Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 24
Undirbúningur strákanna okkar fyrir EM í Austurríki fer vel af stað en um helgina voru Þjóðverjar lagðir í tveimur leikjum, 32-28, og 33-29. Báðir leikirnir fóru fram í Þýskalandi en Ísland hefur nú ekki tapað fyrir Þjóðverjum í síðustu fimm viður- eignum liðanna, þar af unnið fjórar. Guð- mundur Guðmundsson segir þó margt sem liðið verði að bæta á næstu dögum fram að móti. STÓRLEIKUR Í SAFAMÝRI Tvö efstu liðin í N1-deild kvenna, Fram og Valur, mætast í sannköll- uðum stórleik á þriðjudagskvöldið í Safamýri. Valskonur eru enn ósigraðar í deildinni eftir tólf umferðir og eru efstar með 22 stig. Framkonur koma þar næstar með 21 stig og geta með sigri komist yfir Val á toppnum. Þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu í Vodafone-höllinni skildu liðin jöfn í hörkuleik, 21-21. Sama kvöld mætast lið FK og HK í Kaplakrika og þá tekur Fylkir á móti Víkingi. FH getur með sigri nálgast erkifjendur sína í Haukum en FH-ingar eru fjórum stigum á eftir Haukum og eiga tvo leiki til góða. Fastlega er búist við stórum sigri Fylkis á Víkingi enda hefur kornungt lið Víkings verið fallbyssufóður fyrir flest öll liðin í deildinni. Víkings- stúlkur eru langneðstar með þrjú stig og -252 mörk í markatölu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.30. Frá því Skotinn klári, David Moyes, tók við Everton hefur hann aldrei gerst svo frægur að landa sigri á liði Arsenal undir stjórn Arsene Wenger í ensku úrvalsdeildinni. Hann var þó hársbreidd frá því um helgina. Steven Pienaar kom Everton í 2-1 níu mínút- um fyrir leikslok en Tékkinn Tomas Rosicky bjargaði jafntefli fyrir Arsen- al með marki í uppbótartíma. Everton byrjaði gífurlega sterkt í leiknum og var Louis Saha búinn að brenna af tveimur góðum færum snemma leiks. Það var því alveg eft- ir bókinni þegar Leon Osman skall- aði knöttinn í netið eftir tólf mínútna leik og kom Everton yfir. Hornspyrn- una sem gaf markið átti Bandaríkja- maðurinn Landon Donavan sem var að leika sinn fyrsta leik af átta vikna lánssamningi frá L.A. Galaxy. Denilson jafnaði ekki löngu síðar með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Eins var mark Rosicky í upp- bótartíma og má alveg segja að Ev- erton hafi meira og minna séð um markaskorun í leiknum. Markið áttu þó Arsenal-menn alveg inni eft- ir að hafa stjórnað leiknum frá A-Ö í seinni hálfleik. Arsenal mistókst því að koma sér í góða stöðu í öðru sæt- inu en getur huggað sig við það að Manchester United missteig sig líka. „Við spiluðum gríðarlega vel og áttum skilið að vinna leikinn,“ sagði svekktur David Moyes, stjóri Evert- on, eftir leikinn. Við áttum betri færi en Arsenal og vorum mikið með bolt- ann, við áttum meira en stig skilið,“ bætti hann við. Arsenal marði jafntefli við Everton: MOYES NÁLÆGT FYRSTA SIGRINUM UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MÁNUDAGUR 11. janúar 2010 SPORT ENSKA ÚRVALSDEILDIN BIRMINGHAM - MAN. UNITED 1-1 1-0 Cameron Jerome (39.), 1-1 Scott Dann (64. sm).  Rautt spjald: Fletcher, Man. Utd. (85.), ARSENAL - EVERTON 2-2 0-1 Leon Osman (12.), 1-1 Denilson (28.), 1-2 Steven Pienaar (81.), 2-2 Tomas Rosicky (92.). STAÐAN Lið L U J T M St 1. Chelsea 14 12 0 2 36:8 36 2. Man.Utd. 14 10 1 3 30:13 31 3. Tottenham 14 8 2 4 33:19 26 4. Arsenal 13 8 1 4 36:18 25 5. Liverpool 14 7 2 5 31:20 23 6. Aston Villa 14 6 5 3 22:14 23 7. Man.City 13 5 7 1 24:17 22 8. Sunderland 14 6 2 6 21:20 20 9. Stoke 14 5 5 4 13:15 20 10. Fulham 14 5 4 5 18:16 19 11. Birmingham 14 5 3 6 12:14 18 12. Burnley 14 5 2 7 19:31 17 13. Blackburn 14 5 2 7 16:28 17 14. Wigan 14 5 2 7 15:31 17 15. Hull 15 4 4 7 17:31 16 16. Everton 14 4 3 7 17:25 15 17. West Ham 14 3 5 6 24:26 14 18. Bolton 13 3 3 7 16:27 12 19. Wolves 14 2 4 8 12:27 10 20. Portsmouth 14 2 1 11 11:23 7 CHAMPIONSHIP CARDIFF - BLACKPOOL 1-1 DERBY - SCUNTHORPE 1-4 COVENTRY - BARNSLEY 3-1 n Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry en var tekinn út af á 84. mínútu. Emil Hallfreðsson var einnig í byrjunarliði Barnsley og lék allan leikinn. LEICESTER - IPSWICH 1-1 STAÐAN Lið L U J T M St 1. Newcastle 18 12 3 3 29:10 39 2. W.B.A. 18 11 4 3 39:15 37 3. Leicester 18 8 7 3 21:15 31 4. Nott.Forest 18 7 8 3 23:17 29 5. Q.P.R. 18 7 7 4 31:21 28 6. Swansea 18 7 7 4 15:15 28 7. Cardiff 18 8 3 7 34:22 27 8. Blackpool 17 7 6 4 27:19 