Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 11. janúar 2010 MÁNUDAGUR 17 VETUR Í EVRÓPU sem frusu í hel. Níræða konan féll um koll í snjónum í garðinum sín- um, en hin fannst um helgina, en hún hafði ætlað að fara í gönguferð. Áhyggjur af matvælaskorti Áhyggjur í Bretlandi snúa nú að matvælaskorti. Sem fyrr segir geng- ur bændum brösulega að ná nýti- legu grænmeti úr jörðu og því þurfa Bretar að reiða sig á innflutt græn- meti. Verð á matvælum er nú þegar farið að stíga. Gasnotkun Breta hefur einnig stóraukist og þurfti Gordon Brown forsætisráðherra að slá á ótta um að gasbirgðir væru á þrotum, en í síðustu viku neyddust eitt hundrað stórfyrirtæki til að hætta gasnotkun til að spara birgðir. Svipaða sögu er að segja af salt- birgðum Breta og sagði Brown að með samvinnu við saltbirgja væri reynt að tryggja að salt til að bera á götur og gangstéttir færi þar sem þörfin væri mest. Á sunnudaginn var frestað fjölda flugferða frá breskum flugvöllum og Eurostar-hraðlestin veitti skerta þjónustu hvað varðar ferðir á milli Bretlands, Frakklands og Belgíu. Strandaglópar í snjó Í Þýskalandi neyddust yfir 160 manns til að hafast við í bíl sínum yfir nótt vegna fannfergis sem stöðv- aði alla umferð á hraðbrautinni sem liggur með Eystrasaltsströndinni. Björgunarsveitir þurftu að beita snjóplógum til að koma stranda- glópunum, þeirra á meðal nítján börnum, til bjargar. Á flugvöllum landsins máttu hundruð manns bíta í það súra epli að komast hvorki lönd né strönd vegna flugferða sem felldar voru niður. Svipaða sögu var að segja af ferðum lesta og ferja. Í Póllandi voru áttatíu þúsund manns án rafmagns eftir að spennu- línur skemmdust vegna snjóa, og í Frakklandi þurftu nokkur hundruð manns sem voru á leið til Alpafjalla til skíðaiðkunar að eyða nóttinni í Lyon vegna ofankomu. Einangraðar eyjar og mannfellir Þjóðverjar urðu fyrir verulegum vertrarhörkum annan daginn í röð á sunnudaginn og í Berlín og Leipzig var þrjátíu sentímetra snjór og öflug- ir og kaldir vindar léku um Þjóðverja víða. Fjöldi þorpa í Slésvík-Holtsetal- andi og á eyjum á Eystrasalti er ein- angraður og tilkynnt hefur verið um fjölda slysa á ísilögðum vegum lands- ins sem líða fyrir skort á salti. Lögregla og björgunarfólk hef- ur flutt hrakta ferðalanga í neyðar- tjöld og síðan reynt að losa farartæki þeirra. Þjóðverjum var fyrir helgina ráðlagt að birgja sig upp af nauðsynj- um svo þær dygðu að minnsta kosti í fjóra daga og útvega sér útvarp með rafhlöðum svo þeir gætu fylgst með veðurfréttum. Í Dusseldorf hefur Rauði krossinn komið upp upphituðum neyðartjöld- um en allt að tíu manns hafa frosið í hel undanfarnar vikur. Aðrar Evrópuþjóðir hafa ekki far- ið varhluta af vetrinum sem þar hef- ur ríkt. Í suðausturhluta Frakklands voru um 3.000 manns án rafmagns annan daginn í röð á sunnudaginn, samkvæmt fréttastofu AFP. Undanfarnar vikur hafa hátt í 140 manns frosið í hel í Póllandi og í Sviss hefur ferðum flutningabíla í gegnum Alpafjallagöngin fækkað vegna mik- ils snjóþunga. Miklar vetrarhörkur hafa ríkt í Evrópu undanfarið. Víða er farið að bera á skorti á salti til að bera á götur og þjóðvegi og verð á matvælum fer sums staðar hækkandi. Mannfellir hefur verið í Bretlandi og Pól- landi og víðar og samgöngur hafa farið úr skorðum. Breskur snjókall Snjórinn er ekki illa séður af öllu mannfólki. MYND AFP Mikið hefur gengið á í samskipt- um múslima og kristinna í Mal- asíu og í helgarbyrjun var borinn eldur að fjórum kirkjum auk þess sem mikið bar á mótmælum. Mót- mælin eru tilkomin vegna nýfall- ins dómsúrskurðar um að