Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 FRÉTTIR
Enn loga harðvítugar deilur hjá Brunavörnum Árnessýslu. Nýjasta útspil Krist-
jánsEinarssonar slökkviliðsstjóra er að skrá slökkviliðsmenn, sem hætt höfðu hjá
embættinu, á útkallslista Neyðarlínunnar án þeirra samþykkis. Mennirnir fund-
uðu fyrir helgi og mikinn hita er að finna hjá útkallshópnum.
SKRÁÐIR Í ÚTKALL
GEGN VILJA SÍNUM
Kristján Einarsson, slökkviliðs-
stjóri Brunavarna Árnessýslu,
sannfærði forsvarsmenn Neyðar-
línunnar um að halda inni fjölda
slökkviliðsmanna á útkallslista
sem hætt höfðu hjá embættinu.
Vandi stjórans er sá að hann fékk
ekki samþykki mannanna sem eru
brjálaðir út í Kristján vegna máls-
ins.
Um áramótin sameinaðist
slökkvilið Þorlákshafnar emb-
ætti Kristjáns og stýrir hann hinu
sameinaða embætti. Af tuttugu
slökkviliðsmönnum frá Þorláks-
höfn sóttust aðeins sjö eftir starfi
hjá Kristjáni. Flestir hinna þrett-
án vildu ekki koma vegna ósætt-
is við hann vegna eldri deilumála
en það breytti því ekki að Kristján
hélt þeim inni á útkallslista Neyð-
arlínunnar. Hinir óánægðu fund-
uðu fyrir helgi þar sem hiti var í
mönnum. Meðal þeirra er fráfar-
andi slökkviliðsstjóri í Þorláks-
höfn, Guðni Þór Ágústsson, sem
fyrir ári sagði starfi sínu lausu sök-
um aldurs.
Virkilegareiðir
„Þetta er algjör skandall. Ég var
búinn að biðja um, með skrifleg-
um hætti, að allir mennirnir væru
teknir út af útkallslistanum á ný-
ársdag en Kristján hringdi og sneri
Neyðarlínunni við, ég skil ekki að
slökkviliðsstjórinn ráði starfsem-
inni þar. Það er alveg óleyfilegt að
þvinga mennina inn á listann og
án þeirra samþykkis. Ég var meira
að segja settur inn á listann en
ég er hættur vegna aldurs. Ég skil
ekkert í yfirgangi slökkviliðsstjór-
ans og vinnubrögðum hans,“ seg-
ir Guðni.
Gunnar Már Guðnason slökkvi-
liðsmaður er einn þeirra frá Þor-
lákshöfn sem ekki vildu koma til
starfa fyrir Kristján. Hann segir fé-
laga sína alveg brjálaða yfir þving-
uninni á útkallslistann. „Kristján
setti okkur alla á lista, líka alla þá
sem ekki vilja vinna hjá honum en
það eru flestir og ég er einn þeirra.
Við urðum virkilega reiðir og ég
heyri að það er mikill hiti í félög-
um mínum. Það átti að taka okkur
alla út og aðeins setja inn þá sem
höfðu endurráðið sig. Mér finnst
þetta skammarlegt en hann sá þó
sóma sinn í því að biðjast afsökun-
ar,“ segir Gunnar Már.
Löglegtenóvenjulegt
Bergsveinn Alfonsson, verkefna-
stjóri hjá Neyðarlínunni, staðfest-
ir að umræddur hópur hafi ekki
verið fjarlægður af útkallslista þar
sem Kristján slökkviliðsstjóri hafi
beðið um það á meðan verið væri
að reyna að semja við menn um að
halda áfram störfum. Hann bendir
á að meðan mennirnir voru áfram
á listanum hafi ekki komið til út-
kalls.
Björn Karlsson brunamálastjóri
bendir á að lögum samkvæmt hafi
Kristján slökkviliðsstjóri rétt til að
kalla menn til verka hvenær sem
er. „Þetta er fullkomlega löglegt því
slökkviliðsstjóri hefur þessa heim-
ild samkvæmt lögum. Það er aft-
ur á móti óvenjulegt að mönnum
sé haldið á útkallslista Neyðarlín-
unnar gegn þeirra eigin vilja,“ seg-
ir Björn.
DV leitaði viðbragða Kristjáns
slökkviliðsstjóra en hann vildi ekki
ræða málið þegar það var borið
undir hann.
TRAUSTIHAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Þetta er fullkomlega löglegt því slökkviliðsstjóri
hefur þessa heimild samkvæmt lögum. Það er aftur
á móti óvenjulegt að mönnum sé haldið á útkalls-
lista Neyðarlínunnar gegn þeirra eigin vilja.“
Nr. 75/2000. 19. gr.
n Allir verkfærir menn 18–60 ára að
aldri sem hafa búsetu í sveitarfélagi
eru skyldir til þjónustu í slökkviliði.
