Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 25
Það var sautjánda október það herr- ans ár 2009 sem lið Birmingham í ensku úrvalsdeildinni tapaði síðast leik. Það lá þá fyrir Arsenal, 3-1 á Em- irates. Síðan þá hefur liðið ekki tapað leik, alls í tólf leikjum og náði með- al annars inn fimm leikja sigurhrinu í nóvember og desember. Birming- ham hélt þessu góða skriði áfram með jafntefli gegn Englandsmeist- urum Manchester United um helg- ina, 1-1. Manchester United virtist staðráð- ið í að bæta upp fyrir skandalinn gegn Leeds og lék afar vel í fyrri hálfleik. Reyndar svo vel að fyrstu 38 mínút- ur leiksins fór Birmingham meira og minna ekkert yfir miðju. En það var í takt við gengi United á leiktíðinni að þegar Birmingham loks fór yfir miðju komst það yfir með skondnu marki eftir röð mistaka United-manna. Scott Dann jafnaði metin fyrir Un- ited í seinni hálfleik með sjálfsmarki. Reyndar ætlaði línuvörðurinn að taka markið af meisturunum en vökult auga dómarans réð úrslitum og lét hann aðstoðarmann sinn vita að ekki væri hægt er að dæma rangstöðu á sjálfsmark. Lengra komust þó meist- ararnir ekki en urðu fyrir áfalli þeg- ar Darren Fletcher fékk rautt spjald fimm mínútum fyrir leikslok. Sir Alex Ferguson virtist fá að ráða viðbótartímanum í þetta skiptið svo allir yrðu sáttir en strákarnir hans komu ekki við boltann allar þær sex mínútur sem bætt var við. Fergu- son hafði þó ýmislegt að kvarta yfir dómaranum eins og venjulega á leik- tíðinni. ,„Ég hef ekki séð svona vægt rautt spjald í langan tíma, þetta var í raun alveg fáránlegt,“ sagði Fergu- son. „Það voru margar fáránlegar ákvarðanir í dag. Aðstoðardómar- inn vildi til dæmis dæma rangstöðu þegar okkar mark kom en það var sjálfsmark. Ótrúlegt.“ Man. United án sigurs í fyrstu tveimur leikjum ársins: BIRMINGHAM ÓSIGRANDI ÓLJÓST MEÐ MEIÐSLIN Ekki er ljóst hvað kom fyrir brasilíska miðjumanninn Denilson, leikmann Arsenal, sem greip um kvið sinn og hné niður í leik liðsins gegn Everton um helgina. Pilturinn ungi lá eftir og var bor- inn af velli, sárþjáður. Everton nýtti sér reyndar tækifærið og komst James Vaughan í dauðafæri þar sem dómarinn lét leik halda áfram en Vaug- han klúðraði færinu sem hefði klárað leikinn og tryggt Everton sig- ur. Wenger sagði við fréttamenn að líklegast væri að hann hefði brotið eða brákað rifbein, en það væri þó alls ekki ljóst. HREINSUN HJÁ MEISTURUNUM? Breska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gær að Sir Alex Ferguson ætli sér að hreinsa til í herbúðum meistaranna með því að losa sig við fimm menn. Hann er sagður vilja losa sig við þá Dimitar Berbatov, Ander- son, Nani, Zoran Tosic og Nemanja Vidic. Samtals kostuðu þessir leikmenn 80 milljónir punda. Allir nema Vidic eru sagðir hafa valdið stjóranum vonbrigðum en hann er orðinn leiður á lífinu á Englandi. Þykir einnig ólíklegt að Anderson verði látinn fara en hinir þrír gætu yfirgefið félagið svo fljótt sem fyrir lok mánaðarins. SPORT 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 25 n Bandaríski körfuknattleiks- maðurinn Nick Bradford hefur skrifað undir samning þess gild- andi að leika með Njarðvík út leiktíðina. Bradford lék með Grinda- vík á síðasta tímabili og átti frábæra úrslitakeppni með liðinu sem endaði í öðru sæti. Hann hef- ur einnig leikið með Keflavík og áður Njarðvík hér á landi. Styrkir þetta annars frábært Njarðvíkurl- ið mikið og verður það svo sann- arlega öflugt á seinni helmingi tímabilsins og í úrslitakeppninni. n Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir var í gær útnefnd íþróttamaður desembermánaðar hjá TCU-háskólanum í Banda- ríkjunum. Helena hélt upp á það með að leika frábærlega í sigri TCU sama kvöld í háskólakeppn- inni í körfubolta. Helena lék allra kvenna mest í liði sínum, 34 mín- útur, var næst stigahæst með 14 stig, gaf sex stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Helena varð á dög- unum fjórða í vali á íþróttamanni ársins. n Og meira af afreksfólki sem fær verðlaun fyrir desembermánuð. