Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 3 „ÞÉR ER BARA ILLA VIÐ MIG“ Blaðamaður: „Sama dag, þann 8. febrúar 2008, kaupir Vafning- ur breskan fjárfestingasjóð af dótt- urfélagi Sjóvár fyrir 5,4 milljarða. Fjárfestingasjóðurinn heitir KCAJ LLP og var í smásölu á Bretlands- eyjum. Veistu eitthvað um það?“ Bjarni: „Veistu það, Ingi, að mér finnst þú lélegur blaðamað- ur. Ég treysti þér ekki og ég ætla ekki að eiga nein samskipti við þig.“ Blaðamaður: „Af hverju er ég lélegur blaðamaður?.” Bjarni: „Vegna þess að þú ferð með ranga hluti og þér er alveg sama.“ Blaðamaður: „Eins og hvað, hvað er rangt?“ Bjarni: „Vegna þess að þú ert að halda því fram að ég hafi gert eitthvað sem muni kosta ís- lenska skatt- greiðend- ur 10.000 krónur á mann. Þetta er al- gert bull, þetta fé- lag kostar eng- an neitt, það er að segja af almennum skattgreiðendum.“ Blaðamaður: „En íslenska rík- ið þurfti að leggja Sjóvá til 12 milljarða króna til að bjarga félaginu frá þroti?“ Bjarni: „Það er annað, Ingi minn. Ég hringi í þig um dag- inn og þú ert að taka upp viðtalið við mig. Af hverju sagðir þú mér það ekki að þú værir að taka við mig viðtal sem þú ætlaðir að birta í blaðinu?“ Blaðamaður: „Lá það ekki ljóst fyrir? Bjarni: „Nei, nei, nei. Þú verður að virða siða- reglur blaðamanna.“ Blaðamaður: „Ég geri það.“ Bjarni: „Nei, þess vegna ertu lélegur blaðamað- ur.“ Blaðamaður: „En þú segir að það sé rangt...“ Bjarni: „Þú sagðir mér ekki að við værum að eiga viðtal. En þú hefðir átt að gera það.“ Blaðamaður: „Ég hélt að það lægi ljóst fyrir. Við töl- uðum saman í hálftíma.“ Bjarni: „Nei, nei, nei. Ég var að færa athugasemdir við það sem þú varst þeg- ar búinn að skrifa.“ Blaðamaður: „Já, og skýra þitt mál og aðkomu þína að þessu félagi, sem er lykilatriði í málinu.“ Bjarni: „Við töluðum aldrei um að ég væri í ein- hverju viðtali við þig.“ Blaðamaður: „Afsakaðu, en ég hélt að það væri alveg ljóst þar sem við vorum að ræða þessi mál efnislega.“ Bjarni: „Það var það bara alls ekki. Útskýrðu fyrir mér af hverju ís- lenskir skattgreiðendur munu þurfa að borga 10 þúsund á mann út af þessu félagi?“ Blaðamaður: „Íslenska ríkið þurfti að leggja 12 milljarða króna inn í Sjóvá í sumar.“ Bjarni: „Það er rangt. Blaðamaður: „Er það rangt?“ Bjarni: „Já, já. Íslenska ríkið lán- aði Glitni peninga sem það mun fá aftur. Íslenska ríkið hefur ekki lagt neitt fram. Þetta er bara bull í þér. Þú átt að vinna vinnuna þína eins og maður.“ Blaðamaður: „Sjóvá tapaði rúm- um 3 milljörðum á þessari fjárfest- ingu í Makaó...“ Bjarni: „Hvenær lagði ríkið fram peninga sem það fær ekki til baka? Væntanlega mun ríkið ekki bera neinn skaða af þessu. Þegar þú segir að ríkið tapi þeim pening- um þá verður það að vera kom- ið í ljós að ríkið fái þá peningana ekki til baka. Þegar maður tapar einhverju þá fær maður það ekki endurgreitt sem maður lánar. Er það ekki satt?“ Blaðamaður: „Jú, það er satt.“ Bjarni: „Einmitt. Nú er það stað- fest að þú getur ekki sagt mér hvernig íslenska ríkið tapar 10 þúsund per Íslending út af fjárfest- ingum Sjóvár í Makaó. Þess vegna treysti ég þér ekki því þú ert bú- inn að halda því fram í blaðinu að ég hafi gert eitthvað sem hafi valdið því að ríkið þurfi að leggja fram upphæð sem nemur 10 þús- und krónum per Íslending. Þetta er bara bull í þér. Þér er bara illa við mig og þú ert í leiðangri til að koma á mig höggi. Ég ætla ekki að hjálpa þér í því.