27 9. Watford 18 7 6 5 27:29 27 10. Middlesbro 18 7 5 6 25:20 26 11. C.Palace 18 6 8 4 20:18 26 12. Bristol City 18 6 8 4 22:22 26 13. Preston 17 6 6 5 23:23 24 14. Sheff.Utd. 18 6 6 6 29:30 24 15. Barnsley 17 6 3 8 21:28 21 16. Derby 18 6 2 10 21:29 20 17. Coventry 18 4 7 7 21:28 19 18. Doncaster 18 3 9 6 22:26 18 19. Sheff.Wed. 18 4 6 8 23:29 18 20. Scunthorpe 18 5 3 10 21:36 18 21. Reading 18 4 5 9 18:28 17 23. Ipswich 18 2 10 6 19:29 16 22. Plymouth 17 4 3 10 16:28 15 24. Peterbro 18 2 6 10 2 1:31 12 ÆFINGALEIKIR ÍSLANDS ÞÝSKALAND - ÍSLAND 28-32 n Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 10/6, Snorri Steinn Guðjóns- son 5/1, Arnór Atlason 5, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Sturla Ás- geirsson 2, Alexander Petersson 2, Róbert Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1, Aron Pálmarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20, Hreiðar Levy Guðmundsson 1/1. ÞÝSKALAND - ÍSLAND 29-33 n Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Alexander Petersson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Vignir Svavarsson 2, Aron Pálmarsson 2, Ingimundur Ingimundarson 2, Arnór Atlason 2, Róbert Gunnarsson 1. Jafnt á Emirates Landon Donavan í baráttunni í sínum fyrsta leik með Everton. MYND AFP TAKINU HALDIÐ Á ÞJÓÐVERJUM Íslenska landsliðið í handbolta gerði góða ferð til Þýskalands um helg- ina og lagði heimamenn í tveimur æfingaleikjum. Leikirnir voru liðir beggja landa í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í Austurríki sem hefst nítjánda janúar hjá Íslending- um. Báðir leikir unnust með fjögurra marka mun það sem margt gott og margt ekki jafngott sást í leik liðsins. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari var sáttur með úrslitin en segir margt þurfa að laga fram að móti. Ísland mætir næst Portúgölum í Laugardalshöll á miðvikudaginn. Seiglusigur í fyrri leiknum Á laugardaginn gerðist það í tvígang að Þjóðverjar komu sér í þægilega stöðu með nokkurra marka forystu en í bæði skiptin náði íslenska lands- liðið að vinna hann upp. Sigurinn var unninn á mikilli seiglu og var munur- inn helst til of stór þegar upp var stað- ið. Síðustu tvö mörkin komu upp úr algjöru klúðri Þjóðverja og langskot frá Björgvini í markinu þegar ein sek- únda var eftir af leiknum. Vörn Íslands var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik en skánaði þó í þeim seinni. Ljóst er að miðverðirnir, Ingi- mundur Ingimundarson og Sverre Jacobson, þurfa að pússa sig betur saman í varnarleiknum. Ljósu punkt- arnir voru þó Björgvin Páll í markinu sem var með yfir 40% markvörslu og fyrirliðinn, Ólafur Stefánsson, en það munar svo sannarlega um hann í leik íslenska liðsins. Leikurinn einkenndist þó dálítið af slakri færanýtingu en jafnan frekar öruggir menn á borð við Guðjón Val Sigurðsson og Róbert Gunnarsson voru að fara illa með dauðafæri. Lík- lega hefur Guðjón Valur sjaldan eða aldrei átt jafnslakan leik. Margt sem þarf að laga „Við spiluðum ágætlega sko,“ sagði Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari um seinni leikinn, þó allt annað en í sjöunda himni þegar DV ræddi við hann í gær. „Það er alveg heilmargt sem við þurfum að laga en auðvitað er maður sáttu við tvo sigra á Þjóðverjum á þeirra heimavelli,“ bætti hann við. Um leikinn sagði hann: „Þetta var öðruvísi leikur en á laug- ardaginn. Við héldum okkur við 6:0 vörnina í fyrri hálfleik og hún var ekki nógu góð, þeir skora líka þar sautján mörk. Sóknarleikurinn var ágætur, átján mörk í fyrri hálfleik er fínt. Í síðari hálfleik settum við í 5+1 vörn og það má segja að hún hafi verið góð síð- ustu tuttugu mínúturn- ar af leiknum.“ Guðmundur ítrekaði að það væri margt sem þyrfti að laga. „Varnarleikur- inn verður að vera betri og stöðugri. Svo verðum við að fá betri hlaup til baka. Við fengum alltof mikið af mörkum á okk- ur þar sem við vorum ekki nægilega duglegir að hlaupa til baka,“ sagði Guðmundur. Þórir Ólafsson og Logi Geirsson voru heima vegna meiðsla en Guðmundur segist bjartsýnn á að fá allavega Þóri inn í liðið í næstu viku. All- TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ólafur Stefánsson Var frábær í báðum leikjunum og marka- hæstur báða dagana. MYND AME Guðmundur Guð- mundsson Segir margt þurfa að laga í leik Íslands. MYND GUNNAR GUNNARSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.