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var valinn leikmað- ur mánaðarins hjá Reading í desember en liðið leikur í næst- efstu deild á Englandi. Gylfi hefur leikið frábærlega á leiktíðinni eftir að hann fékk tækifærið og í mánuði ljóss og friðar skoraði hann einnig þrjú mörk. Alls hefur hann skorað sjö mörk til þessa. Með Reading leika tveir aðrir Ís- lendingar, Brynjar Björn Gunn- arsson og Ívar Ingimarsson. n Knattspyrnulið Stoke í ensku úr- valsdeildinni ætlar að gera heið- arlegt tilboð til þess að næla í einn besta framherja heims, Ruud van Nistelrooy frá Real Madr- id, en honum er frjálst að fara frá félaginu. Stjórnarformaður Stoke hefur viðurkennt að tilboðið sé langsótt en félagið hefur lagt inn tilboð og bíður svara. Nistelrooy var valinn besti framherji ára- tugarins af sérfræðingum ESPN í lok árs en hann hefur orðið markahæstur í þremur deildum Evrópu, Hollandi, Englandi og á Spáni. MOLAR Mame Diouf Lék sinn fyrsta leik með United. MYND AFP TAKINU HALDIÐ Á ÞJÓÐVERJUM ir komu heilir úr ferðinni frá Þýska- landi. „Við erum nokkuð bjartsýnir á að Þórir skili sér inn í næstu viku og við vonum það besta með Loga. Það eru allir heilir eftir þessa leiki í Þýska- landi eftir því sem ég best veit. Snorri fékk reyndar högg á lærið en það er í lagi með hann held ég,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson. Ísland var klókara Heiner Brand, þjálfari þýska lands- liðsins, varði tap sinna manna í viðtali eftir fyrri leikinn. Kom hann sérstak- lega á framfæri hversu ungt þýska lið- ið væri og í það vantaði reynslubolta. Í liðið vantaði stórskyttuna Pascal Hens, markvörðinn Johannes Bitter og hornamanninn Uwe Gensheimer. Þá meiddist Holger Glandorf, önnur stórskytta, snemma í fyrri leiknum. „Sigur Íslendinga var sanngjarn því þeir voru klókari. Heilt yfir er ég ekki óánægður með frammistöðu okkar en ég er þó ósáttur við hversu marga tæknifeila við gerðum. Ég gat ekki krafist þess að halda í við Íslend- ingana í 60 mínútur. Ísland var með mun reynslumeira lið og hefur inn- anborðs heimsklassa leikmenn. Við áttum okkar stundir í leiknum en undir lokin sást á nokkrum minna manna reynsluleysið og réðu þeir illa við verkefnið. Fjögurra marka tapið endurspeglar samt ekki frammistöðu okkar því í raun var leikurinn bara spilaður í 59 mínútur,“ sagði Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, eftir fyrra tapið um helgina. Íslandsgrýlan í Þýskalandi Íslandi hefur gengið vel með Þjóðverja og unnið þá nú fjórum sinnum og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum lið- anna. Liðin léku ekkert á síðasta ári en 2008 hafði Ísland sigur á Þjóðverj- um á Ólympíuleikunum og svo sig- ur og jafntefli í tveimur æfingaleikjum um haustið. Síðasti sigur Þjóðverja á Íslendingum kom á Evrópumótinu í Þrándheimi í byrjun árs 2008. Fóru þeir þýsku þar illa með strákana okkar og höfðu öruggan sigur, 35-27. Ísland leikur næst æfingaleik gegn Portúgal í Laugardalshöllinni en það er eini leikur Íslands hér heima í und- irbúningi sínum fyrir EM. Liðið heldur svo á æfingamót í París þar sem það mætir Spáni og svo heimamönnum eða Brasilíu. Björgvin Páll Átti stórleik á laugardag- inn og varði 20 skot. MYND AFP Heiner Brand Þjálfari Þýskalands sagði Íslend- inga hafa verið klókari. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.