Þeim er skylt að koma til æfinga
í störfum slökkviliðs allt að 20
klukkustundir á ári og auk þess skulu
þeir koma hvenær sem eldsvoða
ber að höndum samkvæmt nánari
reglum um útköll.
Lög um brunavarnir
VildiekkiræðamáliðKristján
slökkviliðsstjóri vildi ekki ræða málið
þegar DV bar það undir hann.
„Ég er að undirbúa málsókn og
þetta er í höndum lögfræðings
núna. Uppsögn mín stenst engan
veginn enda braut hún brunavarna-
áætlun hreppsins. Ég hef engar
haldbærar skýringar fengið á upp-
sögninni og lögfræðingur skoðar nú
að höfða eineltis- og skaðabótamál
gegn slökkviliðsstjóranum, Kristjáni
Einarssyni, og bæjarstjóranum,
Ólafi Áka Ragnarssyni,“ segir Bjarni
Ingólfsson slökkviliðsmaður..
Bjarni hefur staðið í harðvítugum
deilum við Kristján Einarsson,
fyrrverandi yfirmann sinn, sem
lyktaði með því að hann sagði starfi
sínu lausu og réð sig hjá nágranna-
slökkviliðinu í Þorlákshöfn. Nokkru
síðar kom í ljós að til að samræma
samninga slökkviliðsmanna hjá
embættinu og kjarasamninga þurfti
að segja þeim öllum upp og við það
tækifæri var tilkynnt að allir yrðu
endurráðnir. Bjarna var aftur á móti
tilkynnt að hann væri ekki velkom-
inn á meðan öllum starfsfélögum
hans stendur endurráðning til boða.
Bjarni leitaði liðsinnis hjá
Landssambandi slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna og þar á bæ
er málið í ferli. Brunamálastofnun
hefur lýst því yfir að þar á bæ fylgist
menn grannt með málinu. Kristján
hefur sjálfur lýst því yfir að mál
Bjarna í Þorlákshöfn komi sér ekkert
við. Bjarni ætlar í mál og ætlar að
krefjast skaðabóta yfir brottvikningu
sína.
Málshöfðunhandan
viðhornið
HeitardeilurMargir
slökkviliðsmenn
eru reiðir yfir því
að hafa verið settir
á útkallslistann án
þeirra samþykkis.
Tveir á slysadeild
Farþegi og bílstjóri sem fluttir
voru á slysadeild eftir árekst-
ur á Breiðholtsbraut um átta-
leytið á laugardagskvöld voru
útskrifaðir eftir að gert var að
meiðslum þeirra. Tveir bílar
lentu í árekstri á gatnamótum
Breiðholtsbrautar og Stekkja-
brautar.
Töluverð ölvun var í mið-
borg Reykjavíkur aðfaranótt
sunnudags. Lögregla hafði af-
skipti af einum ökumanni sem
grunaður var um ölvun. Tóku
farþegar bifreiðarinnar því ekki
vel og ákváðu að ráðast á lög-
reglumennina. Voru farþegarn-
ir yfirbugaðir með piparúða og
færðir í fangageymslur.
Bjargað úr vök
Björgunarsveit Biskups-
tungna kom tveimur mönn-
um til hjálpar á sunnudag
eftir að jeppi fór í gegnum
ísblokk á Haukadalsheiði
með þeim afleiðingum að
jeppinn sat fastur í vök sem
náði upp að hurðum jepp-
ans. Um er að ræða hvilft á
Haukadalsheiði sem fyllist
af vatni á þessum árstíma.
Mennirnir höfðu setið á
þaki jeppans í um klukku-
tíma er björgunarsveitar-
menn komu þeim til bjarg-
ar.
Vann fimm
milljónir
Íbúi á höfuðborgarsvæðinu
sem keypti sér lottómiða
í Söluturninum Tröllinu í
Spönginni í Reykjavík var
einn með allar tölur réttar í
lottóinu á laugardagskvöld.
Fyrir það fær hann rúmar
fimm milljónir króna. Töl-
urnar sem voru dregnar út
eru 3, 8, 9, 15 og 40, bónus-
talan var 29.
Flateyringar ósátt-
ir vegna lokunar
Íbúar á Flateyri eru afar ósáttir
við áætlanir Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða að loka hjúkr-
unardeildinni Sólborg á Flat-
eyri. Þrír eldri borgarar búa á
Sólborg og starfa þar sjö ein-
staklingar í fjórum stöðugild-
um. Á heimasíðu Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða segir að
eftirspurn eftir plássi sé lítil og
að húsnæðið þyki afar óhent-
ugt. Vistmenn eru á annarri
hæð, engin lyfta og þrengslin
mikil.
Guðmundur R. Björgvins-
son, formaður Íbúasamtaka
Flateyrar, segir lokunina koma
harkalega niður á gamla fólk-
inu. „Þeim eru ekki boðin
önnur mannsæmandi úrræði.
Það sem þeir eru að bjóða
þeim í staðinn er að vista þau
inni á sjúkradeild á tveggja
manna herbergjum,“ segir
Guðmundur.