kristn- ir megi nota orðið Allah um hinn kristna guð. Múslimskir predikar- ar notuðu föstudagsbænirnar til að mótmæla úrskurði dómsins. „Við munum ekki leyfa að orð- ið Allah verði notað í ykkar kirkj- um,“ sagði einn predikari í mosku í Kuala Lumpur, og mótmælend- ur gengu um með spjöld sem á var skrifað „Ranglega notuð nöfn orsaka villutrú“ og „Allah er ein- göngu fyrir okkur“. Orðið Allah mun hafa verið notað um guð í Malasíu um alda- skeið og kristnir hafa notað orðið í Egyptalandi, Sýrlandi, Líbanon og Indónesíu um guð. En margir malasískir múslimar, sem eru um sextíu prósent landsmanna, telja að orðið Allah eigi eingöngu að vísa til guðs múslima og að önnur notkun hvetji til þess að fólk snúi sér til kristni, sem er glæpur sam- kvæmt íslömskum lögum lands- ins. Kaþólskt dagblað, Herald, sem gefið er út í Malasíu, vann fyrir um tíu dögum áfrýjun gegn úrskurði sem bannaði notkun orðsins Allah af þeim sem ekki eru múslimar. Framkvæmd þess úrskurðar hefur þó verið frestað vegna mögulegr- ar áfrýjunar vegna hans af hálfu stjórnvalda. Engu að síður hefur úrskurðurinn vakið reiði á meðal múslima. Stjórnvöld í Malasíu hafa löngum reynt að halda í skefjum spennu á milli malasískra mús- lima og stórs hluta landsmanna sem eru af indversku og kín- versku bergi brotnir og eru kristn- ir, búddatrúar eða hindúar. Kristnir mega ekki nota orðið Allah um guð sinn: „Allah“ bara fyrir múslima Skaðinn skoðaður og metinn Malasískir múslimar hafa mótmælt nýföllnum dómsúrskurði. MYND AFP Indverjar og Ástral- ar ekki á eitt sáttir Teikning í indversku dagblaði hef- ur vakið reiði í Ástralíu og stefnt diplómatísku sambandi Indlands og Ástralíu í voða. Myndin sýnir áströlsku lögregluna sem meðlimi öfgasamtakanna Ku Klux Klan og er síðasta skot Indverja á Ástrala vegna morðs á Nitin Garg, indversk- um námsmanni, sem myrtur var um helgina í Melbourne í Ástralíu. Indverjar telja morðið á Garg tengjast kynþáttafordómum og eru reiðir áströlskum yfirvöldum fyrir að vísa því áliti á bug. Myndin sýnir lögreglumann, í hefðbundnum Ku Klux Klan-klæð- um, sem segir: „Við eigum eftir að skera úr um eðli glæpsins.“ Handtóku syrgjandi mæður Írakskar öryggissveitir handtóku um helgina þrjátíu konur sem þátt tóku í friðsamlegum mótmælum í Teh- eran, höfuðborg landsins. Frétta- stofa CNN hafði eftir talsmanni mannréttindasamtaka í Íran að um eitt hundrað óeinkennisklæddir lögreglumenn hefðu leyst upp sam- komu Syrgjandi mæðra, samtaka mæðra sem misst hafa barn sitt í mótmælum gegn ríkisstjórninni undanfarið og hittast hverja helgi í Laleh-garðinum til að vekja athygli á dauða barna mæðranna. Mæðurnar krefjast þess að ríkis- stjórnin viðurkenni ábyrgð á dauða, hvarfi og varðhaldi barna þeirra. „Ljóst“ litarhaft til góðs Demókratinn Harry Reid, öldunga- deildarþingmaður fyrir Nevada, baðst um helgina afsökunar á um- mælum sem lituð voru kynþáttafor- dómum og hann viðhafði um Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í slagnum um forsetaembættið. Rithöfundarnir Mark Halperin og John Heilemann gerðu ummælin að umtalsefni í væntanlegri bók þeirra Game Change. Þeir vitna í Harry Read, sem sagði í einkasamræðum að Obama, sem þeldökkur fram- bjóðandi, nyti góðs af því hversu „ljóst“ litarhaft hans væri, og að mál- færi hans „bæri engin einkenni mál- fars blökkumanna, nema hann vildi það viðhafa“. Reid harmaði orðaval sitt og baðst afsökunar á því að hafa móðg- að alla Bandaríkjamenn, „sérstak- lega Bandaríkjamenn af afrískum uppruna með óviðeigandi ummæl- um sínum“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.