“ Blaðamaður: „Mér er ekki illa við þig, Bjarni minn, síður en svo, og það er kjaftæði að ég sé í leiðangri til að koma á þig höggi. Þetta er rangt. Hvað á ég að gera? Ég er með ákveðnar heimildir hér. Ég ræð því ekki hvaða heimildir ég hef fengið upp í hendurnar. Það sama hefði gerst ef ...“ Bjarni: „Þú ert bara aumur blaða- maður sem ert að velta þér upp úr skítnum til að reyna að selja blað- ið.“ Blaðamaður: „Er ég hvað, segir þú?“ Bjarni: „Þú ert bara aumur blaða- maður sem ert að reyna að koma höggi á mig í þeim tilgangi að selja blaðið.“ Blaðamaður: „Það er ekki satt.“ Bjarni: „Því miður, Ingi minn, þú bara sérð það ekki sjálfur.“ Blaðamaður: „Ef ég hefði fengið slíkar upplýsingar um einhvern annan stjórnmálamann þá hefði það sama gilt þar. Það er bara þannig. Ég ræð því ekki hvaða heimildir ég fæ.“ Bjarni: „Það stendur ekki steinn yfir steini í því sem þú ert að segja. Og ég hef bara ekkert við þig að segja.“ Blaðamaður: „Bjarni minn, stendur ekki steinn yfir steini?“ Bjarni: „Segðu mér hvernig ís- lenskir skattgreiðendur tapa á þessari fjárfestingu í Makaó?“ Blaðamaður: „Ég er búinn að gera það. Þú heldur því fram að ég hafi rangt fyrir mér. Ég skal at- huga það betur. Ég er búinn að út- skýra það fyrir þér hvernig ég taldi að það hefði gerst. En þú segir að það sé rangt.“ Bjarni: „Þú skalt leiðrétta það. Þú skalt skrifa það á forsíðuna að enginn hafi tapað neinu.“ Blaðamaður: „Það kann að vera að það sé rétt hjá þér og að ég hafi rangt fyrir mér. Ég skal athuga það betur. Ef ég segi eitthvað rangt þá mun ég leiðrétta það. Það er bara þannig. Það breytir því samt sem áður ekki að þú tengist þessu félagi [Vafningi, innskot blaðamanns]. Það er lykilatriði málsins.“ Bjarni: „Ég á ekkert í þessu félagi og ég hef engar ákvarðanir tekið fyrir þetta félag.“ Blaðamaður: „En þú tengist þessu félagi, Bjarni. Þú veðsetur bréf- in út af tveimur lánveitingum frá Glitni sem veittar voru í lok febrú- ar 2008.“ Bjarni: „Nei, það eru eigendur bréfanna sem veðsetja þau.“ Blaðamaður: „Já, en þú gerir það fyrir þeirra hönd.“ Bjarni: „Einmitt.“ Blaðamaður: „Og pabbi þinn er einn af eigendum þessara bréfa. Og samkvæmt því sem pabbi þinn sagði mér í síðustu viku þá er hann hættur í viðskiptum. Mér sýnist á öllu, líka meðal annars vegna þess að þú settist í stjórn Máttar á seinni hluta árs 2008 væntanlega fyrir hans hönd...“ Bjarni: „Ég hef ekkert um þetta að segja þar sem ég kom ekki nálægt þessum ákvörðunum.“ Blaðamaður: „Ég er bara að segja það, Bjarni, að annaðhvort þú eða pabbi þinn, hann er hluthafi í fé- laginu...“ Bjarni: „Pabbi þinn er formað- ur í þessum banka. Spurðu hann bara. [Faðir blaðamanns, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, er for- maður bankaráðs Íslandsbanka, innskot blaðamanns.] Blaðamaður: „Hann veit ekkert um þetta eins og þú veist. Ég veit að hann er búinn að tala við þig.“ Bjarni: „Ekki ég heldur.“ Blaðamaður: „Veist þú ekki neitt?“ Bjarni: „Ég veit ekkert um þetta. Ég tók engar ákvarðanir varðandi fjármögnunina á þessu félagi. Ég veit ekkert um það hvernig þessir gerningar urðu til.“ Blaðamaður: „En ég skil ekki enn þá af hverju þið tókuð þátt í þessu.“ Bjarni: „Nei, en samt ertu búinn að skrifa langar greinar í blaðið og birta myndir af mér á forsíðunni. Samt veistu ekkert og skilur ekk- ert. Þess vegna ertu lélegur blaða- maður. Þess vegna er ég að segja þér það.“ Blaðamaður: „Bjarni, þetta er nú óþarfi.“ Bjarni: „Nei, þetta er enginn óþarfi. Mér er bara orðið verulega í nöp við þig. Ég hef bara ekkert við þig að segja.“ Blaðamaður: „Bjarni, settu þig í mín spor. Ef þú værir með ákveðn- ar heimildir og þú myndir vinna sem blaðamaður...