Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 JÓLAGJAFIR ÍSLENSKT DVD FYRIR FJÖL- SKYLDUNA FYRIR PABBA HEILSUBÆLIÐ Eitt allra fyndnasta sjónvarpsefni í sögunni. Þegar sonurinn vitnar í karaktera eins og Ólaf Ragnar og Georg Bjarnfreðarson reynir pabbinn alltaf að trompa það með góðum Saxa eða „hæ, litli“. Pabbi þarf enga Fangavakt þegar hann getur sökkt sér í vitleysingana í Heilsubælinu. Kokkinn með hvítlaukinn, Saxa, þreifna prestinn og alla hina. Svo má ekki gleyma Jóni Péturssyni lækni. Fór í banka, ekki banka. FYRIR MÖMMU ÁSTRÍÐUR Loksins kom alvöru sería fyrir mömmurnar. Svar Íslendinga við Beðmálum í borginni. Hvaða kona sem er getur kúrt sig undir teppi milli jóla og nýárs og farið aftur yfir líf Ástríðar sem er aldrei gallalaust. Sería sem sló rækilega í gegn í sumar og er um að gera að fara yfir þættina aftur áður en næsta sería verður gerð. FYRIR STRÁKINN ATVINNUMENN- IRNIR OKKAR Frábært sjónvarpsefni sem fékk mjög góða dóma hjá DV. Fylgst er með skærustu íþróttahetj- um okkar Íslendinga í leik og starfi. Farið yfir hvernig þeir búa, æfa og lifa í hörðum heimi atvinnumennskunnar. Sannkallað- ar fyrirmyndir sem allir geta litið upp til. Tilvalið fyrir strákinn til að sjá hvert er hægt að ná haldi menn rétt á spilunum. FYRIR STELPUNA STELPURNAR OKKAR Fótbolti er töff. Líka hjá stelpum. Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu sá svo rækilega til þess með glæstum ár- angri sínum á síðasta ári. Þar léku þær fyrst allra A-landsliða í knattspyrnu á stórmóti. Í myndinni er fylgst með leið stelpnanna á mótið, sigrum og sorgum. Af þessari klassamynd verður enginn svikinn, sérstaklega ekki stelpan á heimilinu. Gríðarleg gróska er í íslenskri hönnun sem er á heimsmælikvarða. Íslenskt er í tísku enda fátt betra að gefa eða þiggja en fallega íslenska gjöf. DV tók saman nokkur flott dæmi en nánast endalaust er til af íslenskri hönnun víða um land. Íslenskt er móðins „Hugmyndir að fatalínunum koma úr ýmsum áttum en það sem hefur langmest áhrif á mig er íslensk náttúra og veðurfar. Ég upplifi ákveðna stemningu í náttúrunni og reyni að yfirfæra hana á fötin,“ segir Ásta Guðmundsdóttir hjá ásta créative clothes á Laugavegi 15. Ásta notar gjarnan íslenska ull og nýtur þess að gera ýmsar tilraunir með ullina til þess að ná fram nýrri áferð og stemningu. „Það sem einkennir meðal annars íslenska náttúru er andstæðurnar, hið hrjúfa og hráa á móti hinu mjúka og ferska. Þessu reyni ég að ná fram með því að blanda saman grófri ull og fínu silki í sömu flíkinni. Veðurfarið hefur mikil áhrif á okkur á Íslandi, mótar okkur og landið okkar. Ég vil að fötin líti út eins og þau séu veðruð, eins og steinvölurnar sem veltast um í fjöruborðinu. Eða skorurnar sem myndast í jarðveginum eftir storm og hríð. Annað stórt áhugamál mitt er leikhús. Það læðist oft leikhús í fötin mín, smá dramatík, húmor eða lítið ævintýri.  Ég vil að konum líði vel í fötunum mínum og þau undirstriki kvenleika þeirra og persónuleika.“ LAGLEGAR LOPAPEYSUR Bókaradaman og prjónasnillingurinn Brynja Björk hefur prjónað frá því hún var lítil. Vörur hennar hafa ekki sést mikið í búðum á Reykjavíkursvæðinu en orðspor hennar fer vaxandi - hér heima og erlendis. Hún er með fésbókarsíðu þar sem hægt er að skoða verk hennar, allt frá fallegum sokkum upp í glæsilegar peysur. Vörur Brynju eru miklu ódýrari en sambærileg verk og kostar lopapeysa á 2-4 ára aðeins fjögur þúsund krónur. KÚL KERTASTJAKI Stefán Pétur Sólveigarson hannaði þennan glæsilega kertastjaka sem hann kallar Skrauta. Það verður enn meira kósí í stofunni þar sem Skrauti er. Stefán hefur einnig slegið í gegn með spilastokkunum sínum. DALVÍKURSLEÐINN Dalvíkursleðinn er byggður á gamalli erkitýpu af sleða. Hönnun hans miðar að því að fanga nytjahlut úr fortíðinni og færa í nýjan búning. Sleðar voru smíðaðir á Dalvík sem og víðar í stórum stíl á árum áður, ýmist í heima- húsum eða á tréverkstæðum. þeir þjónuðu jafnt yngstu kynslóðinni til leiks sem og til að létta fólki ýmsa flutninga í þungri vetrarfærð. Dalvíkursleðinn er hannaður af Dalvík- ingnum Degi Óskarssyni vöruhönnuði, framleiddur af Promens á Dalvík og fæst í Birkilandi. Hann kostar 12.900 krónur. KÓSÍKVÖLD Í REYKJAVÍK Í Reykjavíkurljósinu, sem fæst í Kokku, varpa mörg af þekktustu kennileitum höfuðborgarinnar skuggum sínum á pergamentskerm svo að úr verður lifandi borgarmynd. Ljósið kemur ósamsett í fallegum gjafakassa og samanstendur af stöðugri botnplötu, útskorinni álþynnu og pergamentskermi. Góðar og afar einfaldar leiðbeiningar og aukaskermur fylgja með. Svo er þetta svo ódýrt - 4.500 krónur. THORS HAMMER Thors Hammer wristbands var stofnað af Einari Thor. Nokkrum árum áður var hann að vinna sumarvinnu í Húsgagnahöllinni og fékk mikið af leðurprufum sent til sín. Hans var vitjað í draumi af frænda sínum Gísla Súrssyni og tók eftir leðuról sem frændi hans bar. Einar stal nokkrum leðurprufum og nokkrum mánuðum síðar varð til vörumerkið Thors Hammer wristbands. Með Gísla sem innblástur ákvað Einar að hvert band myndi bera nafn úr goðafræðinni, eins og Mjolnir, Thor og Odin, þeim til heiðurs. Thors Hammer-armböndin eru með þeim dýrari sem eru í boði, og er góð og gild ástæða fyrir því. FJÖLNOTA FÖT Steinunn og Brynjar í Emami hafa hitt naglann á höfuðið. Allar konur elska fötin þeirra. Emami leggur áherslu á að skapa glæsilegan fatnað sem byggir á sömu hug- mynd og kjóllinn sem kom frá þeim fyrst; gæðum, fjölbreytileika og framúrstefnulegri hönnun. Nýja línan er að slá í gegn, ekki bara hér á Íslandi heldur víða um heim. Fyrsta verslun Emami á Íslandi var opnuð á Laugavegi 66. KASYDESIGN Katrín Sylvía Símonardóttir hannar flotta eyrnalokka, hringa og það nýjasta er grifflur sem eru að slá í gegn. Hægt er að kaupa í gegnum kasydesign@gmail.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.