Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2009, Blaðsíða 13
NEYTENDUR 16. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 13
Ómissandi tartalettur
Það er algjörlega ómissandi að eiga tartalettur nú þegar jólakræsingarnar flæða
yfir matarborð landsmanna. Oftar en ekki elda húsmæður og -feður ríflegan
skammt af jólamatnum til þess að eiga afgang daginn eftir. Tartalettur eru kjörn-
ar fyrir afganga. Með því að setja hangikjötið, hamborgarhrygginn eða rjúpuna
í tartalettur daginn eftir er hægt að galdra fram sannkallaðan veislumat. Skelltu
þeim í ofn og sjá, veislan er klár.
Frystu grænmetið
Það er blóðugt að þurfa að henda mat vegna þess að hann hefur ekki verið nýttur.
Eins og DV sagði frá í síðustu viku henda neytendur stórum hluta af því sem þeir
kaupa beint í ruslið. Grænmeti skemmist oft á nokkrum dögum, þrátt fyrir að vera
geymt í kæli. Ef þú sérð fram á að þú munir ekki nota grænmetið sem til er í ísskápn-
um er þjóðráð að skera það niður, steikja á pönnu og frysta. Næst þegar þú eldar
þarftu bara að kippa grænmetinu út og hita það.
ÓDÝRASTI HRYGGURINN BESTUR
Sæti Tegund Meðaleinkunn Kílóverð* Rýrnun í %1
1 Krónan 3,5 899 11,46
2 Bónus 3,1 899 7,44
3 Ali 2,9 1.998 4,70
4 – 5 KEA 2,8 1.898 9,46
4 – 5 SS 2,8 1.878 2,55
6 Nettó 2,5 941 10,55
7 Kjötsel 2,2 998 18,06
8 Fjarðarkaup 1,9 998 13,32
9 Hagkaup 1,8 1.949 6,63
10 Gallerí Kjöt 1,7 2.990 16,32
11 Nóatún 1 1.898 10,35
*Með afslætti.
Dómnefndin að störfum Þau Örn, Úlfar, Siggi, Sólveig og Hrefna smökkuðu alls ellefu hamborgarhryggi.
KRÓNAN
Stjörnur: 3,5 (AF FIMM STJÖRNUM
MÖGULEGUM)
KÍLÓVERÐ: 899 KR.
RÝRNUN: 11,46%
Siggi Hall: „Bestur í slæmum félagsskap.“
Úlfar: „Fallegt kjöt, gott undir tönn og
ljómandi bragð.“
Hrefna Rósa: „Skinkulegt bragð. Mikið
unnið. Bragðdauft.“
Örn: „Fita bragðgóð, ekki saltur.“
Sólveig: „Hlutlaus.“
BÓNUS
KÍLÓVERÐ: 899 KR.
RÝRNUN: 7,44%
Siggi Hall: „Svo sem í lagi. Frekar saltur
og mikill platvökvi.“
Úlfar: „Passlega salt og reykt.“
Hrefna Rósa: „Ágætt kjöt. Minna
gervilegt en hitt.“
Örn: „Fitan góð á bragðið en frekar
bragðlítið kjöt.“
Sólveig: „Hæfilegur raki og selta.
Bragðgóður.“
ALI
KÍLÓVERÐ: 1.998 KR.
RÝRNUN: 4,70%
Siggi Hall: „Loksins kom sæmilegur
hamborgarhryggur - ágætur balans.“
Úlfar: „Lítill reykur, gott undir tönn, milt.“
Hrefna Rósa: „Bragðlítið. Vatnsmikið.
Glansar óeðlilega mikið.“
Örn: „Bragðlítið en fitan góð á bragðið.“
Sólveig: „Milt.“
KEA
KÍLÓVERÐ: 1.898 KR.
RÝRNUN: 9,46%
Siggi Hall: „Fínasti hamborgarhryggur.
Samt eitthvað glatað.“
Úlfar: „Mörg göt eftir sprautunálar.“
Hrefna Rósa: „Feitt bragð af kjötinu.
Saltbragðið deyr fljótt.“
Örn: „Gott reykbragð. Ekki of þurr.“
Sólveig: „Hlutlaus.“
SS
KÍLÓVERÐ: 1.878 KR.
RÝRNUN: 2,55%
Siggi Hall: „Pulsa sem er mikið unnin.
Ókei sem slík.“
Úlfar: „Lítur út eins og skinka. Eins og
gúmmí undir tönn.“
Hrefna Rósa: „Lítið vatnsbragð, sem er
gott. Bragðgott.“
Örn: „Góður og þéttur - blautur. Meira
bragð vantar.“
Sólveig: „Hlutlaust.“
NETTÓ
KÍLÓVERÐ: 941 KR.
RÝRNUN: 10,55%
Siggi Hall: „Sá eini sem er hamborgar-
hryggur - mörgum þætti hann of feitur
þessi.“
Úlfar: „Of ljóst kjöt. Bragðlaust.“
Hrefna Rósa: „Mikil fita. Kjötið þurrt og
bragðlítið.“
Örn: „Frekar þurr. Vantar ögn í bragð.“
Sólveig: „Ágætur raki.“
KJÖTSEL
KÍLÓVERÐ: 998 KR.
RÝRNUN: 18,06%
Siggi Hall: „Fínasti hamborgarhryggur,
samt hálflélegt.“
Úlfar: „Þurrt og bragðlítið.“
Hrefna Rósa: „Þurrt en samt vatns-
bragð. Tissjú-áferð. Ljóst.“
Örn: „Bragðlítill. Aðeins of þurr.“
Sólveig: „Þurrt kjöt en vatnsmikið.“
FJARÐARKAUP
KÍLÓVERÐ: 998 KR.
RÝRNUN: 13,32%
Siggi Hall: „Bragðlítið og of mikill
sprautuvökvi og gervibragð.“
Úlfar: „Trúlega 70 prósent vatn. “
Hrefna Rósa: „Mjög mikið unnið kjöt.
Vatnsmikið.“
Örn: „Blautur. Skrýtið reykbragð - samt
ekki vont.“
Sólveig: „Allt of blautt.“
HAGKAUP
KÍLÓVERÐ: 1.949 KR.
RÝRNUN: 6,63%
Siggi Hall: „Svaka vont.“
Úlfar: „Bragðlaust og vonlaust.“
Hrefna Rósa: „Mjög skinkulegt kjöt. Lítið
bragð.“
Örn: „Lítið bragð, vantar reyk.“
Sólveig: „Góður raki.“
GALLERÍ KJÖT
KÍLÓVERÐ: 2.990 KR.
RÝRNUN: 16,32%
Siggi Hall: „Þurrt og bragðlítið.“
Úlfar: „Olíubrákaráferð, þurrt og vont.“
Hrefna Rósa: „Mjög þurrt - kryddbragð.“
Örn: „Frekar þurrt.“
Sólveig: „Þurrt.“
NÓATÚN
KÍLÓVERÐ: 1.898 KR.
RÝRNUN: 13,35%
Siggi Hall: „Varla hægt að bera á borð.
Eiginlega ónýtt.“
Úlfar: „Of salt. Brúnn og ljótur litur. Ekki
mannamatur.“
Hrefna Rósa: „Ljótt kjöt. Skrýtinn litur.“
Örn: „Saltur - ekki gott bragð af fitu.“
Sólveig: „Ekki gott bragð.“
Einbeitingin í fyrirrúmi Úlfar
Finnbjörnsson gæðir sér á kjötinu. Siggi
Hall mundar hnífapörin.