Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 30
skákmeistari Egill Einarsson, einnig þekkt- ur sem Gillzenegger, Störe eða Þykki, var heldur betur áber- andi í íslenskum fjölmiðlum á föstudaginn. Fyrst var Egill í þættinum Auddi og Sveppi þar sem hann tók þátt í ratleik þeirra félaga til Egilsstaða og til baka, þar næst var hann gestur hjá Loga Bergmann í þættinum Logi í beinni og endaði svo kvöldið á Rás 2 í útvarpsþættinum Litla hafmeyjan. „Þið þurfið bara ekki að fara út úr húsi á morgun,“ sagði Egill um málið á Face- book-síðu sinni. Hann er þessa dagana að kynna nýjustu bókina sína. Hún heitir Mannasiðir og er væntanleg í verslanir. „Þetta eru innslög, svona þrjár til fjór- ar mínútur. Þetta er bara eitthvert sprell þar sem við tökum fyrir jóla-þetta og jóla-hitt,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti um Jóladagatal þeirra í fjöl- listahópnum vinsæla. Dagatalið hefst 1. desember og verður á dagskrá Rás- ar 2 alla aðventuna, bæði í Popplandi alla virka daga klukkan 9.30 og 13.30 og hjá Bergssyni & Blöndal á laugardags- morgnum. Bragi segir að tekið verði fyrir ýmis- legt tengt jólahaldinu. „Jólafötin verða tekin fyrir, uppruni jólanna, jólaandinn og bara eiginlega jóla-allt.“ Og kreppan sleppur vitanlega ekki við að vera hrá- efni í þessu jólaföndri Baggalútsmanna. „Einn þátturinn heitir jól í kreppu. Og svo verður einn nostalgískur sem fjall- ar um jól í góðæri,“ segir Bragi en eins og heyra má eru þættirnir þematengd- ir. Söguþráður er enginn ólíkt því sem venjan hefur verið í Jóladagatali Sjón- varpsins. „Nei, þetta er náttúrlega ekki svona dýrt og fínt. Við höfðum ekki efni á söguþræði.“ Og þá enginn hávaxinn gaur í bláum geimbúningi sem kemur við sögu? „Nei, og þess vegna fengum við bara að vera með þetta í útvarpi. Við vorum með svo háleitar kröfur í búningamálum.“ Þess má geta að Baggalútur hefur einnig samið fjögur jóla- og aðventulög sem hlotið hafa nöfnin Spádómslag- ið, Betlehemslagið, Hirðingjalagið og Englalagið. Þau verða frumflutt í þætti Guðna Más á Rás 2 á hverjum sunnu- degi aðventunnar. kristjanh@dv.is Höfðu ekki efni á söguþræði Jóladagatal Baggalúts verður á rás 2 alla aðventuna: Vignir Vatnar: Eitthvað gengur brösuglega hjá silfurdrengnum og stuðboltan- um Loga Geirssyni að koma út væntanlegu jólalagi sínu sem margir bíða spenntir eftir. Geng- ur illa að finna söngvara en þeg- ar skyttan öfluga var innt eftir svörum á Facebook-síðu sinni sagði Logi: „Það eru ekki miklar framfarir gamli minn. Ég er að sjá hvort ég geti ekki reddað ein- hverjum góðum söngvara með mér í þetta. Hérna úti í Germany eru þeir ekki á hverju strái.“ Öllu betur gengur þó hjá Loga og félaga hans Björgvini Páli Gústavssyni í gel-bransanum en Logi upplýsir á sömu Facebook- síðu að þeir félagarnir séu mjög ánægðir með viðtökurnar á vöru þeirra og ætli þeir að svara því með „style“. Jóla-babb í bátinn 30 mánudagur 30. nóvember 2009 fólkið „Hann er nú ekki hár í loftinu og náði varla upp á borðin,“ seg- ir Brynja Árnadóttir, skólastjóri í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, um sex ára skáksnillinginn Vigni Vatnar Stefánsson. Eins og Víkur- fréttir greindu frá á föstudag var haldið fjöltefli í skólanum þar sem Vignir sýndi ótrúlega snilli sína og vann sex af sjö skákum gegn eldri nemendum skólans. „Það var skondið að sjá hann snúast þarna í hringi og hlaupa á milli borðanna. Hann er alveg ótrúlega klár strákur hann Vign- ir,“ heldur Brynja áfram en fjöltefl- ið á föstudag var lokahnykkurinn á þemadögum skólans þar sem skák var meðal annars í hávegum höfð. „Þarna gátu svo foreldrar og aðrir komið og fylgst með því hvað við höfðum verið að gera á þessum þemadögum.“ Meðan á þemadög- unum stóð var Vignir duglegur að tefla og lagði hann að velli samnem- endur sem voru meira en helmingi eldri en hann. „Hann vann þarna krakka allt upp í tíunda bekk.“ Árangur Vignis er ekki bara ein- stakur vegna þess hve ungur hann er heldur eru ekki nema tæp tvö ár síðan hann lærði mannganginn og aðeins nokkrir mánuðir síðan hann fór að æfa skák. „Hann byrj- aði í janúar eða febrúar á þessu ári,“ segir Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir, móðir Vignis, um skákferil sonar síns. „Hann æfir núna með Skák- félagi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Reykjavíkur,“ en Sigurlína segir áhugann fyrst og fremst koma frá Vigni sjálfum. „Hann hefur brenn- andi áhuga á þessu og við höfum alls ekkert verið að ýta á eftir hon- um.“ Vignir keppti um helgina á Íslandsmóti barna- og ungl- ingasveita sem fram fór í Garða- bæ en hann var þar langyngsti keppandinn. „Hann keppti þar með unglingaflokki með Skák- félagi Reykjavíkur. Það voru fjór- ir bestu af yngri krökkunum sem kepptu með en hann var langyngst- ur.“ Björn Þorfinnsson, forseti Skák- sambands Íslands, sá Vigni á móti í vetur og hreifst svo af hæfileikum hans að Vignir mætir nú í einkatíma hjá Birni einu sinni í viku. „Vignir er mjög efnilegur og fólk hefur varla séð svona skáksnilling hér heima. Ekki svo ungan í það minnsta,“ segir Sigurlína stolt en Vignir mun eflaust láta mikið að sér kveða á næstu árum og áratugum. Annar skáksnillingur sem Ís- lendingar kannast vel við, Bobby Fischer, byrjaði sjálfur að æfa skák þegar hann var sex ára en hann er af mörgum talinn einn helsti skákmeistari heims frá upphafi. asgeir@dv.is Vignir Vatnar Stefánsson, sex ára skák- snillingur, sló í gegn í fjöltefli í Myllu- bakkaskóla fyrir helgi þar sem hann vann sex skákir af sjö. vignir sigraði nemendur allt upp í tíunda bekk. Föstudagurmeð Þykka sex ára Baggalútur Sífyndnir, sumar jafnt sem vetur. MYND GúNDi ViGNir VatNar StefáNSSoN Er einn efnilegasti skákmaður sem Ísland hefur alið af sér. fjör á ÍSlaNDSMóti Vignir var langyngstur keppenda. Stuttur Vignir náði varla upp á borðin. ViGNir Hefur látið að sér kveða á fleiri mótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.