Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. desember 2009 JÓLAGJAFIR
Mörgum finnst erfiðast að velja jólagjöf handa makanum. Ekki geyma að kaupa mikilvægustu gjöfina
þar til á síðustu stundu. Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum sem ættu að slá í gegn.
Gjöf handa
honum / henni
HÚN : HANN :
Fyrir gæðanef Aveda-herrailmurinn
er karlmannlegur, margtóna ilmur
sem kallar fram upplifun líkt og staðið
sé í skóglendi á norðlægum slóðum.
Frábær ilmur sem á engan sinn líka og
eiga herrar með nef fyrir gæðailm eftir
að verða hrifnir af þessum. Fæst í öllum
betri snyrtivöruverslunum landsins og
kostar 5.560 krónur.
Fyrir rokkarann Rocking Records-
plötustandarnir eru tiltölulega nýir á
markaðnum en hafa vakið umtals-
verða athygli. Eru seldir hjá Epal í
Skeifunni og hjá Havaríi í Austur-
stræti. Standarnir eru fyrstir sinni teg-
undar þar sem þeir eru skrautmunir
í stofuna jafnt sem praktísk lausn til
þess að geyma uppáhaldsplöturnar.
Standarnir kosta 21.900 kr. og eru
fáanlegir í þremur litum, svörtum,
hvítum og rauðum.
Uppsteytur Hringur handa honum
úr rodiumhúðuðu silfri svo það fellur
síður á skartið sem hentar vel við íslenskar
aðstæður. Skartgripurinn er hluti af Uppsteyt,
skartgripalínu sem fæst hjá Jens í Kringlunni.
Hringurinn kostar 15.200 krónur.
Gjöf fyrir gyðjuna Dolce & Gabbana-
ilmurinn Rose the One er kynntur af
hinni kvenlegu og kynþokkafullu Scarlett
Johansson en ilmurinn þykir ómótstæði-
legur, líkt og leikkonan sjálf. Fæst í helstu
snyrtivöruverslunum landsins.
Leiðin að hjartanu Yndislegir
hangandi 14 karata gulllokkar úr
Jens í Kringlunni, hannaðir af Berg-
lindi Snorradóttur. Þessi gjöf bræðir
hverja konu. Verð: 76.500 krónur.
Truflaðar leggings Þessar geggjuðu
svörtu leggings eru með kögri að aftan
og eru íslensk hönnun. Fást í Miss Patty’s á
Hverfisgötunni. Verðið er 8.500 krónur.
MYND EYDÍS BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR
Ekki láta hana
fara í jólakött-
inn Allir verða
að eignast ný
náttföt á jólunum.
Þægileg en góð
náttföt eru sniðug
í morgunpakk-
ann. Þessi fást
í Joe Boxer.
Hlýrabolurinn
kostar 2.680 en
buxurnar 4.990
krónur. MYND/
RAKEL ÓSK
Töff taska Flottar töskur hitta alltaf í mark enda geta
konur ekki átt of margar töskur. Þessi er alveg málið í
dag, svört með silfurlitum kósum. Taskan fæst í Karen
Millen og kostar 31.992 krónur. Ekki er verra að bæta
einu pari af hönskum við en þessir kosta 12.742 krónur
og fást einnig í Karen Millen í Kringlunni.
MYND/ RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Fyrir ævintýrakonuna Þessi Casio-myndavél er al-
vöru og vann nýlega til Eisa-verðlaunanna. Ekki spillir
fyrir að hún er til í bleiku hjá Bræðrunum Ormsson.
Myndavélin kostar 59.900 krónur.
MYND/RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Notaleg gjöf
Á jólunum eiga
allir að hafa það
sem allra best og
fyrir þá sem velja
það er hægt að
njóta jólanna á
náttfötunum einum
saman. Þessi eru
líka mjúk og góð og
þrengja ekki að svo
það er auðveldlega
hægt að borða á
sig gat án þess að
finna of mikið fyrir
því. Logo-buxur
fást í Joe Boxer á
4.990 krónur og
ermalausi bolurinn
á sama stað á 2.980
krónur. MYND/ RAKEL
ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Handa húsbóndanum Fátt er karlmannlegra
en eiginmaður sem getur reddað málunum. Með
þennan í vasanum eru engin vandamál óyfirstíganleg.
Leatherman-hnífurinn er með öllum mögulegum og
ómögulegum græjum og fæst í Ellingsen á 18.990 kr.
MYND/ RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Hátíðleg
peysa
Fallega blá
og hátíðlega
Diesel-peysa
á herrann.
Fæst í Sautján
í Kringlunni og
kostar 17.990
krónur. Flott
við gallabuxur
yfir skyrtu eða
bol
MYND/ RAKEL ÓSK
SIGURÐARDÓTTIR