver- ið óvenju viðburðarík þegar tekið er tillit til þess að þessi fyrrverandi næst- um því nóbelsverðlaunahafi í eðlis- fræði hefur haldið til einn í óhrjálegri íbúðarholu, unnið fyrir sér með því að kenna heimskum krökkum skák á milli þess sem hann hittir nokkra kunningja sína til þess að tala við þá um hversu fólk er ógeðslega heimskt, vitlaust og bjánalegt. Þessi örugga en ömurlega tilvera Boris fer á hvolf þegar hann hittir fyr- ir tilviljun Melodie St. Ann Celestine, unga, hjartahreina, ljúfa og frekar ein- falda Suðurríkjamær, sem er týnd í stór- borginni. Melodie flytur inn á fauskinn og frá sjónarhóli okkar manns breytast þau í einhverja martraðarkennda út- gáfu af Henry Higgins og Eliza Dool- ittle. Með þeim takast einhvers konar ástir og sagan spinnst út í allar áttir í á köflum drepfyndna ádeilu á þennan skrípaleik sem lífið er. Boris er vitaskuld ákaflega kunnug- legur náungi. Allen hefur leikið hann í einhvers konar útfærslum af og til í gegnum allan feril sinn og hann hefði svo sem vel getað tekið einn snúning enn á félagsfælnum, núrótískum of- vita. Hann kýs hins vegar að sitja hjá en hefði varla getað fengið betri stað- gengil en Larry David sem dritar út úr sér svartagallsrausi Borisar með sömu tilþrifum og hann hefur sýnt í Curb Your Enthusiasm þannig að unun er að horfa og hlýða á. Aðrir leikarar eru í álíka stuði og það verður bara að segj- ast eins og er að Allen var betri fyrir fjörutíu árum en hann er í dag þannig að þetta afturhvarf hans til fortíðar er þrátt fyrir tímaskekkjuna besta mynd hans í áraraðir og lúmskasta gaman- mynd sem ratað hefur í íslenskt kvik- myndahús lengi. Þórarinn Þórarinsson aftur til fortíðar Leiðindagaur Larry David smellpassar í hlutverk taugaveiklaðs og þunglynds svartsýnismanns í Whatever Works. Woddy Allen hefur svo sem sérhæft sig í þessari manngerð sjálfur en hefði varla getað fundið heppilegri staðgengil en David. fókus 30. nóvember 2009 mánudagur 29 Svör: 1. Spessi (Sigurþór Hallbjörnsson) 2. Arion 3. Pelé Kamapvín Flytjandi: Helgi Björns Útgefandi: Sena tónlist Whatever WorKs Leikstjóri: Woody Allen Aðalhlutverk: Larry David, Evan Rachel Wood, Patricia Clarkson, Ed Begley Jr. kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.