“ Bjarni: „Þú ert ekki með neitt sem skiptir máli. Það er það sem þú ert ekki enn þá búinn að átta þig á. Talaðu við þá sem tóku þessar ákvarðanir. Láttu mig bara í friði.“ Blaðamaður: „En Bjarni, viss- ir þú að þetta félag hefði fjárfest í þessum breska fjárfestingasjóði sama dag og þú fékkst umboð til að veðsetja bréfin í félaginu?“ Bjarni: „Ég er búinn að margsegja við þig að ég tók engar ákvarðanir fyrir hönd þessa félags...“ Blaðamaður: „Já, en vissir þú það? Það er það sem ég vil vita. Vissir þú að þetta félag væri að fjárfesta í Makaó? Vissir þú að þetta félag væri að fjárfesta í þess- um breska fjárfestingasjóði?“ Bjarni: „Ég kom ekkert nálægt þeim ákvörðunum sem áttu sér stað þennan dag.“ Blaðamaður: „Af hverju getur þú ekki svarað með já eða nei? Vissir þú það eða vissir þú það ekki? Bjarni: „Að sjálfsögðu ekki.“ Blaðamaður: „Vissir þú það ekki að þetta félag sem þú tengist væri að eiga í 10 milljarða viðskipt- um?“ Bjarni: „Ég kom ekki nálægt neinni ákvarðanatöku um þá end- urfjármögnun sem var að eiga sér stað á þessum tíma. Þess vegna vissi ég ekki hvaða gerningar lágu þarna að baki. Ég kom einungis að þeirri ákvörðun, eða að þeim gerningi, að veðsetja hlutabréf- in fyrir hönd þeirra sem á þeim héldu. Aðrir voru að vinna í end- urfjármögnuninni í samvinnu við bankann. Punktur. Og hættu nú þessu bulli.“ Blaðamaður: „En Bjarni, ég tal- aði við pabba þinn, spurði hann um þetta og hann sagðist ekkert þekkja til þessa félags [Vafnings, innskot blaðamanns]. Bjarni: „Ingi minn. Af hverju ertu að hringja í mig? Af hverju tal- ar þú ekki við mennina sem tóku lánin, sem keyptu turninn? Tal- aðu við mennina sem tóku þessar ákvarðanir.“ Blaðamaður: „En Bjarni ...“ Bjarni: „Blessaður, Ingi minn. Ég hef ekkert meira við þig að segja. Þú ert ekki enn þá búinn að leið- rétta það sem þú ert búinn að ljúga upp á mig. Þú ert búinn að kalla vandræði yfir mig. Ég vil ekki eiga samskipti við þig. Ég treysti þér ekki.“ Blaðamaður: „Bjarni, ég er búinn að segja það við þig að ef það sem þú ert búinn að segja við mig [um að rúmir 3 milljarðar falli ekki á ríkissjóð út af tapinu í Makaó ef lán- ið sem skilanefnd Glitnis fékk vegna Sjóvár verður greitt til baka eins og gert er ráð fyrir, innskot blaða- manns] reynist vera rétt...“ [Hér ætl- aði blaðamaður að segja Bjarna aftur að það yrði þá leiðrétt að hver íslenskur skattgreiðandi þyrfti að greiða um 10 þúsund krónur út af fjárfestingum Sjóvár í Makaó, að því gefnu að hægt yrði að greiða 12 milljarða lánið frá ríkissjóði til baka, innskot blaðamanns.] Bjarni: „Blessaður, Ingi minn. Ég ætla ekki að ræða meira við þig.“ Blaðamaður: „Allt í lagi.“ Bjarni: „Blessaður.“ Blaðamaður: „Bless.“ SAMTAL BLAÐAMANNS DV VIÐ BJARNA BENEDIKTSSON, FORMANN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, SUNNUDAGINN 13. DESEMBER 2009: Blaðamaður kynnir sig og ber upp erindið. Hann vill komast að því hvort Bjarna hafi verið kunnugt um að eignarhaldsfélagið Vafningur hafi fjárfest í breska fjárfestingasjóðnum KCAJ sama dag og félagið fjárfesti í fasteignaverkefni í Makaó í Asíu og hann veðsetti bréfin í félaginu fyrir hönd skyldmenna sinna. Bjarni svarar og hlustar á kynningu blaðamanns. Aðkoma Bjarna að Vafningi Vafningur fjárfesti meðal annars í lúxusíbúðaturni í Makaó í Suðaustur-Asíu, sem sést hér neðst í hægra horninu, og í breskum fjárfestingasjóði. Bjarni veðsetti hlutabréf í Vafningi sama dag og viðskipin gengu í gegn en segist ekki hafa vitað af þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.